Man City ekki í vandræðum með D-deildarliðið

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Þægilegt dagsverk hjá þessum.
Þægilegt dagsverk hjá þessum. vísir/getty

Englandsmeistarar Manchester City eru komnir áfram í 4.umferð enska bikarsins eftir þægilegt verkefni á Etihad leikvangnum í kvöld þar sem D-deildarlið Port Vale var í heimsókn.

Úkraínumaðurinn Oleksandr Zinchenko kom Man City yfir snemma leiks en Tom Pope gerði sér lítið fyrir og jafnaði metin fyrir gestina eftir rúmlega hálftíma leik. Sergio Aguero sá hins vegar til þess að Man City færi með eins marks forystu í leikhlé.

Í síðari hálfleik reyndust Englandsmeistararnir of sterkir fyrir Port Vale en ungstirnin Taylor Harwood-Bellis og Phil Foden voru á skotskónum og innsigluðu þriggja marka sigur Man City, 4-1.

Á sama tíma vann Leicester 2-0 sigur á Wigan Athletic á heimavelli á meðan Bournemouth lék sér að Luton Town og vann 4-0. Þá vann Portsmouth 2-1 sigur á Fleetwood Town.

 
 

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira