Óttast að breytingar á vindátt valdi enn meiri skaða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2020 20:49 Minnst 23 eru látin af völdum eldanna og þúsundir hafa þurft að yfirgefa heimili sín. Vísir/Getty Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. Vindhraðinn náði allt að 128 kílómetra hraða á klukkustund, eða 35 metrum á sekúndu, í dag. Í nágrannaríkinu Victoriu hafa herþyrlur verið kallað út til þess að hjálpa til við að flytja fólk á hættusvæðum frá heimilum sínum. Eldarnir hafa orðið minnst 23 að bana síðan í september, og meira en tólf hundruð heimili hafa eyðilagst. Þá hafa milljónir hektara af landi brunnið. Ekkert af ríkjum Ástralíu hefur farið algerlega varhluta af áhrifum eldanna, en ástandið er einna verst í Nýja Suður-Wales.BBC hefur eftir Shane Fitzsimmons, slökkviliðsstjóra ríkisins, að búast megi við óstöðugu ástandi næstu daga. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur tilkynnt að 3000 hermenn hafi verið sendir á vettvang til þess að aðstoða við slökkvistarf. Morrison hefur af mörgum verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við þeim hamförum sem nú ganga yfir land hans. Í dag var hann til að mynda gagnrýndur eftir að hann birti myndband á Twitter-síðu sinni þar sem fram kom hvernig brugðist yrði við ástandinu, en undir myndbandinu mátti heyra létta tónlist, sem mörgum þótti óviðeigandi í ljósi þess hve alvarlegt ástandið er. Myndbandið má sjá hér að neðan. We’re putting more Defence Force boots on the ground, more planes in the sky, more ships to sea, and more trucks to roll in to support the bushfire fighting effort and recovery as part of our co-ordinated response to these terrible #bushfirespic.twitter.com/UiOeYB2jnv— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 4, 2020 Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Yfirvöld í Ástralíu óttast að breytingar á vindátt í ríkinu Nýja Suður-Wales muni valda aukinni útbreiðslu skógar- og gróðurelda sem nú geisa á svæðinu. Vindhraðinn náði allt að 128 kílómetra hraða á klukkustund, eða 35 metrum á sekúndu, í dag. Í nágrannaríkinu Victoriu hafa herþyrlur verið kallað út til þess að hjálpa til við að flytja fólk á hættusvæðum frá heimilum sínum. Eldarnir hafa orðið minnst 23 að bana síðan í september, og meira en tólf hundruð heimili hafa eyðilagst. Þá hafa milljónir hektara af landi brunnið. Ekkert af ríkjum Ástralíu hefur farið algerlega varhluta af áhrifum eldanna, en ástandið er einna verst í Nýja Suður-Wales.BBC hefur eftir Shane Fitzsimmons, slökkviliðsstjóra ríkisins, að búast megi við óstöðugu ástandi næstu daga. Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur tilkynnt að 3000 hermenn hafi verið sendir á vettvang til þess að aðstoða við slökkvistarf. Morrison hefur af mörgum verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við þeim hamförum sem nú ganga yfir land hans. Í dag var hann til að mynda gagnrýndur eftir að hann birti myndband á Twitter-síðu sinni þar sem fram kom hvernig brugðist yrði við ástandinu, en undir myndbandinu mátti heyra létta tónlist, sem mörgum þótti óviðeigandi í ljósi þess hve alvarlegt ástandið er. Myndbandið má sjá hér að neðan. We’re putting more Defence Force boots on the ground, more planes in the sky, more ships to sea, and more trucks to roll in to support the bushfire fighting effort and recovery as part of our co-ordinated response to these terrible #bushfirespic.twitter.com/UiOeYB2jnv— Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) January 4, 2020
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15 Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00 Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03 Mest lesið Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16
Þúsundir flýja heimili sín vegna gróðureldanna í Ástralíu Ástralski sjóherinn flutti í morgun um það bil þúsund ferðamenn og íbúa á brott frá strandbænum Mallacoota í Viktoríuríki en gróðureldar þjarma nú að bænum. 3. janúar 2020 10:15
Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu. 2. janúar 2020 19:00
Herafli kallaður út vegna gróðureldanna Um 3000 ástralskir hermenn hafa verið kallaðir til vegna gróðureldanna sem logað hafa í Ástralíu frá í september. 4. janúar 2020 10:03