Gylfi fékk falleinkunn fyrir frammistöðuna í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 16:30 Gylfi Þór Sigurðsson var enn á ný tekinn fyrir hjá blaðamanni Liverpool Echo. Getty/ Chris Brunskill Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir spilamennsku sína í fyrstu tveimur leikjum Everton undir stjórn Carlo Ancelotti en blaðamaður staðarblaðsins í Liverpool tók hann fyrir eftir tapleikinn á móti Manchester City. Gylfi fékk aðeins fjóra í einkunn fyrir frammistöðu sína og var eini leikmaður liðsins sem fékk falleinkunn, það er einkunn undir fimm. Jordan Pickford, Yerry Mina, Lucas Digne, Djibril Sidibe, Fabian Delph, Tom Davies og Dominic Calvert-Lewin fengu allir fimm í einkunn en Seamus Coleman, Mason Holgate og Richarlison voru hæstir með sex. Everton player ratings vs Manchester City as Gylfi Sigurdsson struggles in defeat - https://t.co/0AM1kBhLk3#EvertonFC#EFCpic.twitter.com/M9NFgFwpMv— Toffee News (@TOFnews) January 1, 2020 Blaðaamaður Liverpool Echo rökstyður einkunn sína. „Fékk ekki nógu mikið boltann til að geta haft áhrif á leikinn. Var of oft út úr stöðu í seinni hálfleiknum og gaf um leið Manchester City tækifæri til að ráðast á Everton vörnina og komast í framhaldinu tveimur mörkum yfir. Var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik fyrir Theo Walcott,“ segir í frammistöðu mati Gylfa en Theo Walcott fékk síðan fimm í einkunn eða einum hærra en okkar maður. Gylfi átti að byrja á miðjunni eins og í sigurleikjunum á móti Burnley og Newcastle United en það breyttist þegar Brasilíumaðurinn Bernard meiddist í upphitun. Við það kallaði Ancelotti á Tom Davies en færði Gylfa þess í stað framar á völlinn og upp í holuna sem hefur jafnframt verið hans besta staða. Everton átti hins vegar ekki nógu mörg svör á móti Manchester City til að ná einhverjum tökum á miðjunni og fyrir vikið gekk Gylfa illa að komast inn í leikinn. Samkvæmt tölfræði Whoscored.com þá heppnuðust 20 af 22 sendingum Gylfa í leiknum (91%) en hann átti ekki eina sendingu sem skapaði færi fyrir liðsfélagana. Gylfi náði heldur ekki skoti í leiknum. Á þessu sést að Gylfa gekk mun betur inn á miðjunni heldur en framarlega á miðjunni. Það er spurning hvað Carlo Ancelotti gerir í framhaldinu. Everton verdict - Carlo Ancelotti reminded of need for midfield upgrade as Gylfi Sigurdsson decision nears | Liverpool Echo https://t.co/yRxpHIeFca— Toffees Addict (@ToffeesAddict) January 1, 2020 Enski boltinn Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Gylfi Þór Sigurðsson fékk góða dóma fyrir spilamennsku sína í fyrstu tveimur leikjum Everton undir stjórn Carlo Ancelotti en blaðamaður staðarblaðsins í Liverpool tók hann fyrir eftir tapleikinn á móti Manchester City. Gylfi fékk aðeins fjóra í einkunn fyrir frammistöðu sína og var eini leikmaður liðsins sem fékk falleinkunn, það er einkunn undir fimm. Jordan Pickford, Yerry Mina, Lucas Digne, Djibril Sidibe, Fabian Delph, Tom Davies og Dominic Calvert-Lewin fengu allir fimm í einkunn en Seamus Coleman, Mason Holgate og Richarlison voru hæstir með sex. Everton player ratings vs Manchester City as Gylfi Sigurdsson struggles in defeat - https://t.co/0AM1kBhLk3#EvertonFC#EFCpic.twitter.com/M9NFgFwpMv— Toffee News (@TOFnews) January 1, 2020 Blaðaamaður Liverpool Echo rökstyður einkunn sína. „Fékk ekki nógu mikið boltann til að geta haft áhrif á leikinn. Var of oft út úr stöðu í seinni hálfleiknum og gaf um leið Manchester City tækifæri til að ráðast á Everton vörnina og komast í framhaldinu tveimur mörkum yfir. Var tekinn af velli snemma í seinni hálfleik fyrir Theo Walcott,“ segir í frammistöðu mati Gylfa en Theo Walcott fékk síðan fimm í einkunn eða einum hærra en okkar maður. Gylfi átti að byrja á miðjunni eins og í sigurleikjunum á móti Burnley og Newcastle United en það breyttist þegar Brasilíumaðurinn Bernard meiddist í upphitun. Við það kallaði Ancelotti á Tom Davies en færði Gylfa þess í stað framar á völlinn og upp í holuna sem hefur jafnframt verið hans besta staða. Everton átti hins vegar ekki nógu mörg svör á móti Manchester City til að ná einhverjum tökum á miðjunni og fyrir vikið gekk Gylfa illa að komast inn í leikinn. Samkvæmt tölfræði Whoscored.com þá heppnuðust 20 af 22 sendingum Gylfa í leiknum (91%) en hann átti ekki eina sendingu sem skapaði færi fyrir liðsfélagana. Gylfi náði heldur ekki skoti í leiknum. Á þessu sést að Gylfa gekk mun betur inn á miðjunni heldur en framarlega á miðjunni. Það er spurning hvað Carlo Ancelotti gerir í framhaldinu. Everton verdict - Carlo Ancelotti reminded of need for midfield upgrade as Gylfi Sigurdsson decision nears | Liverpool Echo https://t.co/yRxpHIeFca— Toffees Addict (@ToffeesAddict) January 1, 2020
Enski boltinn Mest lesið Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti Dagskráin: Mini Doc stýrir Doczone, Lokasóknin og HM í pílu Sport „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira