Gera athugasemdir við öryggisáætlun Mountaineers of Iceland Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. janúar 2020 10:45 Frá aðstæðum við Langjökul þann 7. janúar síðastliðinn. Landsbjörg Ferðamálastofa gerir athugasemdir við einstaka þætti öryggisáætlunar ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland þótt áætlunin uppfylli formskilyrði 11. greinar laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Ferðamálastofu. Í kjölfar hrakninga sem fyrirtækið lenti í þegar það var í vélsleðaferð á Langjökli með 39 ferðamenn fyrir tíu dögum óskaði stofnunin eftir gildandi öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á tilurð atviksins. „Hver sá sem framkvæmir skipulagðar ferðir innan íslensks yfirráðasvæðis ber ábyrgð á því að útbúa skriflega öryggisáætlun. Hlutverk Ferðamálastofu er að hafa eftirlit með því að öryggisáætlanir séu til staðar og séu uppfærðar eins og þörf er á skv. 11. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Öryggisáætlun skal gerð fyrir hverja tegund ferðar og skal innihalda áhættumat, verklagsreglur, viðbragðsáætlun og atvikaskýrslu,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Eftirlit og skoðun Ferðamálastofu beindist fyrst og fremst að öryggisáætlun vélsleðaferðarinnar á jökulinn. „Ferðamálastofu barst öryggisáætlun fyrirtækisins og innihélt hún þá þætti sem gerður er áskilnaður um í lögum. Það er því mat Ferðamálastofu að öryggisáætlun Mountaineers uppfylli formskilyrði 11. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Ferðamálastofa skoðaði einnig atriði sem varða öryggisáætlanir almennt og gerði athugasemdir við að einstaka þættir öryggisáætlunarinnar mættu vera ítarlegri og skýrari m.a. varðandi veðurfar og -skilyrði, kynningu á öryggisreglum og -þáttum til farþega og starfsmanna, leiðarval og ytri aðstæður,“ segir í tilkynningu. Mountaineers of Iceland hafa verið kynntar athugasemdir Ferðamálastofu og hefur því verið veittur mánaðarfrestur til úrbóta. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32 Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. 10. janúar 2020 19:57 Tíu ár síðan móðir með ellefu ára son óttaðist um líf sitt á Langjökli Þau urðu viðskila við hóp sinn í blindbyl á Langjökli. Þau grófu sig í fönn og leituðu skjóls bak við vélsleðann í átta klukkustundir. Ferðaþjónustufyrirtækið fór í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Ellefu ára barn fékk kalsár. 17. janúar 2020 06:15 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Ferðamálastofa gerir athugasemdir við einstaka þætti öryggisáætlunar ferðaþjónustufyrirtækisins Mountaineers of Iceland þótt áætlunin uppfylli formskilyrði 11. greinar laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Ferðamálastofu. Í kjölfar hrakninga sem fyrirtækið lenti í þegar það var í vélsleðaferð á Langjökli með 39 ferðamenn fyrir tíu dögum óskaði stofnunin eftir gildandi öryggisáætlun fyrirtækisins og skýringum á tilurð atviksins. „Hver sá sem framkvæmir skipulagðar ferðir innan íslensks yfirráðasvæðis ber ábyrgð á því að útbúa skriflega öryggisáætlun. Hlutverk Ferðamálastofu er að hafa eftirlit með því að öryggisáætlanir séu til staðar og séu uppfærðar eins og þörf er á skv. 11. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Öryggisáætlun skal gerð fyrir hverja tegund ferðar og skal innihalda áhættumat, verklagsreglur, viðbragðsáætlun og atvikaskýrslu,“ segir í tilkynningu Ferðamálastofu. Eftirlit og skoðun Ferðamálastofu beindist fyrst og fremst að öryggisáætlun vélsleðaferðarinnar á jökulinn. „Ferðamálastofu barst öryggisáætlun fyrirtækisins og innihélt hún þá þætti sem gerður er áskilnaður um í lögum. Það er því mat Ferðamálastofu að öryggisáætlun Mountaineers uppfylli formskilyrði 11. gr. laga um Ferðamálastofu nr. 96/2018. Ferðamálastofa skoðaði einnig atriði sem varða öryggisáætlanir almennt og gerði athugasemdir við að einstaka þættir öryggisáætlunarinnar mættu vera ítarlegri og skýrari m.a. varðandi veðurfar og -skilyrði, kynningu á öryggisreglum og -þáttum til farþega og starfsmanna, leiðarval og ytri aðstæður,“ segir í tilkynningu. Mountaineers of Iceland hafa verið kynntar athugasemdir Ferðamálastofu og hefur því verið veittur mánaðarfrestur til úrbóta.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32 Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. 10. janúar 2020 19:57 Tíu ár síðan móðir með ellefu ára son óttaðist um líf sitt á Langjökli Þau urðu viðskila við hóp sinn í blindbyl á Langjökli. Þau grófu sig í fönn og leituðu skjóls bak við vélsleðann í átta klukkustundir. Ferðaþjónustufyrirtækið fór í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Ellefu ára barn fékk kalsár. 17. janúar 2020 06:15 Mest lesið Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Innlent Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Vill vita hvort Mountaineers of Iceland fór eftir eigin öryggisáætlun Ráðherra vill fá svar við því hvort Mountaineers of Iceland hafi fylgt sinni öryggisáætlun áður en skoðað verður hvort gera þurfi ríkari kröfur á öryggismál ferðaþjónustufyrirtækja. 9. janúar 2020 18:32
Vilja meira en milljón í bætur vegna vélsleðaferðar Mountaineers of Iceland Tveir ferðamenn sem fóru í vélsleðaferð með Mountaineers of Iceland á þriðjudag munu leggja fram bótakröfu sem áætlað er að muni nema yfir einni milljón króna á mann. 10. janúar 2020 19:57
Tíu ár síðan móðir með ellefu ára son óttaðist um líf sitt á Langjökli Þau urðu viðskila við hóp sinn í blindbyl á Langjökli. Þau grófu sig í fönn og leituðu skjóls bak við vélsleðann í átta klukkustundir. Ferðaþjónustufyrirtækið fór í ferðina þrátt fyrir slæma veðurspá. Ellefu ára barn fékk kalsár. 17. janúar 2020 06:15
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent