Banna „heilaþvottastöð“ á Facebook og Instagram Samúel Karl Ólason skrifar 17. janúar 2020 12:15 Lögmenn Facebook hafa fengið lögbann á starfsemi ísraelsks fyrirtækis sem á að geta heilaþvegið fólk til að taka tilteknar ákvarðanir í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið, sem heitir The Spinner, rukkar fyrir að senda gífurlegan fjölda auglýsinga, sem dulbúnar eru sem fréttir, á samfélagsmiðla tiltekinna aðila til að fá þá til að breyta hegðun sinni. Meðal þeirra ákvarðana sem Spinner segist geta fengið fólk til að taka eru: Að fá einhvern til að hætta að reykja eða drekka, að fá einhvern til að hætta að borða kjöt, að fá fyrrverandi elskunaut til að taka aftur við þér, að fá maka til að stunda ástarmök oftar, að fá maka til að skilja ekki við þig, að fá einhvern til að samþykkja fjölkvæni og að fá einhvern til að fara í brjóstastækkun. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Facebook og hafa forsvarsmenn þess meinað Spinner að nota Facebook og Instagram að nokkru leyti, samkvæmt frétt BBC. Í bréfi frá lögmönnum Facebook til Spinner segir að fyrirtækið notist við tilbúna notendur og falskar síður á samfélagsmiðlum fyrirtækisins til að dæla hnitmiðuðum auglýsingum að notendum. „Þessi starfsemi brýtur í bága við reglur Facebook. Facebook krefst þess að þið hættið þessari starfsemi,“ segir í bréfinu. Þá hafa starfsmenn Facebook þegar fjarlægt falska notendur og síður sem Spinner notaðist við. Talsmaður Facebook sagði fyrirtækið ekki hafa þolinmæði fyrir aðilum sem reyndu að misnota samfélagsmiðla þess. Í samtali við blaðamann BBC segir Elliot Shefler, einn stofnanda og forstjóri Spinner, að fyrirtækið muni halda áfram starfsemi sinni og vildi hann ekki staðhæfa að fyrirtækið myndi ekki nota Facebook í framtíðinni. Hann sagði fyrirtækið hafa keypt auglýsingar hjá Facebook í rúmt ár, án þess að hafa lent í nokkrum vandræðum. Allar auglýsingarnar hafi verið samþykktar. Hugmyndin að starfsemi Spinner var upprunalega kynnt á hópfjármögnunarsíðunni Indigo þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins söfnuðu einungis 192 af þeim 47.800 pundum sem þeir ætluðu að safna. Bandaríkin Facebook Ísrael Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Lögmenn Facebook hafa fengið lögbann á starfsemi ísraelsks fyrirtækis sem á að geta heilaþvegið fólk til að taka tilteknar ákvarðanir í gegnum samfélagsmiðla. Fyrirtækið, sem heitir The Spinner, rukkar fyrir að senda gífurlegan fjölda auglýsinga, sem dulbúnar eru sem fréttir, á samfélagsmiðla tiltekinna aðila til að fá þá til að breyta hegðun sinni. Meðal þeirra ákvarðana sem Spinner segist geta fengið fólk til að taka eru: Að fá einhvern til að hætta að reykja eða drekka, að fá einhvern til að hætta að borða kjöt, að fá fyrrverandi elskunaut til að taka aftur við þér, að fá maka til að stunda ástarmök oftar, að fá maka til að skilja ekki við þig, að fá einhvern til að samþykkja fjölkvæni og að fá einhvern til að fara í brjóstastækkun. Þetta hefur ekki fallið í kramið hjá Facebook og hafa forsvarsmenn þess meinað Spinner að nota Facebook og Instagram að nokkru leyti, samkvæmt frétt BBC. Í bréfi frá lögmönnum Facebook til Spinner segir að fyrirtækið notist við tilbúna notendur og falskar síður á samfélagsmiðlum fyrirtækisins til að dæla hnitmiðuðum auglýsingum að notendum. „Þessi starfsemi brýtur í bága við reglur Facebook. Facebook krefst þess að þið hættið þessari starfsemi,“ segir í bréfinu. Þá hafa starfsmenn Facebook þegar fjarlægt falska notendur og síður sem Spinner notaðist við. Talsmaður Facebook sagði fyrirtækið ekki hafa þolinmæði fyrir aðilum sem reyndu að misnota samfélagsmiðla þess. Í samtali við blaðamann BBC segir Elliot Shefler, einn stofnanda og forstjóri Spinner, að fyrirtækið muni halda áfram starfsemi sinni og vildi hann ekki staðhæfa að fyrirtækið myndi ekki nota Facebook í framtíðinni. Hann sagði fyrirtækið hafa keypt auglýsingar hjá Facebook í rúmt ár, án þess að hafa lent í nokkrum vandræðum. Allar auglýsingarnar hafi verið samþykktar. Hugmyndin að starfsemi Spinner var upprunalega kynnt á hópfjármögnunarsíðunni Indigo þar sem forsvarsmenn fyrirtækisins söfnuðu einungis 192 af þeim 47.800 pundum sem þeir ætluðu að safna.
Bandaríkin Facebook Ísrael Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira