Hillir undir nýja ríkisstjórn á Spáni Kjartan Kjartansson skrifar 3. janúar 2020 12:05 Pablo Iglesias, leiðtogi Við getum, og Pedro Sánchez, leiðtogi Sósíalistaflokksins, virðast ætla að leiða nýja ríkisstjórn á Spáni. Vísir/EPA Katalónskir sjálfstæðissinnar á Spánarþingi hafa samþykkt að greiða götu nýrrar ríkisstjórnar með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um samsteypustjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarið ár. Sósíalistaflokkurinn vann flest þingsæti í kosningum sem fóru fram í nóvember án þess þó að ná hreinum meirihluta. Þeir náðu fljótt samkomulagi við Við getum um ríkisstjórnarsamstarf en slík stjórn er með minnihluta þingsæta og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka. Vinstri lýðveldissinnar Katalóníu (ERC) er með þrettán sæti á þingi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að með hlutleysi hans og stuðningi annarra vinstriflokka eða baskneskra flokka gæti stjórn Sánchez komist á koppinn. Búist er við því að atkvæði um traust á slíkri ríkisstjórn verði greidd á þingi um helgina og á þriðjudag. Talið er að Sánchez tapi þeirri fyrri þar sem hann þarf stuðning hreins meirihluta þingsins. Í þeirri síðari gæti hann haldið velli þar sem þá þarf aðeins einfaldan meirihluta þingmanna. Að baki vilyrði katalónsku sjálfstæðissinnanna um að verja stjórn Sánchez falli býr loforð sósíalista um að samningaviðræður við katalónsku héraðsstjórnina til að greiða úr pólitískum ágreiningi um framtíð héraðsins. Þær gætu leitt af sér þjóðaratkvæðagreiðslu. Hluti af pólitískum óróa sem hefur ríkt á Spáni undanfarin ár var tilkominn vegna sjálfstæðistilburða katalónsku héraðsstjórnarinnar. Hún hélt meðal annars þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í trássi við vilja landsstjórnarinnar og lýsti yfir sjálfstæði í kjölfarið. Nokkrir leiðtogar sjálfstæðissinna hlutu þunga fangelsisdóma fyrir aðild sína að þeim aðgerðum í fyrra. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Stjórnarkreppudraugur vofir enn yfir á Spáni Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. 11. nóvember 2019 19:15 Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Katalónskir sjálfstæðissinnar á Spánarþingi hafa samþykkt að greiða götu nýrrar ríkisstjórnar með því að sitja hjá við atkvæðagreiðslu um samsteypustjórn Sósíalistaflokksins og vinstriflokksins Við getum. Stjórnarkreppa hefur ríkt á Spáni undanfarið ár. Sósíalistaflokkurinn vann flest þingsæti í kosningum sem fóru fram í nóvember án þess þó að ná hreinum meirihluta. Þeir náðu fljótt samkomulagi við Við getum um ríkisstjórnarsamstarf en slík stjórn er með minnihluta þingsæta og þarf að reiða sig á stuðning minni flokka. Vinstri lýðveldissinnar Katalóníu (ERC) er með þrettán sæti á þingi. Breska ríkisútvarpið BBC segir að með hlutleysi hans og stuðningi annarra vinstriflokka eða baskneskra flokka gæti stjórn Sánchez komist á koppinn. Búist er við því að atkvæði um traust á slíkri ríkisstjórn verði greidd á þingi um helgina og á þriðjudag. Talið er að Sánchez tapi þeirri fyrri þar sem hann þarf stuðning hreins meirihluta þingsins. Í þeirri síðari gæti hann haldið velli þar sem þá þarf aðeins einfaldan meirihluta þingmanna. Að baki vilyrði katalónsku sjálfstæðissinnanna um að verja stjórn Sánchez falli býr loforð sósíalista um að samningaviðræður við katalónsku héraðsstjórnina til að greiða úr pólitískum ágreiningi um framtíð héraðsins. Þær gætu leitt af sér þjóðaratkvæðagreiðslu. Hluti af pólitískum óróa sem hefur ríkt á Spáni undanfarin ár var tilkominn vegna sjálfstæðistilburða katalónsku héraðsstjórnarinnar. Hún hélt meðal annars þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði í trássi við vilja landsstjórnarinnar og lýsti yfir sjálfstæði í kjölfarið. Nokkrir leiðtogar sjálfstæðissinna hlutu þunga fangelsisdóma fyrir aðild sína að þeim aðgerðum í fyrra.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21 Stjórnarkreppudraugur vofir enn yfir á Spáni Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. 11. nóvember 2019 19:15 Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53 Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Fleiri fréttir Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Um þriðjungur Dana fær 50 þúsund króna „matartékka“ beint í vasann frá ríkinu Sjá meira
Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Þingkosningar sem áttu að binda enda á þrátefli á spænska þinginu leiddu aðeins fram enn frekari flokkadrætti en áður. 11. nóvember 2019 16:21
Stjórnarkreppudraugur vofir enn yfir á Spáni Ekki er útlit fyrir að stjórnarkreppan á Spáni leysist eftir kosningar gærdagsins. Þetta voru fjórðu þingkosningarnar á jafnmörgum árum. 11. nóvember 2019 19:15
Katalónskir aðskilnaðarsinnar opna á stuðning við stjórn sósíalista Stærsti flokkur katalónskra aðskilnaðarsinna hefur samþykkt að styðja nýja stjórn spænskra sósíalista í skiptum fyrir viðræður um sjálfstæði héraðsins. 26. nóvember 2019 08:53
Sameinast um að mynda stjórn Sósíalistaflokkurinn og Podemos hafa náð samkomulagi um að mynda ríkisstjórn á Spáni. Eftir kosningarnar sem fram fóru sunnudaginn 10. nóvember vantar þá þó enn um 20 þingmenn til að ná meirihluta á þinginu. 13. nóvember 2019 07:15