Flugskeyti var skotið að sendiráði Bandaríkjanna í Írak í dag, en það lenti á svokölluðu „grænu svæði“ (e. Green zone).
Græna svæðið er alþjóðlegt svæði innan höfuðborgarinnar Bagdad, þar sem ýmsar alþjóðastofnanir og sendiráð hafa haft viðveru frá innrás Bandaríkjanna inn í Írak árið 2003. Engum varð meint af árásinni en enginn hefur lýst yfir ábyrgð á skotinu.
Eins hafa borist fregnir af því að sprengjur hafi fallið innan Balad-herflugvallarins, en þar eru staddir Bandarískir hermenn. Ef marka má fréttaflutning Reuters sakaði engan þar.
Aukin spenna hefur ríkt í Íran sem og Írak eftir að Bandaríkjamenn felldu Qasem Soleimani, háttsettan íranskan herforingja, í drónaárás í Írak. Þúsundir manna komu í dag saman til þess að minnast Soleimani og mótmæla morðinu á honum.
Flugskeyti lenti nálægt sendiráði Bandaríkjanna í Írak

Tengdar fréttir

Þúsundir syrgja Soleimani: „Dauði yfir Ameríku“
Þúsundir syrgðu í dag íranska hershöfðingjann Quassem Soleimani, sem féll í drónaárás sem fyrirskipuð var af Donald Trump Bandaríkjaforseta aðfaranótt föstudags.

Segjast hafa drepið Soleimani til að stöðva yfirvofandi árás
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir morðið á hátt settum Írana hafa verið nauðsynlegt til að koma í veg fyrir árás. Trump forseti segir að hann hefði átt að drepa fyrir löngu.

Önnur loftárás gerð innan við sólarhring eftir að Soleimani var drepinn
Önnur loftárás var gerð í Írak í gær, innan við sólarhring eftir að háttsetti íranski hershöfðinginn Qasem Soleimani lést í loftárás Bandaríkjamanna í Bagdad. Fimm eru sagðir hafa látist í árásinni.