Þór kemur við í Bolungarvík til að sækja fólk í áfallateymi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. janúar 2020 09:53 Myndin var tekin af áhöfninni á Þór í nótt. landhelgisgæslan Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. Að því er fram kemur í Facebook-færslu Landhelgisgæslunnar mun Þór koma við í Bolungarvík þar sem tveir úr áfallateyminu verða sóttir. Er gert ráð fyrir því að skipið verði komið til Flateyrar um klukkan ellefu. Skipið hefur verið til taks á Ísafirði síðustu daga vegna veðursins en í nótt flutti það björgunarsveitarfólk, lækni og lögreglumenn til Flateyrar sem voru ferjaðir í land með léttbátum skipsins í nótt. Þór flutti unglingsstúlku sem lenti í öðru snjóflóðanna á Flateyri í gærkvöldi frá bænum til Ísafjarðar. Með í för var móðir stúlkunnar, Anna S. Sigurðardóttir, sem segir á Facebook-síðu sinni að þær mæðgur hafi farið á sjúkrahúsið á Ísafirði. Hún hafi farið í betri bátsferðir en hún hefði ekki viljað sigla með öðru skipi. Dóttir hennar sé 100% í lagi, aðeins með nokkrar skrámur. Anna segir þetta þvílíkt kraftaverk enda var dóttir hennar grafin undir snjónum í 40 mínútur. Kveðst hún ævinlega þakklát björgunarsveitinni á Flateyri fyrir snör handtök við að grafa dóttur hennar upp úr snjónum. Nú ætli þær mæðgur að hvíla sig eftir átök næturinnar. Bolungarvík Landhelgisgæslan Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði Ákveðið hefur verið að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. 15. janúar 2020 09:04 Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Varðskipið Þór lagði af stað frá Ísafirði til Flateyrar laust eftir klukkan 9 í morgun með áfallateymi og matvöru. Að því er fram kemur í Facebook-færslu Landhelgisgæslunnar mun Þór koma við í Bolungarvík þar sem tveir úr áfallateyminu verða sóttir. Er gert ráð fyrir því að skipið verði komið til Flateyrar um klukkan ellefu. Skipið hefur verið til taks á Ísafirði síðustu daga vegna veðursins en í nótt flutti það björgunarsveitarfólk, lækni og lögreglumenn til Flateyrar sem voru ferjaðir í land með léttbátum skipsins í nótt. Þór flutti unglingsstúlku sem lenti í öðru snjóflóðanna á Flateyri í gærkvöldi frá bænum til Ísafjarðar. Með í för var móðir stúlkunnar, Anna S. Sigurðardóttir, sem segir á Facebook-síðu sinni að þær mæðgur hafi farið á sjúkrahúsið á Ísafirði. Hún hafi farið í betri bátsferðir en hún hefði ekki viljað sigla með öðru skipi. Dóttir hennar sé 100% í lagi, aðeins með nokkrar skrámur. Anna segir þetta þvílíkt kraftaverk enda var dóttir hennar grafin undir snjónum í 40 mínútur. Kveðst hún ævinlega þakklát björgunarsveitinni á Flateyri fyrir snör handtök við að grafa dóttur hennar upp úr snjónum. Nú ætli þær mæðgur að hvíla sig eftir átök næturinnar.
Bolungarvík Landhelgisgæslan Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Veður Tengdar fréttir Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30 Rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði Ákveðið hefur verið að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. 15. janúar 2020 09:04 Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00 Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Fleiri fréttir Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Sjá meira
Talsvert eignatjón en engin alvarleg slys á fólki eftir þrjú „mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum Alls féllu þrjú "mjög stór“ snjóflóð á Vestfjörðum undir miðnætti í gær líkt og það er orðað á vef Veðurstofu Íslands. Tvö við Flateyri, úr Skollahvilft og Innra-Bæjargili, og eitt gegnt Suðureyri í Norðureyrarhlíð sem skapaði flóðbylgju sem fór inn í bæinn. Tjón hefur orðið á eignum en engin alvarleg slys á fólki svo vitað sé. 15. janúar 2020 05:30
Rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði Ákveðið hefur verið að rýma fjögur hús í Seljalandshverfi á Ísafirði vegna snjóflóðahættu. 15. janúar 2020 09:04
Lífsreynsla stúlkunnar „eins og í verstu martröð“ Fjármálaráðherra segir erfitt til þess að hugsa að varnargörðunum við Flateyri hafi ekki tekist að bægja allri hættunni frá í gærkvöld. 15. janúar 2020 09:00