Íslendingar tóku þátt í greftri lengstu og dýpstu bílaganga heims undir sjó Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2020 21:30 Göngin eru með tveir akreinar í hvora átt og með bláan gervihimin á löngum köflum. Mynd/Statens Vegvesen, Noregi. Norðmenn hafa tekið í notkun lengstu og dýpstu neðansjávarbílagöng heims. Tugir Íslendinga unnu að verkefninu á vegum ÍAV, en systurfélag þess var aðalverktaki. Fjallað var um göngin í fréttum Stöðvar 2. Göngin liggja undir Boknafjörð milli Stafangurs og Sólbakka í Ryfylki og voru opnuð fyrir umferð daginn fyrir gamlársdag, þann 30. desember. Gervihiminn er hafður í loftinu en göngin eru 14,4 kílómetrar á lengd og ná 292 metra undir yfirborð sjávar, sem gerir þau að lengstu og dýpstu bílagöngum heims undir sjó. Til samanburðar ná Hvalfjarðargöng 165 metra undir yfirborð og eru 5,7 kílómetra löng. Við gangamunna Sólbakkamegin. Þetta eru í raun tvenn samliggjandi göng.Mynd/Statens Vegvesen. Ryfylkisgöngin eru fjögurra akreina, með tvær akreinar í hvora átt, og kostuðu 8,1 milljarð norskra króna, andvirði 112 milljarða íslenskra króna. Vegtollum er ætlað að greiða þrjá fjórðu hluta kostnaðar en veggjald fyrir staka ferð fólksbíls er um 1.600 krónur íslenskar. Íslendingar áttu stóran þátt í gerð ganganna undir stjórn Gísla Þórs Guðjónssonar, þáverandi staðarstjóra ÍAV, en systurfélag Íslenskra aðalverktaka í Noregi, Marti IAV, var aðalverktaki. Framkvæmdir hófust árið 2012 og unnu tugir Íslendinga að gangagerðinni framan af en þeim fækkaði eftir að íslenski markaðurinn fór að rétta úr kútnum, að sögn Sigurðar Ragnarssonar, forstjóra ÍAV. Nokkrir Íslendingar unnu þó að verkinu allt til loka. Því var fagnað í desember 2015 þegar göngin náðu þeim áfanga að verða dýpstu neðansjávargöng heims, 292 metrar undir sjávarmáli. Þessi mynd var þá tekin þegar Gísli Þór Guðjónsson, staðarstjóri ÍAV, og Gunnar Eiterjord frá norsku Vegagerðinni, Statens Vegvesen, skáluðu í óáfengu kampavíni fyrir tímamótunum.Mynd/Statens Vegvesen. Norðmenn eru raunar að grafa önnur og ennþá lengri og dýpri neðansjávargöng, Rogfastgöngin, sem verða 27 kílómetra löng og 392 metra djúp. Þau verða undir Boknafjörð utanverðan og tengja Stafangur við eyjarnar Kvitsey og Bokn. Þau eiga að verða tilbúin árið 2026.Sjá hér nánar: Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð Með þeim verður komið á ferjulausri vegtengingu milli Stafangurs og Haugasunds, sem er liður í því verkefni stjórnvalda að gera þjóðveginn um vesturströnd Noregs, E-39, ferjulausan. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Íslendingar erlendis Noregur Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36 Skoða fljótandi rörgöng til að brúa Sognfjörðinn Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. 21. maí 2017 20:45 Gervihiminn í lengstu bílagöngum undir sjó Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð, samkvæmt fjárlagafrumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar. 10. október 2016 20:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Norðmenn hafa tekið í notkun lengstu og dýpstu neðansjávarbílagöng heims. Tugir Íslendinga unnu að verkefninu á vegum ÍAV, en systurfélag þess var aðalverktaki. Fjallað var um göngin í fréttum Stöðvar 2. Göngin liggja undir Boknafjörð milli Stafangurs og Sólbakka í Ryfylki og voru opnuð fyrir umferð daginn fyrir gamlársdag, þann 30. desember. Gervihiminn er hafður í loftinu en göngin eru 14,4 kílómetrar á lengd og ná 292 metra undir yfirborð sjávar, sem gerir þau að lengstu og dýpstu bílagöngum heims undir sjó. Til samanburðar ná Hvalfjarðargöng 165 metra undir yfirborð og eru 5,7 kílómetra löng. Við gangamunna Sólbakkamegin. Þetta eru í raun tvenn samliggjandi göng.Mynd/Statens Vegvesen. Ryfylkisgöngin eru fjögurra akreina, með tvær akreinar í hvora átt, og kostuðu 8,1 milljarð norskra króna, andvirði 112 milljarða íslenskra króna. Vegtollum er ætlað að greiða þrjá fjórðu hluta kostnaðar en veggjald fyrir staka ferð fólksbíls er um 1.600 krónur íslenskar. Íslendingar áttu stóran þátt í gerð ganganna undir stjórn Gísla Þórs Guðjónssonar, þáverandi staðarstjóra ÍAV, en systurfélag Íslenskra aðalverktaka í Noregi, Marti IAV, var aðalverktaki. Framkvæmdir hófust árið 2012 og unnu tugir Íslendinga að gangagerðinni framan af en þeim fækkaði eftir að íslenski markaðurinn fór að rétta úr kútnum, að sögn Sigurðar Ragnarssonar, forstjóra ÍAV. Nokkrir Íslendingar unnu þó að verkinu allt til loka. Því var fagnað í desember 2015 þegar göngin náðu þeim áfanga að verða dýpstu neðansjávargöng heims, 292 metrar undir sjávarmáli. Þessi mynd var þá tekin þegar Gísli Þór Guðjónsson, staðarstjóri ÍAV, og Gunnar Eiterjord frá norsku Vegagerðinni, Statens Vegvesen, skáluðu í óáfengu kampavíni fyrir tímamótunum.Mynd/Statens Vegvesen. Norðmenn eru raunar að grafa önnur og ennþá lengri og dýpri neðansjávargöng, Rogfastgöngin, sem verða 27 kílómetra löng og 392 metra djúp. Þau verða undir Boknafjörð utanverðan og tengja Stafangur við eyjarnar Kvitsey og Bokn. Þau eiga að verða tilbúin árið 2026.Sjá hér nánar: Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð Með þeim verður komið á ferjulausri vegtengingu milli Stafangurs og Haugasunds, sem er liður í því verkefni stjórnvalda að gera þjóðveginn um vesturströnd Noregs, E-39, ferjulausan. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Íslendingar erlendis Noregur Samgöngur Tengdar fréttir Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36 Skoða fljótandi rörgöng til að brúa Sognfjörðinn Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. 21. maí 2017 20:45 Gervihiminn í lengstu bílagöngum undir sjó Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð, samkvæmt fjárlagafrumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar. 10. október 2016 20:00 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Norðmenn halda áfram að undirbúa skipagöng Ríkisstjórnarflokkarnir í Noregi hafa sæst á að bæta andvirði tæplega sjötíu milljónir íslenskra króna inn í fjárlagafrumvarp næsta árs til að halda áfram undirbúningi skipaganga við Stað. 22. nóvember 2019 10:36
Skoða fljótandi rörgöng til að brúa Sognfjörðinn Norska Vegagerðin skoðar nú þann valkost að leggja fljótandi rörgöng yfir Sognfjörðinn fremur en að brúa hann með lengstu hengibrú heims. 21. maí 2017 20:45
Gervihiminn í lengstu bílagöngum undir sjó Norðmenn ætla að grafa lengstu og dýpstu neðansjávarjarðgöng heims fyrir bílaumferð, samkvæmt fjárlagafrumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar. 10. október 2016 20:00