Lifði af í óbyggðum Alaska í 23 daga eftir að kofi hans brann Samúel Karl Ólason skrifar 11. janúar 2020 21:30 Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Hinn 30 ára gamli Tyson Steele lifði af í 23 daga eftir að kofi hans á afskekktu svæði í Alaska brann til kaldra kola. Honum var bjargað af lögreglu Alaska sem fóru á vettvang eftir að vinir Steele sögðust ekki hafa heyrt í honum í nokkrar vikur. Hann sagði lögreglunni að eldurinn hafi kviknað þegar hann setti pappa í viðarofn í kofanum fyrir slysni. Hann viti vel að það megi ekki og skömmu seinna virðist sem að glóð hafi lent á þaki kofans. Hann vaknaði svo um nóttina við það að allt þak kofans stóð í ljósum logum. Steele greip það sem hann gat, nokkur teppi, yfirhafnir og svefnpoka, og hljóp út úr kofanum. Þó komst hann fljótt að því að Phil, sex ára hundur hans, hafi ekki fylgt honum úr kofanum, þó hann hafi kallað á hann, og var hundurinn fastur þar inni. Við þá uppgötvun sagðist Steele hafa orðið móðursjúkur og öskrað af lífs og sálar kröftum, samkvæmt frétt NBC. Hann reyndi að slökkva bálið með því að kasta snjó á það, án árangurs. „Ég var móðursjúkur að reyna að slökkva eldinn og það hafði engin áhrif. Ég reyndi þó til morguns að slökkva,“ sagði Steele. Náði dósamat úr eldinum Af og til tókst honum að ná dósamat úr kofanum en margar þeirra höfðu sprungið vegna hitans. Steele áætlaði þó að maturinn myndi duga honum í allt að mánuð. Rúmir 30 kílómetrar voru í næstu manneskju og buðu aðstæður ekki upp á að Steele gæti ferðast svo langt. Því taldi hann bestu líkurnar til að lifa af felast í því að halda sig við kofann og vonast til þess að hjálp bærist. Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Þar hélt Steele til í 21 dag og segist hann hafa farið lítið út þar sem snjókoman hafi verið mjög mikil. Að endingu hringdu vinir Steele í lögregluna, eins og áður hefur komið fram, og ákváðu lögregluþjónar að fara á þyrlu til að kanna hvort ekki væri í lagi með Steele. Lögreglan birti í vikunni myndband sem sýnir það þegar þeir flugu fyrst yfir brunarústir kofans. Steele hafði ritað SOS í snjóinn með stórum stöfum. Samkvæmt NBC ætlar Steele að verja næstu misserum með fjölskyldu sinni. Bandaríkin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Hinn 30 ára gamli Tyson Steele lifði af í 23 daga eftir að kofi hans á afskekktu svæði í Alaska brann til kaldra kola. Honum var bjargað af lögreglu Alaska sem fóru á vettvang eftir að vinir Steele sögðust ekki hafa heyrt í honum í nokkrar vikur. Hann sagði lögreglunni að eldurinn hafi kviknað þegar hann setti pappa í viðarofn í kofanum fyrir slysni. Hann viti vel að það megi ekki og skömmu seinna virðist sem að glóð hafi lent á þaki kofans. Hann vaknaði svo um nóttina við það að allt þak kofans stóð í ljósum logum. Steele greip það sem hann gat, nokkur teppi, yfirhafnir og svefnpoka, og hljóp út úr kofanum. Þó komst hann fljótt að því að Phil, sex ára hundur hans, hafi ekki fylgt honum úr kofanum, þó hann hafi kallað á hann, og var hundurinn fastur þar inni. Við þá uppgötvun sagðist Steele hafa orðið móðursjúkur og öskrað af lífs og sálar kröftum, samkvæmt frétt NBC. Hann reyndi að slökkva bálið með því að kasta snjó á það, án árangurs. „Ég var móðursjúkur að reyna að slökkva eldinn og það hafði engin áhrif. Ég reyndi þó til morguns að slökkva,“ sagði Steele. Náði dósamat úr eldinum Af og til tókst honum að ná dósamat úr kofanum en margar þeirra höfðu sprungið vegna hitans. Steele áætlaði þó að maturinn myndi duga honum í allt að mánuð. Rúmir 30 kílómetrar voru í næstu manneskju og buðu aðstæður ekki upp á að Steele gæti ferðast svo langt. Því taldi hann bestu líkurnar til að lifa af felast í því að halda sig við kofann og vonast til þess að hjálp bærist. Fyrstu tvær næturnar svaf Steele í snjóhúsi sem hann gróf en eftir að kulnað var í öllum glæðum notaði hann rústir kofans og dúk til að reisa nokkurs konar tjald. Þar hélt Steele til í 21 dag og segist hann hafa farið lítið út þar sem snjókoman hafi verið mjög mikil. Að endingu hringdu vinir Steele í lögregluna, eins og áður hefur komið fram, og ákváðu lögregluþjónar að fara á þyrlu til að kanna hvort ekki væri í lagi með Steele. Lögreglan birti í vikunni myndband sem sýnir það þegar þeir flugu fyrst yfir brunarústir kofans. Steele hafði ritað SOS í snjóinn með stórum stöfum. Samkvæmt NBC ætlar Steele að verja næstu misserum með fjölskyldu sinni.
Bandaríkin Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira