Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kristján Már Unnarsson skrifar 29. janúar 2020 11:57 Páll við skjá jarðskjálftamælis, sem staðsettur er í Grindavík. Mælirinn hefur sýnt stöðuga smáskjálftavirkni í morgun, sem er merki um að landris haldi áfram. Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grindvíkingar voru með tveimur jarðskjálfum snemma í morgun óþyrmilega minntir á þá ógn sem steðjar að byggðinni þessa dagana. Samkvæmt skjálftavef Veðurstofu Íslands varð skjálfti upp á 3,5 stig klukkan hálffimm og annar um fimmleytið sem mældist 3,2 að stærð, báðir með upptök aðeins einn og hálfan til tvo kílómetra frá Grindavík. Óvenjuleg breyting sást á gps mælum í morgun sem sýndi að ekkert landris hafi orðið á svæðinu í gær. Vísindamenn vilja þó ekki draga of miklar ályktanir af þessari einu mælingu og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að skjálftamælir í Grindavík hafi í morgun sýnt að ekkert lát er á smáskjálftum, sem er merki um að landrisið sé enn í fullum gangi. Páll telur þó enn líklegast að næst verði kvikuinnskot neðanjarðar fremur en eldgos. „Í mínum huga þá er gangainnskot langlíklegasti næsti þáttur í þessu, ef landrisið heldur áfram. Þetta er byggt á reynslu annarsstaðar frá, af svipuðum atburðum, bæði hér frá Kröflu og Bárðarbungu og Havaí og fleiri stöðum.“ Horft frá Grindavík til norðvesturs í átt að Þorbirni. Það er á svæðinu handan við fjallið sem líklegast þykir að gossprunga opnist, ef eldgos verður á annað borð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Páll líklegast að ef það gysi þá yrði það á sprungu í Eldvörpum norðvestan við fjallið Þorbjörn. En hvenær í fyrsta lagi miðað við hraða landrissins gætu menn búist við eldgosi? „Þetta er eitt af því sem er mjög illa vitað um. Við vitum ekki um hvar þröskuldurinn er. Við stefnum í áttina að einhverjum þröskuldi en við vitum bara ekki hvað hann er langt í burtu. Þannig að ég held að það sé best að segja sem minnst um það. En það er líklegt að þegar að því kemur þá verður breyting á atburðarásinni. Og þær breytingar eiga að vera auðveldar, - að bera kennsl á. Þannig að það mundi þá vera tilefni til að gefa út viðvörun, þegar að því kemur. En það er líklegt að það sé þá fyrirvari sem menn hafa upp á einhverja klukkutíma.“ Páll segir að kvikan sé núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Og það er ekkert sem bendir til á þessari stundu að eldgos sé að bresta á. „Ég mundi segja, treysta mér til að segja, að þetta er ekki að fara að gerast á næstu klukkutímum. En ég veit ekki hvað gerist á morgun eða í næstu viku. Ég held að enginn geti sagt til um það,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um líklega staðsetningu gossprungu: Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Landris nánast ekkert í gær Sérfræðingar hafa ekki áhyggjur eins og er. 29. janúar 2020 10:22 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Grindvíkingar voru með tveimur jarðskjálfum snemma í morgun óþyrmilega minntir á þá ógn sem steðjar að byggðinni þessa dagana. Samkvæmt skjálftavef Veðurstofu Íslands varð skjálfti upp á 3,5 stig klukkan hálffimm og annar um fimmleytið sem mældist 3,2 að stærð, báðir með upptök aðeins einn og hálfan til tvo kílómetra frá Grindavík. Óvenjuleg breyting sást á gps mælum í morgun sem sýndi að ekkert landris hafi orðið á svæðinu í gær. Vísindamenn vilja þó ekki draga of miklar ályktanir af þessari einu mælingu og segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur að skjálftamælir í Grindavík hafi í morgun sýnt að ekkert lát er á smáskjálftum, sem er merki um að landrisið sé enn í fullum gangi. Páll telur þó enn líklegast að næst verði kvikuinnskot neðanjarðar fremur en eldgos. „Í mínum huga þá er gangainnskot langlíklegasti næsti þáttur í þessu, ef landrisið heldur áfram. Þetta er byggt á reynslu annarsstaðar frá, af svipuðum atburðum, bæði hér frá Kröflu og Bárðarbungu og Havaí og fleiri stöðum.“ Horft frá Grindavík til norðvesturs í átt að Þorbirni. Það er á svæðinu handan við fjallið sem líklegast þykir að gossprunga opnist, ef eldgos verður á annað borð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Í frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi taldi Páll líklegast að ef það gysi þá yrði það á sprungu í Eldvörpum norðvestan við fjallið Þorbjörn. En hvenær í fyrsta lagi miðað við hraða landrissins gætu menn búist við eldgosi? „Þetta er eitt af því sem er mjög illa vitað um. Við vitum ekki um hvar þröskuldurinn er. Við stefnum í áttina að einhverjum þröskuldi en við vitum bara ekki hvað hann er langt í burtu. Þannig að ég held að það sé best að segja sem minnst um það. En það er líklegt að þegar að því kemur þá verður breyting á atburðarásinni. Og þær breytingar eiga að vera auðveldar, - að bera kennsl á. Þannig að það mundi þá vera tilefni til að gefa út viðvörun, þegar að því kemur. En það er líklegt að það sé þá fyrirvari sem menn hafa upp á einhverja klukkutíma.“ Páll segir að kvikan sé núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Og það er ekkert sem bendir til á þessari stundu að eldgos sé að bresta á. „Ég mundi segja, treysta mér til að segja, að þetta er ekki að fara að gerast á næstu klukkutímum. En ég veit ekki hvað gerist á morgun eða í næstu viku. Ég held að enginn geti sagt til um það,“ sagði Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi um líklega staðsetningu gossprungu:
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35 Landris nánast ekkert í gær Sérfræðingar hafa ekki áhyggjur eins og er. 29. janúar 2020 10:22 Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31 Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05 Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Fimm þúsund manns á hættusvæði ef gossprunga opnast við Svartsengi Hratt landris í Svartsengiseldstöðinni, milli Grindavíkur og Bláa lónsins, hefur haldið áfram í dag. Fimm þúsund manns gætu verið innan hættusvæðis, fari svo að eldgos brjótist út. 27. janúar 2020 21:35
Misjöfn viðbrögð íbúa Grindavíkur við jarðhræringunum Flest eru sammála um að staðan sé óþægileg. 27. janúar 2020 20:31
Tveir skjálftar yfir þremur nærri Grindavík Tveir skjálftar yfir þremur að stærð mældust nærri Grindavík í morgun. Samkvæmt töflu Veðurstofu Íslands yfir jarðskjálfta mældist annar klukkan 04:31 og var hann 3,5 að stærð. 29. janúar 2020 06:05
Hér telur jarðeðlisfræðingurinn líklegast að gossprungan opnist Komi til eldgoss þykir líklegast að það verði á sprungu norðvestan Þorbjarnar. Þá myndi fjallið virka eins og varnargarður fyrir Grindvíkinga. 28. janúar 2020 21:15