Enski boltinn

Solskjær: Pogba er ekki að fara neitt

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Solskjær fer yfir málin með Rio Ferdinand á Molineux í kvöld.
Solskjær fer yfir málin með Rio Ferdinand á Molineux í kvöld. vísir/getty

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Man Utd, þvertekur fyrir að Paul Pogba sé á förum frá félaginu.

Það er orðið fastur liður í samskiptum blaðamanna við Solskjær að ræða framtíð Pogba og á því varð engin breyting eftir leik Man Utd gegn Wolves í enska bikarnum í kvöld.

„Þið munið ekki sjá hann yfirgefa félagið í janúar. Þetta er alltaf það sama. Það eru vangaveltur í gangi um hverjir fara og hverjir koma,“ segir Solskjær.

„Við hlökkum til að fá Paul (Pogba) aftur inn á völlinn með okkur,“ segir Solskjær.

Pogba hefur lítið spilað í vetur og hefur orðið fyrir ýmis konar meiðslum. 


Tengdar fréttir

Pogba þarf að fara í aðgerð

Endurkoma Paul Pogba í lið Manchester United var stutt að þessu sinni en hann kom til baka rétt fyrir jól eftir langa fjarveru. Nú þarf franski miðjumaðurinn að leggjast á skurðarborðið og verður frá keppni næsta mánuðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×