Framboð Trump fjáðara en mótherjanna í upphafi kosningaárs Kjartan Kjartansson skrifar 2. janúar 2020 13:11 Trump forseti brosir út að eyrum í Mar-a-Lago-klúbbi hans á Flórída. Fjöldi fjáröflunarviðburða fyrir framboð hans og Repúblikanaflokkinn er haldinn á hótelum og öðrum fyrirtækum forsetans sem hagnast persónulega á sama tíma og hann safnar fé fyrir framboðið. AP/Andrew Harnik Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kosningaárið 2020 með fjárhirslur framboðs síns fullar. Framboðið safnaði 46 milljónum dollara, jafnvirði um 5,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs og hefur aldrei gert betur á einum ársfjórðungi. Það er umtalsvert hærri upphæð en mögulegir mótframbjóðendur hans úr röðum demókrata hafa safnað. Talsmaður framboðs Trump hélt því fram að fjáröflun forsetans hefði tekið kipp eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar fara með meirihluta, kærði hann fyrir embættisbrot í desember. Alls eigi framboðið nú 102,7 milljónir dollara, jafnvirði um 12,5 milljarða íslenskra króna. Milljónirnar 46 eru aðeins sú upphæð sem framboð Trump sjálfs safnaði á fjórða ársfjórðungi. Þá eru ótalin framlög í kosningasjóði landsnefndar Repúblikanaflokksins. Reuters-fréttastofan segir að þær tölur verði birtar á næstunni. Á þriðja ársfjórðungi söfnuðu framboðið og landsnefndin alls 125 milljónum dollara, jafnvirði um 15,3 milljarða króna. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont sem tekur þátt í forvali Demókrataflokksins, safnaði 34,5 milljónum dollara, jafnvirði um 4,2 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2019. Í heildina safnaði framboð hans 96 milljónum dollara í fyrra, að sögn Washington Post. Sanders, sem náði betri árangri í forvalinu árið 2016 en búist var við gegn Hillary Clinton, hefur reglulega mæst með næstmest fylgi frambjóðenda í forvalinu nú, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Forval Demókrataflokksins hefst eftir rúman mánuð þegar kjósendur í Iowa greiða atkvæði. Síðustu ríkin kjósa ekki fyrr en í byrjun júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana á nýársdag var Biden með naumt forskot á Pete Buttigieg, 19,6% gegn 19,3%. Á eftir þeim kom Sanders með 18,3%. Buttigieg tilkynnti á nýársdag að framboð hans hefði safnað 24,7 milljónum dollara á síðustu þremur mánuðum síðasta árs. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur kosningaárið 2020 með fjárhirslur framboðs síns fullar. Framboðið safnaði 46 milljónum dollara, jafnvirði um 5,6 milljörðum íslenskra króna, á síðasta fjórðungi nýliðins árs og hefur aldrei gert betur á einum ársfjórðungi. Það er umtalsvert hærri upphæð en mögulegir mótframbjóðendur hans úr röðum demókrata hafa safnað. Talsmaður framboðs Trump hélt því fram að fjáröflun forsetans hefði tekið kipp eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings, þar sem demókratar fara með meirihluta, kærði hann fyrir embættisbrot í desember. Alls eigi framboðið nú 102,7 milljónir dollara, jafnvirði um 12,5 milljarða íslenskra króna. Milljónirnar 46 eru aðeins sú upphæð sem framboð Trump sjálfs safnaði á fjórða ársfjórðungi. Þá eru ótalin framlög í kosningasjóði landsnefndar Repúblikanaflokksins. Reuters-fréttastofan segir að þær tölur verði birtar á næstunni. Á þriðja ársfjórðungi söfnuðu framboðið og landsnefndin alls 125 milljónum dollara, jafnvirði um 15,3 milljarða króna. Bernie Sanders, óháður öldungadeildarþingmaður frá Vermont sem tekur þátt í forvali Demókrataflokksins, safnaði 34,5 milljónum dollara, jafnvirði um 4,2 milljarða króna, á fjórða ársfjórðungi 2019. Í heildina safnaði framboð hans 96 milljónum dollara í fyrra, að sögn Washington Post. Sanders, sem náði betri árangri í forvalinu árið 2016 en búist var við gegn Hillary Clinton, hefur reglulega mæst með næstmest fylgi frambjóðenda í forvalinu nú, á eftir Joe Biden, fyrrverandi varaforseta. Forval Demókrataflokksins hefst eftir rúman mánuð þegar kjósendur í Iowa greiða atkvæði. Síðustu ríkin kjósa ekki fyrr en í byrjun júní. Samkvæmt meðaltali skoðanakannana á nýársdag var Biden með naumt forskot á Pete Buttigieg, 19,6% gegn 19,3%. Á eftir þeim kom Sanders með 18,3%. Buttigieg tilkynnti á nýársdag að framboð hans hefði safnað 24,7 milljónum dollara á síðustu þremur mánuðum síðasta árs.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira
Bandaríkin – Baráttan um Demókrataflokkinn Kosningabaráttan fyrir prófkjör Demókrata fyrir forsetakosningar næsta árs er í fullum gangi. Joe Biden, fyrrverandi varaforseti, er enn á toppnum en öldungadeildarþingmennirnir Bernie Sanders og Elizabeth Warren, og borgarstjórinn Pete Buttigieg, fylgja fast á hæla Bidens. 10. desember 2019 09:00