Martraðamánuðir Jürgen Klopp eru framundan Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 11:30 Jürgen Klopp hefur aðeins stýrt Liverpool til sigurs í 12 af 29 deildarleikjum í janúar og febrúar. Getty/John Powell Það er óhætt að segja að janúar og febrúar séu þeir tveir mánuðir þar sem Liverpool hefur verið í mestum vandræðum í stjóratíð. Það er því þar sem vonir Leicester City og Manchester City liggja ætli þau að vinna upp gott forskot Liverpool liðsins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta verkefni Liverpool á nýju ári er í kvöld þegar liðið fær nýliða Sheffield United í heimsókn á Anfield. Með sigri nær Liverpool aftur þrettán stiga forystu á toppnum. Það var vissulega nóg að gera hjá Liverpool liðinu í desember en liðið stóðst álagið fullkomlega, tryggði sér sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að missa úr einn leik sem liðið án nú inni á næstu lið. Jólin og áramótin eru hins vegar að baki og fyrstu mánuðir ársins hafa verið hálfgerðir matraðarmánuðir hjá Liverpool síðan að Jürgen Klopp settist í stjórastól félagsins. Liverpool have won only 12 out of 29 league games in January & February under Jürgen Klopp. Now it's time to put this historical trend to bed in 2020. https://t.co/0ovX837aoa— Liverpool.com (@Liverpoolcom_) January 1, 2020 Liverpool tapaði níu stigum á þessum tveimur mánuðum á tímabilinu í fyrra en 52,9 prósent stiganna sem liðið missti af á allri leiktíðinni. Eina deildartap liðsins á tímabilinu kom líka í fyrsta leik ársins sem var á móti Manchester City. Að auki gerði Liverpool liðið jafntefli á móti Leicester City, West Ham United og Manchester United. Þegar upp var staðið var Liverpool aðeins einu stigi frá Englandsmeistaratitlinum og þá er auðvelt að horfa til baka og á vandræði liðsins í fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það gekk betur í janúar og febrúar 2018 en árið þar á undan vann Liverpool aðeins einn af sjö deildarleikjum sínum í fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017. Liðið tapaði þá fyrir West Ham, Manchester United og Leicester. Samanlagt þá hefur Liverpool aðeins unnið 41,4 prósent deildarleikja sinna í janúar og febrúar síðan að Jürgen Klopp tók við. Liverpool hefur alls unnið 68,3 prósent leikja sinna undir stjórn Klopp þannig að þarna er mikill munur á. Síðan að febrúar lauk í fyrra hefur Liverpool nánast unnið alla leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur spilað 36 deildarleiki í röð án taps og alls náð í 82 stig af 84 mögulegum í síðustu 28 deildarleikjum sínum. Liðið ætti líka að endurheimta menn eins Fabinho, Joel Matip og Dejan Lovren á næstu vikum en þeir misstu allir mikið úr í lok ársins. Þá hefur Liverpool einnig bætt Japananum Takumi Minamino við leikmannahóp sinn. Nú er það spurning hvort martraðarmánuðir Jürgen Klopp haldi áfram og hvort að liðið komi með smá spennu aftur í titilbaráttunni með því að misstíga sig enn á ný á þessum tíma ársins. Það gæti gefið góð fyrirheit að sjá hvernig gengur á móti skeinuhættum nýliðum í kvöld. Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira
Það er óhætt að segja að janúar og febrúar séu þeir tveir mánuðir þar sem Liverpool hefur verið í mestum vandræðum í stjóratíð. Það er því þar sem vonir Leicester City og Manchester City liggja ætli þau að vinna upp gott forskot Liverpool liðsins á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Fyrsta verkefni Liverpool á nýju ári er í kvöld þegar liðið fær nýliða Sheffield United í heimsókn á Anfield. Með sigri nær Liverpool aftur þrettán stiga forystu á toppnum. Það var vissulega nóg að gera hjá Liverpool liðinu í desember en liðið stóðst álagið fullkomlega, tryggði sér sigur í heimsmeistarakeppni félagsliða og jók forskot sitt á toppi ensku úrvalsdeildarinnar þrátt fyrir að missa úr einn leik sem liðið án nú inni á næstu lið. Jólin og áramótin eru hins vegar að baki og fyrstu mánuðir ársins hafa verið hálfgerðir matraðarmánuðir hjá Liverpool síðan að Jürgen Klopp settist í stjórastól félagsins. Liverpool have won only 12 out of 29 league games in January & February under Jürgen Klopp. Now it's time to put this historical trend to bed in 2020. https://t.co/0ovX837aoa— Liverpool.com (@Liverpoolcom_) January 1, 2020 Liverpool tapaði níu stigum á þessum tveimur mánuðum á tímabilinu í fyrra en 52,9 prósent stiganna sem liðið missti af á allri leiktíðinni. Eina deildartap liðsins á tímabilinu kom líka í fyrsta leik ársins sem var á móti Manchester City. Að auki gerði Liverpool liðið jafntefli á móti Leicester City, West Ham United og Manchester United. Þegar upp var staðið var Liverpool aðeins einu stigi frá Englandsmeistaratitlinum og þá er auðvelt að horfa til baka og á vandræði liðsins í fyrstu tveimur mánuðum ársins. Það gekk betur í janúar og febrúar 2018 en árið þar á undan vann Liverpool aðeins einn af sjö deildarleikjum sínum í fyrstu tveimur mánuðum ársins 2017. Liðið tapaði þá fyrir West Ham, Manchester United og Leicester. Samanlagt þá hefur Liverpool aðeins unnið 41,4 prósent deildarleikja sinna í janúar og febrúar síðan að Jürgen Klopp tók við. Liverpool hefur alls unnið 68,3 prósent leikja sinna undir stjórn Klopp þannig að þarna er mikill munur á. Síðan að febrúar lauk í fyrra hefur Liverpool nánast unnið alla leiki sína í ensku úrvalsdeildinni. Liðið hefur spilað 36 deildarleiki í röð án taps og alls náð í 82 stig af 84 mögulegum í síðustu 28 deildarleikjum sínum. Liðið ætti líka að endurheimta menn eins Fabinho, Joel Matip og Dejan Lovren á næstu vikum en þeir misstu allir mikið úr í lok ársins. Þá hefur Liverpool einnig bætt Japananum Takumi Minamino við leikmannahóp sinn. Nú er það spurning hvort martraðarmánuðir Jürgen Klopp haldi áfram og hvort að liðið komi með smá spennu aftur í titilbaráttunni með því að misstíga sig enn á ný á þessum tíma ársins. Það gæti gefið góð fyrirheit að sjá hvernig gengur á móti skeinuhættum nýliðum í kvöld.
Enski boltinn Mest lesið McGregor sakaður um nauðgun Sport Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Enski boltinn „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Íslenski boltinn „Ung ég hefði verið í andlegu áfalli“ Sport Aron Einar valinn en enginn Gylfi í hópnum Fótbolti FIFA hótar félögunum stórum sektum Fótbolti Segir æðislegt að fá Aron til sín Handbolti Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Enski boltinn Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Golf Fleiri fréttir Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Sjá meira