Segir söluna á Coutinho vera aðalástæðuna fyrir mikilli velgengi Liverpool í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. janúar 2020 09:30 Philippe Coutinho fagnar einu af mörkum sínum fyrir Liverpool. Hann var almennt talinn vera besti leikmaður liðsins þegar hann var seldur. Getty/Jan Kruger Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool, telur að Liverpool hafi lagt grunninn að velgengni sinni síðustu mánuði með því að selja Philippe Coutinho fyrir 142 milljónir punda í janúar fyrir tveimur árum síðan. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona fyrir 24 mánuðum síðan en nokkrum árum fyrr hafði félagið einnig selt stórstjörnuna sína til Barcelona þegar Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez fór sömu leið. Á þessum tíma var Liverpool vissulega með gott lið en hafði ekki tekist að komast á toppinn. Liðið rétt missti reyndar af Englandsmeistaratitlinum með Luis Suárez en tókst ekki að fylgja því tímabili eftir. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, hefur hins vegar tekist að koma Liverpool á toppinn á síðustu mánuðum þrátt fyrir að hafa misst sinn besta leikmann í janúar 2018. Peningarnir sem Liverpool fékk fyrir Brasilíumanninn hafa hjálpað þar til og Graeme Souness er á því að þeir séu aðalástæðan fyrir velgengi Liverpool í dag. "That’s when they made that jump."https://t.co/o9PrLc5MHb— Mirror Football (@MirrorFootball) December 30, 2019 „Kannski finnst þeim hlutlausu að það hafi verið skemmtilegra að horfa á þá fyrir nokkrum árum en þeir tóku ekki alvöru stökkið sitt fyrr en þeir náðu í Van Dijk og Alisson,“ sagði Graeme Souness. Varnarleikur Liverpool var mikið vandamál fyrir kaupin á þessum tveimur köppum. Liðið skoraði nóg af mörkum til að vinna titla en þurfti oft þrjá eða fjögur mörk til að vinna sína leiki. Liverpool keypti Virgil van Dijk frá Southampton fyrir 70 milljónir punda í janúar 2018 og Alisson frá Roma fyrir 55,5 milljónir punda í júlí 2018. Samtals kostuðu þessir tveir því 125,5 milljónir punda. Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mané sáu síðan til þess í sameiningu að enginn saknað markanna hans Philippe Coutinho. Varnarleikurinn hefur verið miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson og nú sér Liverpool langþráðan Englandsmeistaratitil í hyllingum. Liðið er með tíu stiga forystu á Leicester City og ellefu stiga forystu á Manchester City en á líka tvo leiki inni á bæði þessi lið. Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira
Graeme Souness, fyrrum fyrirliði og knattspyrnustjóri Liverpool, telur að Liverpool hafi lagt grunninn að velgengni sinni síðustu mánuði með því að selja Philippe Coutinho fyrir 142 milljónir punda í janúar fyrir tveimur árum síðan. Liverpool seldi Philippe Coutinho til Barcelona fyrir 24 mánuðum síðan en nokkrum árum fyrr hafði félagið einnig selt stórstjörnuna sína til Barcelona þegar Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez fór sömu leið. Á þessum tíma var Liverpool vissulega með gott lið en hafði ekki tekist að komast á toppinn. Liðið rétt missti reyndar af Englandsmeistaratitlinum með Luis Suárez en tókst ekki að fylgja því tímabili eftir. Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, hefur hins vegar tekist að koma Liverpool á toppinn á síðustu mánuðum þrátt fyrir að hafa misst sinn besta leikmann í janúar 2018. Peningarnir sem Liverpool fékk fyrir Brasilíumanninn hafa hjálpað þar til og Graeme Souness er á því að þeir séu aðalástæðan fyrir velgengi Liverpool í dag. "That’s when they made that jump."https://t.co/o9PrLc5MHb— Mirror Football (@MirrorFootball) December 30, 2019 „Kannski finnst þeim hlutlausu að það hafi verið skemmtilegra að horfa á þá fyrir nokkrum árum en þeir tóku ekki alvöru stökkið sitt fyrr en þeir náðu í Van Dijk og Alisson,“ sagði Graeme Souness. Varnarleikur Liverpool var mikið vandamál fyrir kaupin á þessum tveimur köppum. Liðið skoraði nóg af mörkum til að vinna titla en þurfti oft þrjá eða fjögur mörk til að vinna sína leiki. Liverpool keypti Virgil van Dijk frá Southampton fyrir 70 milljónir punda í janúar 2018 og Alisson frá Roma fyrir 55,5 milljónir punda í júlí 2018. Samtals kostuðu þessir tveir því 125,5 milljónir punda. Roberto Firmino, Mohamed Salah og Sadio Mané sáu síðan til þess í sameiningu að enginn saknað markanna hans Philippe Coutinho. Varnarleikurinn hefur verið miklu betri með þá Virgil van Dijk og Alisson og nú sér Liverpool langþráðan Englandsmeistaratitil í hyllingum. Liðið er með tíu stiga forystu á Leicester City og ellefu stiga forystu á Manchester City en á líka tvo leiki inni á bæði þessi lið.
Enski boltinn Mest lesið Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport „Enginn vildi að ég myndi vinna“ Sport Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Körfubolti „Ég hélt ég myndi deyja“ Enski boltinn Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Enski boltinn „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ Enski boltinn Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Andri Lucas frá í mánuð Sjá meira