Átján látnir vegna gróðureldanna Sylvía Hall skrifar 1. janúar 2020 10:09 Neyðarviðvaranir eru í gildi víða um landið. Vísir/EPA Sjö hafa látist síðan á mánudag í Nýju Suður-Wales í Ástralíu og nokkurra er enn saknað vegna gróðureldanna miklu sem geisa á austurströnd landsins. Á meðal hinna látnu eru faðir og sonur sem urðu eftir á heimili sínu til þess að reyna að bjarga heimili sínu, tvennt sem fannst látið í bílum á miðvikudagsmorgun og slökkviliðsmaður sem lést eftir að vindhviða velti slökkviliðsbíl hans. Alls hafa því átján látist vegna gróðureldanna í landinu en óttast er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa og þurftu lögreglumenn meðal annars að koma vatnsbirgðum og sjúkravörum til íbúa Mallacoota í Viktoríuríki sjóleiðis á þriðjudag þar sem lokað var fyrir umferðargötur til og frá bænum. Þó ástandið sé enn alvarlegt voru aðstæður ögn betri í dag og var hægt að opna fyrir umferð um veg í Viktoríuríki í tvær klukkustundir svo fólk gæti yfirgefið svæðið. Þá voru íbúar í bænum Sunbury hvattir til þess að yfirgefa svæðið þar sem neyðarviðvörun vegna gróðureldanna væri í gildi. Búist er við því að hitastig hækki aftur á laugardag en undanfarna daga hefur hiti farið yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum landsins. Margir vegir eru lokaðir og ekki hefur verið hægt að komast að sumum svæðum með flugi vegna eldanna. Í Sydney höfðu 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Flugeldasýningar fóru þó fram um áramótin og sagði Clover Moore, borgarstjóri Sydney, að sýningin gæfi fólki von. Fjölmörgum flugeldasýningum um landið var þó aflýst vegna eldanna. Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Sjötíu nýir gróðureldar í Ástralíu Hiti fór yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Verst er ástandið í Viktoríu-ríki þar sem sjötíu nýir gróðureldar hafa kviknað. 30. desember 2019 18:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Sjö hafa látist síðan á mánudag í Nýju Suður-Wales í Ástralíu og nokkurra er enn saknað vegna gróðureldanna miklu sem geisa á austurströnd landsins. Á meðal hinna látnu eru faðir og sonur sem urðu eftir á heimili sínu til þess að reyna að bjarga heimili sínu, tvennt sem fannst látið í bílum á miðvikudagsmorgun og slökkviliðsmaður sem lést eftir að vindhviða velti slökkviliðsbíl hans. Alls hafa því átján látist vegna gróðureldanna í landinu en óttast er að sú tala fari hækkandi. Viðbragðsaðilar hafa ekki getað komist að sumum svæðum þar sem gróðureldarnir geisa og þurftu lögreglumenn meðal annars að koma vatnsbirgðum og sjúkravörum til íbúa Mallacoota í Viktoríuríki sjóleiðis á þriðjudag þar sem lokað var fyrir umferðargötur til og frá bænum. Þó ástandið sé enn alvarlegt voru aðstæður ögn betri í dag og var hægt að opna fyrir umferð um veg í Viktoríuríki í tvær klukkustundir svo fólk gæti yfirgefið svæðið. Þá voru íbúar í bænum Sunbury hvattir til þess að yfirgefa svæðið þar sem neyðarviðvörun vegna gróðureldanna væri í gildi. Búist er við því að hitastig hækki aftur á laugardag en undanfarna daga hefur hiti farið yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum landsins. Margir vegir eru lokaðir og ekki hefur verið hægt að komast að sumum svæðum með flugi vegna eldanna. Í Sydney höfðu 250.000 skrifað undir áskorun um að hætt verði við flugeldasýningar á gamlárskvöld og fjármunirnir verði frekar nýttir til að berjast við eldana. Flugeldasýningar fóru þó fram um áramótin og sagði Clover Moore, borgarstjóri Sydney, að sýningin gæfi fólki von. Fjölmörgum flugeldasýningum um landið var þó aflýst vegna eldanna.
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Tengdar fréttir Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44 Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46 Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36 Sjötíu nýir gróðureldar í Ástralíu Hiti fór yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Verst er ástandið í Viktoríu-ríki þar sem sjötíu nýir gróðureldar hafa kviknað. 30. desember 2019 18:30 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Innlent Fleiri fréttir Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Sjá meira
Slökkviliðsmaður lét lífið í versnandi gróðureldum í Ástralíu Hitinn hefur farið yfir 40°C í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Ástandið í Viktoríu er talið sérstaklega eldfimt en þar eru ellefu neyðarviðvarandi í gildi vegna kjarrelda. 30. desember 2019 09:44
Óttast að þriðjungur kóalabjarna hafi orðið gróðureldum að bráð Umhverfisráðherra Ástralíu, Sussan Ley, óttast að um þriðjungur allra kóalabjarna landsins hafi orðið eldi að bráð í gróðureldunum sem hafa brunnið í landinu undanfarna mánuði með skelfilegum afleiðingum fyrir flóru og fánu. 27. desember 2019 23:46
Áramótaflugeldar sprengdir í Sydney þrátt fyrir skógarelda Flugeldasýning mun fara fram í Sydney á áramótunum þrátt fyrir neyðarástand vegna skógarelda í landinu. Forsætisráðherrann, Scott Morrison, segir það sýni heiminum hve staðföst Ástralía sé en á sama tíma hófu yfirvöld undirbúning fyrir versnandi aðstæður vegna mikils hita. 29. desember 2019 10:36
Sjötíu nýir gróðureldar í Ástralíu Hiti fór yfir fjörutíu stig í öllum ríkjum Ástralíu í dag. Verst er ástandið í Viktoríu-ríki þar sem sjötíu nýir gróðureldar hafa kviknað. 30. desember 2019 18:30