Erlent

Stal Harry Potter varningi fyrir tæpar sex milljónir króna

Andri Eysteinsson skrifar
Frá Harry Potter myndverinu þar sem maðurinn vann.
Frá Harry Potter myndverinu þar sem maðurinn vann.

Starfsmaður Harry Potter myndvers Warner Bros rétt utan við London hefur verið dæmdur í fjórtán mánaða fangelsi eftir að hafa játað að hafa stolið miklu magni af Harry Potter varningi úr gjafabúð myndversins og selt á eBay.

Maðurinn, hinn 35 ára gamli Adam Hill játaði í nóvember að hafa stolið 1040 munum með það fyrir augum að selja áfram. Nam andvirði munanna 36,935 sterlingspundum eða um 5,8 milljónum íslenskra króna.

CNN greinir frá því að samstarfsmenn Hill hafi vakið athygli á mögulegum brotum hans eftir að hafa tekið eftir því að oft var mikið um varning undir skrifborði hans.

Harry Potter myndverið er gríðarlega vinsæll áfangastaður ferðamanna og opnaði vorið 2012 þar má sjá allskonar muni sem notaðir voru við gerð myndanna vinsælu um galdrastrákinn Harry Potter.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×