Hvítabjörninn aflífaður utan við Longyearbyen Kristján Már Unnarsson skrifar 2. janúar 2020 10:35 Hvítabjörninn á rölti um Longyearbyen. Mynd/Sýslumaðurinn, Svalbarða. Hvítabjörninn, sem heimsótt hafði aðalbæ Svalbarða, Longyearbyen, nokkrum sinnum yfir jól og áramót, var aflífaður í gær, nýársdag, samkvæmt ákvörðun sýslumannsins á Svalbarða. Björninn var þá staddur í Hanaskogdalen um sjö kílómetra norðan við bæinn, handan Aðventufjarðar. „Ísbjörninn var ekki aflífaður vegna neyðarástands heldur vegna þess að hann hefur síðustu daga sýnt af sér óvenjulega hegðun með því að sækja í byggðina í Longyearbyen og skapa þannig hættu fyrir fólk í bænum,“ segir sýslumaðurinn Kjerstin Askholt í fréttatilkynningu á heimasíðu embættisins, sem staðarblaðið Svalbardposten greinir frá. Það var á annan dag jóla, 26. desember, sem hvítabjörninn sást fyrst á rölti um aðalgötuna í Longyearbyen. Hann var þá hrakinn úr bænum og út í óbyggðir, meðal annars með þyrlu. Björninn mætti hins vegar aftur í bæinn tveimur dögum síðar, þann 28. desember, og sást þá snuðra í kringum veitingahús. Enn var hann flæmdur burt, með bílum og þyrlu. Hann birtist svo í þriðja sinn í bænum upp úr miðnætti á nýársnótt. Hvítabjörninn reyndist vera sjö ára karldýr, sem einnig hafði heimsótt Longyearbyen árið 2016.Mynd/Sýslumaðurinn, Svalbarða. „Við höfum gert margar tilraunir til að leysa ástandið á annan hátt en að drepa björninn, en án árangurs og án þess að björninn hafi brugðist við eins og við vildum. Á þeim tíma ársins þegar það er dimmt allan sólarhringinn höfum við mjög lélega yfirsýn. Við höfum ekki mannafla til tryggja öryggi íbúanna allan sólarhringinn,“ segir sýslumaður. „Vegna þess að það hefur ekki tekist að flæma hann burt þorðum við ekki lengur að taka áhættuna á ástandi sem við höfðum ekki lengur fulla stjórn á. Svo að við ákváðum að ekki væri um annað að ræða en að aflífa björninn,“ segir ennfremur í tilkynningu sýslumanns. Sá möguleiki hafði einnig komið til tals að svæfa björninn og flytja hann enn lengra brott með þyrlu. Það reyndist ekki gerlegt vegna þess að ekki var næg sérþekking á hvítabjörnum til taks í Longyearbyen um þessi jól. Björninn reyndist vera sjö ára karldýr. Eftir að hann var felldur kom í ljós að sami björn hafði einnig heimsótt Longyearbyen árið 2016 en þá verið svæfður og fluttur burt með þyrlu. Fréttastofa Stöðvar 2 fór um slóðir hvítabjarna á Svalbarða árið 2011 og sýndi þá þessa frétt: Dýr Norðurslóðir Noregur Ísbirnir Tengdar fréttir Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. 19. mars 2015 14:07 Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Ísbjörninn kominn aftur til Longyearbyen Ísbjörn sem hefur að undanförnu gert sig heimakæran í Longyearbyen á Svalbarða, íbúum til nokkurs ama, sneri aftur til bæjarins í nótt. 28. desember 2019 08:31 Ísbjörn braust inn á hótel á Svalbarða Viðbragðsaðilar mættu á staðinn á þyrlu. 3. júní 2018 09:07 Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. 26. mars 2013 00:01 Grænlensku veiðimennirnir lýsa átökunum við björninn Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. 22. september 2019 10:08 Deyfðu ísbjörn á Svalbarða og fluttu á brott í þyrlu 180 kílóa dýrið var flutt með þyrlu langt frá mannabyggð en ísbjörninn hefur sést í kringum Longyearbyen síðustu daga. 16. október 2014 15:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Hvítabjörninn, sem heimsótt hafði aðalbæ Svalbarða, Longyearbyen, nokkrum sinnum yfir jól og áramót, var aflífaður í gær, nýársdag, samkvæmt ákvörðun sýslumannsins á Svalbarða. Björninn var þá staddur í Hanaskogdalen um sjö kílómetra norðan við bæinn, handan Aðventufjarðar. „Ísbjörninn var ekki aflífaður vegna neyðarástands heldur vegna þess að hann hefur síðustu daga sýnt af sér óvenjulega hegðun með því að sækja í byggðina í Longyearbyen og skapa þannig hættu fyrir fólk í bænum,“ segir sýslumaðurinn Kjerstin Askholt í fréttatilkynningu á heimasíðu embættisins, sem staðarblaðið Svalbardposten greinir frá. Það var á annan dag jóla, 26. desember, sem hvítabjörninn sást fyrst á rölti um aðalgötuna í Longyearbyen. Hann var þá hrakinn úr bænum og út í óbyggðir, meðal annars með þyrlu. Björninn mætti hins vegar aftur í bæinn tveimur dögum síðar, þann 28. desember, og sást þá snuðra í kringum veitingahús. Enn var hann flæmdur burt, með bílum og þyrlu. Hann birtist svo í þriðja sinn í bænum upp úr miðnætti á nýársnótt. Hvítabjörninn reyndist vera sjö ára karldýr, sem einnig hafði heimsótt Longyearbyen árið 2016.Mynd/Sýslumaðurinn, Svalbarða. „Við höfum gert margar tilraunir til að leysa ástandið á annan hátt en að drepa björninn, en án árangurs og án þess að björninn hafi brugðist við eins og við vildum. Á þeim tíma ársins þegar það er dimmt allan sólarhringinn höfum við mjög lélega yfirsýn. Við höfum ekki mannafla til tryggja öryggi íbúanna allan sólarhringinn,“ segir sýslumaður. „Vegna þess að það hefur ekki tekist að flæma hann burt þorðum við ekki lengur að taka áhættuna á ástandi sem við höfðum ekki lengur fulla stjórn á. Svo að við ákváðum að ekki væri um annað að ræða en að aflífa björninn,“ segir ennfremur í tilkynningu sýslumanns. Sá möguleiki hafði einnig komið til tals að svæfa björninn og flytja hann enn lengra brott með þyrlu. Það reyndist ekki gerlegt vegna þess að ekki var næg sérþekking á hvítabjörnum til taks í Longyearbyen um þessi jól. Björninn reyndist vera sjö ára karldýr. Eftir að hann var felldur kom í ljós að sami björn hafði einnig heimsótt Longyearbyen árið 2016 en þá verið svæfður og fluttur burt með þyrlu. Fréttastofa Stöðvar 2 fór um slóðir hvítabjarna á Svalbarða árið 2011 og sýndi þá þessa frétt:
Dýr Norðurslóðir Noregur Ísbirnir Tengdar fréttir Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. 19. mars 2015 14:07 Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50 Ísbjörninn kominn aftur til Longyearbyen Ísbjörn sem hefur að undanförnu gert sig heimakæran í Longyearbyen á Svalbarða, íbúum til nokkurs ama, sneri aftur til bæjarins í nótt. 28. desember 2019 08:31 Ísbjörn braust inn á hótel á Svalbarða Viðbragðsaðilar mættu á staðinn á þyrlu. 3. júní 2018 09:07 Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. 26. mars 2013 00:01 Grænlensku veiðimennirnir lýsa átökunum við björninn Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. 22. september 2019 10:08 Deyfðu ísbjörn á Svalbarða og fluttu á brott í þyrlu 180 kílóa dýrið var flutt með þyrlu langt frá mannabyggð en ísbjörninn hefur sést í kringum Longyearbyen síðustu daga. 16. október 2014 15:16 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Vaknaði við það að ísbjörn stóð ofan á honum Jakúb Moravec varð fyrir þeirri skelfilegu lífsreynslu í morgun að ísbjörn réðst á hann og félaga hans þar sem þeir voru á ferðalagi á Svalbarða. 19. mars 2015 14:07
Forðast að skjóta hvítabirnina á Svalbarða Á Svalbarða forðast menn í lengstu lög að skjóta hvítabirni, enda alfriðaðir, og ef slíkt gerist kallar það undantekningalaust á lögreglurannsókn. Kristján Már Unnarsson var á ísbjarnarslóðum á Svalbarða. 23. apríl 2011 18:50
Ísbjörninn kominn aftur til Longyearbyen Ísbjörn sem hefur að undanförnu gert sig heimakæran í Longyearbyen á Svalbarða, íbúum til nokkurs ama, sneri aftur til bæjarins í nótt. 28. desember 2019 08:31
Skutu hvítabjörn til bana í nauðvörn Litlu mátti muna að illa færi fyrir manni og konu þegar trylltur hvítabjörn reyndi að brjótast til inngöngu í kofa þar sem þau voru stödd við Hornsund á Svalbarða á sunnudag. Maðurinn skaut björninn og drap hann með skammbyssu. 26. mars 2013 00:01
Grænlensku veiðimennirnir lýsa átökunum við björninn Grænlensku veiðimennirnir, sem Vísir sagði frá í vikunni, og lentu í átökum við hvítabjörn á svæðinu norðan Diskó-flóa, hafa nú lýst atburðinum nánar. 22. september 2019 10:08
Deyfðu ísbjörn á Svalbarða og fluttu á brott í þyrlu 180 kílóa dýrið var flutt með þyrlu langt frá mannabyggð en ísbjörninn hefur sést í kringum Longyearbyen síðustu daga. 16. október 2014 15:16