Thelma farin að raða niður þristum eins og mamma sín: Fær mikið hrós Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 15:30 Thelma Dís Ágústsdóttir. Skjámynd/Youtube/Ball State All-Access Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína með Ball State í bandaríska háskólakörfuboltanum. Thelma Dís er á sínu öðru ári með Ball State háskólaliðinu og hefur tekið mikið stökk á þessu ári samkvæmt þjálfara sínum. Thelma Dís var með 21 stig á 28 mínútum í lokaleik ársins þar sem Ball State vann 84-49 sigur á Urbana háskólanum. Thelma Dís setti niður fimm þrista í leiknum en móðir hennar, stórskyttan Björg Hafsteinsdóttir, er ein mesta þriggja stiga skyttan í sögu íslenska körfuboltans. The Cardinals close out non-conference action with a victory!!#ChirpChirp | #WeFlypic.twitter.com/0cJuPSlwHE— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 Thelma Dís hitti úr 8 af 13 skotum sínum og var einnig með 4 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum. Thelma Dís er með 10,5 stig, 4,3 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum tímabilsins en í fyrravetur var hún með 9,6 stig, 4,1 frákast og 2,0 stoðsendingar að meðaltali. Leikurinn á móti Urbana er kallaður svokallaður „breakout“ leikur Thelmu á Youtube síðu Ball State og þar er bæði viðtal við þjálfara hennar og hana sjálfa eins og sjá má hér fyrir neðan. Thelma Agustsdottir opens the second quarter with a 3-pointer. pic.twitter.com/tue6aFHP4L— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Ég er farin að setja þá pressu á mig sjálfa að gera meira inn á vellinum og vera ákveðnari,“ segir Thelma Dís Ágústsdóttir í viðtalinu á Youtube síðu skólans, Ball State All-Access. „Hún veit hvað hún á að gera, hún veit vel að hún getur þetta og hún veit að liðið þarf á því að halda að hún taki af skarið,“ sagði þjálfari hennar Brady Sallee. „Ég veit að ég þarf að taka fleiri skot og sjá til þess að andstæðingarnir þurfi að passa mig betur en á síðasta tímabili,“ segir Thelma Dís. Thelma is on pic.twitter.com/II7vCxYtIB— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Á síðasta tímabili var hún meira í fyrirgefðu hugsunarhættinum en núna er hún kominn með meira “swag“ því hún veit að hún er góð. Hún veit að hún er ein af okkar aðalskorurum og við þurfum á hennar stigum að halda,“ sagði Brady Sallee. Þjálfarinn hrósar Thelmu líka fyrir að vera dugleg í lyftingarsalnum en þær æfingar séu að skila sér inn á vellinum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það má sjá umfjöllunina um Thelmu Dís hér fyrir neðan. Körfubolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira
Keflvíkingurinn Thelma Dís Ágústsdóttir fær mikið hrós fyrir frammistöðu sína með Ball State í bandaríska háskólakörfuboltanum. Thelma Dís er á sínu öðru ári með Ball State háskólaliðinu og hefur tekið mikið stökk á þessu ári samkvæmt þjálfara sínum. Thelma Dís var með 21 stig á 28 mínútum í lokaleik ársins þar sem Ball State vann 84-49 sigur á Urbana háskólanum. Thelma Dís setti niður fimm þrista í leiknum en móðir hennar, stórskyttan Björg Hafsteinsdóttir, er ein mesta þriggja stiga skyttan í sögu íslenska körfuboltans. The Cardinals close out non-conference action with a victory!!#ChirpChirp | #WeFlypic.twitter.com/0cJuPSlwHE— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 Thelma Dís hitti úr 8 af 13 skotum sínum og var einnig með 4 fráköst og 3 stoðsendingar í leiknum. Thelma Dís er með 10,5 stig, 4,3 fráköst og 1,9 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu tólf leikjum tímabilsins en í fyrravetur var hún með 9,6 stig, 4,1 frákast og 2,0 stoðsendingar að meðaltali. Leikurinn á móti Urbana er kallaður svokallaður „breakout“ leikur Thelmu á Youtube síðu Ball State og þar er bæði viðtal við þjálfara hennar og hana sjálfa eins og sjá má hér fyrir neðan. Thelma Agustsdottir opens the second quarter with a 3-pointer. pic.twitter.com/tue6aFHP4L— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Ég er farin að setja þá pressu á mig sjálfa að gera meira inn á vellinum og vera ákveðnari,“ segir Thelma Dís Ágústsdóttir í viðtalinu á Youtube síðu skólans, Ball State All-Access. „Hún veit hvað hún á að gera, hún veit vel að hún getur þetta og hún veit að liðið þarf á því að halda að hún taki af skarið,“ sagði þjálfari hennar Brady Sallee. „Ég veit að ég þarf að taka fleiri skot og sjá til þess að andstæðingarnir þurfi að passa mig betur en á síðasta tímabili,“ segir Thelma Dís. Thelma is on pic.twitter.com/II7vCxYtIB— Ball State WBB (@BallStateWBB) December 31, 2019 „Á síðasta tímabili var hún meira í fyrirgefðu hugsunarhættinum en núna er hún kominn með meira “swag“ því hún veit að hún er góð. Hún veit að hún er ein af okkar aðalskorurum og við þurfum á hennar stigum að halda,“ sagði Brady Sallee. Þjálfarinn hrósar Thelmu líka fyrir að vera dugleg í lyftingarsalnum en þær æfingar séu að skila sér inn á vellinum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það má sjá umfjöllunina um Thelmu Dís hér fyrir neðan.
Körfubolti Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Fleiri fréttir Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Sjá meira