Newcastle vann dramatískan sigur á Chelsea Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 18. janúar 2020 19:15 Hayden fagnar sigurmarki sínu. vísir/getty Isaac Hayden tryggði Newcastle United sigur á Chelsea með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-0, Newcastle í vil. YAAAAAAAAAAAAAASSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! pic.twitter.com/CsNu8ItdaW— Newcastle United FC (@NUFC) January 18, 2020 Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Hayden fyrirgjöf Allans Saint-Maximin í netið og tryggði heimamönnum stigin þrjú. Þetta var fyrsti sigur Newcastle í fimm leikjum. Liðið er í 12. sæti deildarinnar með 29 stig. Chelsea er í 4. sætinu með 39 stig. Þetta var áttunda tap liðsins í deildinni í vetur. Enski boltinn
Isaac Hayden tryggði Newcastle United sigur á Chelsea með marki á fjórðu mínútu í uppbótartíma í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-0, Newcastle í vil. YAAAAAAAAAAAAAASSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSSS!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!! pic.twitter.com/CsNu8ItdaW— Newcastle United FC (@NUFC) January 18, 2020 Allt stefndi í markalaust jafntefli en þegar fjórar mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skallaði Hayden fyrirgjöf Allans Saint-Maximin í netið og tryggði heimamönnum stigin þrjú. Þetta var fyrsti sigur Newcastle í fimm leikjum. Liðið er í 12. sæti deildarinnar með 29 stig. Chelsea er í 4. sætinu með 39 stig. Þetta var áttunda tap liðsins í deildinni í vetur.