Zúistar fá ekki milljónir króna frá íslenska ríkinu Kjartan Kjartansson skrifar 15. janúar 2020 11:55 Teikning af hofi sem forsvarsmenn trúfélagsins Zuism hafa haldið því fram að þeir vilji reisa í Reykjavík. Zuism.is Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna. Zuism höfðaði mál gegn ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda eftir að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem sér um eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, lét stöðva greiðslur til félagsins í byrjun síðasta árs. Sýslumaður hefur vísað til þess að vafi leiki á að raunveruleg starfsemi fari fram á vegum Zuism. Sóknargjöld hvers árs eru reiknuð út miðað við félagafjölda 1. desember árið á undan. Miðað við félagafjölda Zuism hefði félagið átt að fá 17,6 milljónir króna í sóknargjöld í fyrra. Héraðssaksóknari rannsakar nú fjárreiður Zuism. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, vildi ekki frekar um rannsóknina við Vísi í desember. Fyrir dómi bar Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Zuism, lögfræðing sýslumannsembættisins þungum sökum og fullyrti að félagið væri á barmi þrots vegna ákvörðunar ríkisins um að halda sóknargjöldunum eftir. Staða félagsins væri svo þröng að hann hefði ekki fengið fulla greiðslu fyrir vinnu sína og það hefði komið niður á undirbúningi fyrir dómsmálið. Guðrún Sesselja Arnardóttir, ríkislögmaður, staðhæfði aftur á móti að verulegur vafi léki á því hvort að Zuism væri raunverulega starfandi trúfélag og gaf í skyn að félagið væri „málamyndafélagsskapur“ sem hefði þann tilgang að komast yfir fjármuni skattgreiðenda. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism og einn upphaflegra stofnenda, sagði í viðtali við Mbl.is í desember að hann hygðist slíta félaginu þegar niðurstaða lægi fyrir í dómsmálinu. Boðaði hann að eignum félagsins yrði deilt til þeirra sem teldu sig eiga inni endurgreiðslu sóknargjalda og afganginum yrði dreift til góðgerðamála. Segjast á barmi þrots þrátt fyrir tug milljóna króna eignir Mikil leynd hefur hvílt yfir starfsemi og fjármálum Zuism. Félagið hefur þegið tugir milljóna króna í formi sóknargjalda frá ríkinu í krafti þúsunda félagsmanna sem skráðu sig í það vegna loforða fyrri stjórnenda um endurgreiðslur á sóknargjöldunum til þeirra. Ágúst Arnar hefur aldrei viljað upplýsa um umfang endurgreiðslnanna sem hann hefur fullyrt að eigi sér stað. Hann hefur heldur aldrei viljað svara ítrekuðum fyrirspurnum Vísis um fjármál félagsins. Ársskýrslur Zuism, sem trúfélögum ber að skila sýslumanni, hafa ennfremur vakið upp fleiri spurningar um fjármál félagsins en þær hafa svarað. Í skýrslu sem félagið skilaði fyrir árið 2017 kom fram að eignir þess væru engar. Það hefði aftur á móti haft um 35,7 milljónir króna í „óvenjuleg“ gjöld á árinu. Þegar félagið skilaði skýrslu fyrir árið 2018 gaf það skyndilega upp 46,6 milljónir króna í eignir á árinu 2017 sem komu ekki fram á skýrslu þess árs. Árið 2018 sagðist félagið hafa átt 52,2 milljónir króna í „aðrar eignir sem máli skipta“. Ekki kom fram í máli lögmanns Zuism hvað hefði orðið um þessar eignir þegar hann fullyrti fyrir héraðsdómi að félagið stæði nú nærri þroti. Í viðtali sínu við Mbl.is eftir aðalmeðferðina sagði Ágúst Arnar að eignir félagsins næmi um 50 milljónum króna. Í ársskýrslunni fyrir árið 2018 var jafnframt í fyrsta skipti skráður launakostnaður upp á rúmar fjórar milljónir króna. Rekstrarkostnaður félagsins hafði einnig þrefaldast úr rúmlega 4,3 milljónum króna árið 2017 í 12,4 milljónir árið 2018. Deilt um forræði félagsins Zuism fékk skráningu sem trúfélag árið 2013 en saga þess hefur verið stormasöm. Félagsmenn mátti telja á fingrum annarrar handar framan af og er ekki að merkja að nokkur starfsemi hafi farið fram á vegum þess. Eftir að upphaflegur forstöðumaður Zuism, Ólafur Helgi Þorgrímsson, hætti árið 2014 tilkynnti félagið sýslumanni ekki um eftirmann hans. Í ljósi þess og að félagið hafði ekki skilað ársskýrslum sem því bar hugðist sýslumaður afskrá Zuism árið 2015. Auglýsti hann áður eftir forráðamönnum í Lögbirtingablaðinu. Þá gaf sig fram hópur fólks sem hafði fram að því verið ótengdur Zuism en vildi nota félagið til að mótmæla lagaumhverfi trú- og lífsskoðunarfélaga og fyrirkomulagi sóknargjalda. Fulltrúi hópsins var um tíma viðurkenndur forstöðumaður Zuism og á þeim tíma auglýsti félagið að það ætlaði að endurgreiða félögum sóknargjöldin sem það fengi frá ríkinu. Loforðið um endurgreiðslur laðaði þegar mest lét rúmlega þrjú þúsund manns að félaginu sem var um tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins. Ágúst Arnar steig um það leyti fram og gerði tilkall til þess að vera viðurkenndur forstöðumaður Zuism. Hann hefur sakað hópinn um að villa á sér heimildir en fulltrúar hans segjast hafa fengið misvísandi upplýsingar frá stjórnsýslunni um að hann gæti tekið við stjórn Zuism. Eftir að yfirráð Ágústs Arnars voru viðurkennd haustið 2017 fékk Zuism greiddan á sjötta tug milljóna króna í sóknargjöld sem Fjársýsla ríkisins hélt eftir á meðan skorið var úr um forráð félagsins. Hann tók í kjölfarið upp loforðið um endurgreiðslur sóknargjalda. Zuism tapaði máli sem félagið höfðaði gegn ríkinu til að krefjast dráttarvaxta og skaðabóta vegna sóknargjaldanna sem var haldið eftir. Hlutu þunga dóma fyrir fjársvik og skattalagabrot Endurgreiðslurnar hafa þó verið lítt auglýstar og aðeins opnað fyrir þær í nokkrar vikur á ári. Ágúst Arnar hefur ekki viljað upplýsa um hversu margir hafi fengið endurgreitt eða hversu miklu af sóknargjöldunum félagið haldi eftir. Vísir hefur séð staðfestingu á að einhverjar endurgreiðslur á hluta sóknargjalda hafi farið fram. Þá virðist engin starfsemi hafa farið fram á vegum Zuism þrátt fyrir að vísað sé til bjórdrykkju og ljóðalesturs á vefsíðu félagsins. Engar auglýsingar um einstaka viðburði er að finna á vefsíðu eða Facebook-síðu Zuism. Í ársskýrslum hefur Ágúst Arnar þó gefið upp einhverja tugi viðburða. Í viðtalinu við Mbl.is sagðist hann lítið hafa haft sig fram og ekki farið hátt með viðburði vegna „hótana“ sem hann hefði fengið. Hann skýrði ekki frekar í hverju þær hótanir hefðu falist eða vegna hvers þær hefðu verið settar fram. Zuism hefur nær frá upphafi verið skráð með lögheimili að Nethyl í Reykjavík en hefur þó aldrei verið með starfsemi þar. Tveir af þremur upphaflegum stofnendum Zuism hafa hlotið þunga dóma undanfarin ár. Einar Ágústsson, bróðir Ágústs Einars, var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir meiriháttar fjársvik árið 2018. Ólafur Helgi var dæmdur í átján mánaða fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna vegna meiriháttar skattalagabrota vegna reksturs ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna í fyrra. Dómsmál Trúmál Zuism Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Íslenska ríkið hefur verið sýknað af kröfu trúfélagsins Zuism um vangoldin sóknargjöld til félagsins. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur á tólfta tímanum. Málskostnaður var felldur niður. Forsvarsmenn trúfélagsins voru ekki viðstaddir dómsuppkvaðninguna. Zuism höfðaði mál gegn ríkinu vegna vangoldinna sóknargjalda eftir að sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem sér um eftirlit með trú- og lífsskoðunarfélögum, lét stöðva greiðslur til félagsins í byrjun síðasta árs. Sýslumaður hefur vísað til þess að vafi leiki á að raunveruleg starfsemi fari fram á vegum Zuism. Sóknargjöld hvers árs eru reiknuð út miðað við félagafjölda 1. desember árið á undan. Miðað við félagafjölda Zuism hefði félagið átt að fá 17,6 milljónir króna í sóknargjöld í fyrra. Héraðssaksóknari rannsakar nú fjárreiður Zuism. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, vildi ekki frekar um rannsóknina við Vísi í desember. Fyrir dómi bar Gunnar Egill Egilsson, lögmaður Zuism, lögfræðing sýslumannsembættisins þungum sökum og fullyrti að félagið væri á barmi þrots vegna ákvörðunar ríkisins um að halda sóknargjöldunum eftir. Staða félagsins væri svo þröng að hann hefði ekki fengið fulla greiðslu fyrir vinnu sína og það hefði komið niður á undirbúningi fyrir dómsmálið. Guðrún Sesselja Arnardóttir, ríkislögmaður, staðhæfði aftur á móti að verulegur vafi léki á því hvort að Zuism væri raunverulega starfandi trúfélag og gaf í skyn að félagið væri „málamyndafélagsskapur“ sem hefði þann tilgang að komast yfir fjármuni skattgreiðenda. Ágúst Arnar Ágústsson, forstöðumaður Zuism og einn upphaflegra stofnenda, sagði í viðtali við Mbl.is í desember að hann hygðist slíta félaginu þegar niðurstaða lægi fyrir í dómsmálinu. Boðaði hann að eignum félagsins yrði deilt til þeirra sem teldu sig eiga inni endurgreiðslu sóknargjalda og afganginum yrði dreift til góðgerðamála. Segjast á barmi þrots þrátt fyrir tug milljóna króna eignir Mikil leynd hefur hvílt yfir starfsemi og fjármálum Zuism. Félagið hefur þegið tugir milljóna króna í formi sóknargjalda frá ríkinu í krafti þúsunda félagsmanna sem skráðu sig í það vegna loforða fyrri stjórnenda um endurgreiðslur á sóknargjöldunum til þeirra. Ágúst Arnar hefur aldrei viljað upplýsa um umfang endurgreiðslnanna sem hann hefur fullyrt að eigi sér stað. Hann hefur heldur aldrei viljað svara ítrekuðum fyrirspurnum Vísis um fjármál félagsins. Ársskýrslur Zuism, sem trúfélögum ber að skila sýslumanni, hafa ennfremur vakið upp fleiri spurningar um fjármál félagsins en þær hafa svarað. Í skýrslu sem félagið skilaði fyrir árið 2017 kom fram að eignir þess væru engar. Það hefði aftur á móti haft um 35,7 milljónir króna í „óvenjuleg“ gjöld á árinu. Þegar félagið skilaði skýrslu fyrir árið 2018 gaf það skyndilega upp 46,6 milljónir króna í eignir á árinu 2017 sem komu ekki fram á skýrslu þess árs. Árið 2018 sagðist félagið hafa átt 52,2 milljónir króna í „aðrar eignir sem máli skipta“. Ekki kom fram í máli lögmanns Zuism hvað hefði orðið um þessar eignir þegar hann fullyrti fyrir héraðsdómi að félagið stæði nú nærri þroti. Í viðtali sínu við Mbl.is eftir aðalmeðferðina sagði Ágúst Arnar að eignir félagsins næmi um 50 milljónum króna. Í ársskýrslunni fyrir árið 2018 var jafnframt í fyrsta skipti skráður launakostnaður upp á rúmar fjórar milljónir króna. Rekstrarkostnaður félagsins hafði einnig þrefaldast úr rúmlega 4,3 milljónum króna árið 2017 í 12,4 milljónir árið 2018. Deilt um forræði félagsins Zuism fékk skráningu sem trúfélag árið 2013 en saga þess hefur verið stormasöm. Félagsmenn mátti telja á fingrum annarrar handar framan af og er ekki að merkja að nokkur starfsemi hafi farið fram á vegum þess. Eftir að upphaflegur forstöðumaður Zuism, Ólafur Helgi Þorgrímsson, hætti árið 2014 tilkynnti félagið sýslumanni ekki um eftirmann hans. Í ljósi þess og að félagið hafði ekki skilað ársskýrslum sem því bar hugðist sýslumaður afskrá Zuism árið 2015. Auglýsti hann áður eftir forráðamönnum í Lögbirtingablaðinu. Þá gaf sig fram hópur fólks sem hafði fram að því verið ótengdur Zuism en vildi nota félagið til að mótmæla lagaumhverfi trú- og lífsskoðunarfélaga og fyrirkomulagi sóknargjalda. Fulltrúi hópsins var um tíma viðurkenndur forstöðumaður Zuism og á þeim tíma auglýsti félagið að það ætlaði að endurgreiða félögum sóknargjöldin sem það fengi frá ríkinu. Loforðið um endurgreiðslur laðaði þegar mest lét rúmlega þrjú þúsund manns að félaginu sem var um tíma eitt fjölmennasta trúfélag landsins. Ágúst Arnar steig um það leyti fram og gerði tilkall til þess að vera viðurkenndur forstöðumaður Zuism. Hann hefur sakað hópinn um að villa á sér heimildir en fulltrúar hans segjast hafa fengið misvísandi upplýsingar frá stjórnsýslunni um að hann gæti tekið við stjórn Zuism. Eftir að yfirráð Ágústs Arnars voru viðurkennd haustið 2017 fékk Zuism greiddan á sjötta tug milljóna króna í sóknargjöld sem Fjársýsla ríkisins hélt eftir á meðan skorið var úr um forráð félagsins. Hann tók í kjölfarið upp loforðið um endurgreiðslur sóknargjalda. Zuism tapaði máli sem félagið höfðaði gegn ríkinu til að krefjast dráttarvaxta og skaðabóta vegna sóknargjaldanna sem var haldið eftir. Hlutu þunga dóma fyrir fjársvik og skattalagabrot Endurgreiðslurnar hafa þó verið lítt auglýstar og aðeins opnað fyrir þær í nokkrar vikur á ári. Ágúst Arnar hefur ekki viljað upplýsa um hversu margir hafi fengið endurgreitt eða hversu miklu af sóknargjöldunum félagið haldi eftir. Vísir hefur séð staðfestingu á að einhverjar endurgreiðslur á hluta sóknargjalda hafi farið fram. Þá virðist engin starfsemi hafa farið fram á vegum Zuism þrátt fyrir að vísað sé til bjórdrykkju og ljóðalesturs á vefsíðu félagsins. Engar auglýsingar um einstaka viðburði er að finna á vefsíðu eða Facebook-síðu Zuism. Í ársskýrslum hefur Ágúst Arnar þó gefið upp einhverja tugi viðburða. Í viðtalinu við Mbl.is sagðist hann lítið hafa haft sig fram og ekki farið hátt með viðburði vegna „hótana“ sem hann hefði fengið. Hann skýrði ekki frekar í hverju þær hótanir hefðu falist eða vegna hvers þær hefðu verið settar fram. Zuism hefur nær frá upphafi verið skráð með lögheimili að Nethyl í Reykjavík en hefur þó aldrei verið með starfsemi þar. Tveir af þremur upphaflegum stofnendum Zuism hafa hlotið þunga dóma undanfarin ár. Einar Ágústsson, bróðir Ágústs Einars, var dæmdur í þriggja ára og níu mánaða fangelsi fyrir meiriháttar fjársvik árið 2018. Ólafur Helgi var dæmdur í átján mánaða fangelsi og til að greiða 143,4 milljónir króna vegna meiriháttar skattalagabrota vegna reksturs ferðaþjónustufyrirtækisins Ævintýrareisna í fyrra.
Dómsmál Trúmál Zuism Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira