Enski boltinn

Fór yfir það hvernig Mikel Arteta kom Man. United liðinu í mikil vandræði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mikel Arteta er farinn að útfæra leik Arsenal liðsins eftir sínu höfði.
Mikel Arteta er farinn að útfæra leik Arsenal liðsins eftir sínu höfði. EPA-EFE/GERRY PENNY

Arsenal liðið hefur verið í miklum basli síðustu misseri en stuðningsmenn liðsins fengu kannski smá sýn inn í bjartari framtíð í síðasta leik þegar liðið vann sannfærandi 2-0 sigur á fornum fjendum í Manchester United.

Árin í kringum endalok Arsene Wenger hafa verið Arsenal liðinu erfið en í þessum flotta sigri á Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum hans í Manchester United sýndu Arsenal menn að það er fullt af hæfileikaríkum mönnum í liðinu. Nýja knattspyrnustjóranum tókst líka að spyrja spurning sem norska stjóranum tókst ekki að svara.

Þetta var þriðji leikur Arsenal liðsins undir stjórn Mikel Arteta og að þessu sinni mátti sjá að hann er strax búinn að breyta miklu hjá þessu Arsenal liðið.

Ánægjuleg sjón var að sjá alla bestu leikmenn liðsins inn á vellinum og að vinna saman. Þannig byrjuðu þeir Pierre-Emerick Aubameyang, Mesut Özil, Alexandre Lacazette og Nicolas Pépé allir leikinn.



Vísbendingar um jákvæðar breytingar mátti sjá í leiknum á móti Chelsea þar sem liðið hélt ekki út og missti sigurinn frá sér en að þessu sinni hélt Arsenal liðið út allan leikinn.

Nouman er oft með athyglisverðar leikgreiningar á Youtube og hann tók fyrir þennan leik hjá Arsenal og Manchester United á Nýársdag. Þar fór hann yfir það Arteta kom Manchester United liðinu í vandræði í þessum leik.

Mikel Arteta hefur verið „í læri“ hjá Pep Guardiola síðustu ár sem aðstoðarmaður hans hjá Manchester City og útfærslan á leik Arsenal á móti Manchester United var líka undir sterkum áhrifum frá Guardiola eins og Nouman benti líka á.

Leikgreiningu Nouman má sjá hér fyrir neðan en þar er farið sérstaklega yfir það hvernig Arsenal tókst að tvöfalda á bakverði Manchester United liðsins í leiknum og leggja með því grunninn að mörgum hættulegum sóknum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×