Samningur vegna útgöngu Bretlands úr EES undirritaður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 28. janúar 2020 16:48 Guðlaugur Þór Þórðarson skrifaði undir samninginn í dag ásamt fulltrúum hinna þjóðanna. Utanríkisráðuneytisins Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. Frá tíðindunum er greint á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Bretland mun ganga úr Evrópusambandinu á föstudaginn á grundvelli útgöngusamnings við Evrópusambandið. Samningurinn við Ísland og hin EFTA-ríkin innan EES leysir úr viðeigandi útgönguskilmálum með sambærilegum hætti og gert er í útgöngusamningi Bretlands og ESB. „Samningurinn tryggir m.a. að Íslendingar sem búa í Bretlandi eða flytja þangað fyrir lok hins svokallaða aðlögunartímabils geti verið þar áfram og að réttindi þeirra verði í öllum grundvallaratriðum óbreytt. Þetta á einnig við um breska ríkisborgara sem búa á Íslandi. Í samningnum er einnig að finna ákvæði um tengd réttindi sem varða til að mynda almannatryggingar og viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi. Þá er í samningnum greitt úr ýmsum tæknilegum úrlausnarnefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála,“ segir á vef ráðuneytisins. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að um afar þýðingarmikinn áfanga sé að ræða. „Ljóst var frá upphafi að margt sem Bretar og ESB sömdu um varðandi útgönguna ætti einnig við um okkur vegna aðildar okkar að EES-samningnum. Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr þessum málum.“ Jafnframt marki undirritunin upphafið af nýjum og spennandi fasa. „Nú þegar gengið hefur verið frá útgöngunni sjálfri mun Bretland geta hafið viðræður um framtíðarsamband sitt við önnur ríki. Við erum vel í stakk búin fyrir framtíðarviðræður okkar við Bretland og hlökkum til að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Markmið okkar er að gera nýjan samning sem tryggir langvarandi tengsl ríkjanna, þar á meðal á sviði viðskipta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson Lög um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu sem samþykkt voru á Alþingi í október 2019 eiga að tryggja að samningurinn geti tekið gildi á Íslandi. Í útgöngusamningi Bretlands og ESB eru einnig ákvæði um aðlögunartímabil sem hefst frá útgöngudegi og mun standa yfir til loka árs 2020 með möguleika á framlengingu. Á því tímabili mun regluverk ESB og allir alþjóðasamningar, þar með talið EES-samningurinn, halda áfram að gilda um Bretland. Samkvæmt íslenskum lögum verður litið á Bretland með sama hætti og önnur aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins á aðlögunartímabilinu. Ísland mun brátt hefja samningaviðræður við Bretland um framtíðarsamskipti ríkjanna. Viðræðurnar munu standa yfir á aðlögunartímabilinu sem nú tekur gildi og fara fram samhliða samningaviðræðum Bretlands við ESB. Verið er að skoða möguleika á samstarfi EFTA-ríkjanna innan EES þar sem það á við og samræmist hagsmunum ríkjanna. Mikill vilji ríkir í Bretlandi og á Íslandi til að tryggja áfram náin tengsl og hagstæð viðskipti ríkjanna. Guðlaugur Þór fundaði einnig sérstaklega með utanríkisráðherrum Noregs og Liechtenstein. Staðan vegna útgöngu Bretlands úr ESB og EES er þá í meginatriðum þessi: Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa undirritað samning við Bretland vegna útgöngu þess úr ESB og þar með úr EES í lok vikunnar. Samningurinn tryggir m.a. réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi og Breta sem búa hér á landi ásamt öðrum úrlausnarefnum. Þegar Bretland gengur úr ESB verða þó engar breytingar á sambandi okkar við Bretland fyrst um sinn þar sem aðlögunartímabil tekur gildi til loka 2020. Ísland mun hefja samningaviðræður við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna fljótlega eftir útgöngu. Markmið Íslands og Bretlands er að viðhalda nánu og góðu framtíðarsambandi og nýta best þau tækifæri sem kunna að skapast. Bretland Brexit Liechtenstein Noregur Utanríkismál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Í dag undirrituðu utanríkisráðherrar Íslands, Noregs og Liechtenstein samning við Bretland vegna útgöngu Bretlands úr Evrópska efnahagssvæðinu. Frá tíðindunum er greint á heimasíðu utanríkisráðuneytisins. Bretland mun ganga úr Evrópusambandinu á föstudaginn á grundvelli útgöngusamnings við Evrópusambandið. Samningurinn við Ísland og hin EFTA-ríkin innan EES leysir úr viðeigandi útgönguskilmálum með sambærilegum hætti og gert er í útgöngusamningi Bretlands og ESB. „Samningurinn tryggir m.a. að Íslendingar sem búa í Bretlandi eða flytja þangað fyrir lok hins svokallaða aðlögunartímabils geti verið þar áfram og að réttindi þeirra verði í öllum grundvallaratriðum óbreytt. Þetta á einnig við um breska ríkisborgara sem búa á Íslandi. Í samningnum er einnig að finna ákvæði um tengd réttindi sem varða til að mynda almannatryggingar og viðurkenningu á starfsmenntun og hæfi. Þá er í samningnum greitt úr ýmsum tæknilegum úrlausnarnefnum vegna útgöngu Bretlands úr EES á sviði vöruviðskipta, opinberra innkaupa, hugverkaréttinda, persónuverndar og tollamála,“ segir á vef ráðuneytisins. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að um afar þýðingarmikinn áfanga sé að ræða. „Ljóst var frá upphafi að margt sem Bretar og ESB sömdu um varðandi útgönguna ætti einnig við um okkur vegna aðildar okkar að EES-samningnum. Þetta þýðir að við stöndum jafnfætis aðildarríkjum ESB þegar kemur að því að leysa úr þessum málum.“ Jafnframt marki undirritunin upphafið af nýjum og spennandi fasa. „Nú þegar gengið hefur verið frá útgöngunni sjálfri mun Bretland geta hafið viðræður um framtíðarsamband sitt við önnur ríki. Við erum vel í stakk búin fyrir framtíðarviðræður okkar við Bretland og hlökkum til að takast á við þetta mikilvæga verkefni. Markmið okkar er að gera nýjan samning sem tryggir langvarandi tengsl ríkjanna, þar á meðal á sviði viðskipta,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson Lög um ráðstafanir vegna útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu sem samþykkt voru á Alþingi í október 2019 eiga að tryggja að samningurinn geti tekið gildi á Íslandi. Í útgöngusamningi Bretlands og ESB eru einnig ákvæði um aðlögunartímabil sem hefst frá útgöngudegi og mun standa yfir til loka árs 2020 með möguleika á framlengingu. Á því tímabili mun regluverk ESB og allir alþjóðasamningar, þar með talið EES-samningurinn, halda áfram að gilda um Bretland. Samkvæmt íslenskum lögum verður litið á Bretland með sama hætti og önnur aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins á aðlögunartímabilinu. Ísland mun brátt hefja samningaviðræður við Bretland um framtíðarsamskipti ríkjanna. Viðræðurnar munu standa yfir á aðlögunartímabilinu sem nú tekur gildi og fara fram samhliða samningaviðræðum Bretlands við ESB. Verið er að skoða möguleika á samstarfi EFTA-ríkjanna innan EES þar sem það á við og samræmist hagsmunum ríkjanna. Mikill vilji ríkir í Bretlandi og á Íslandi til að tryggja áfram náin tengsl og hagstæð viðskipti ríkjanna. Guðlaugur Þór fundaði einnig sérstaklega með utanríkisráðherrum Noregs og Liechtenstein. Staðan vegna útgöngu Bretlands úr ESB og EES er þá í meginatriðum þessi: Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa undirritað samning við Bretland vegna útgöngu þess úr ESB og þar með úr EES í lok vikunnar. Samningurinn tryggir m.a. réttindi Íslendinga sem búsettir eru í Bretlandi og Breta sem búa hér á landi ásamt öðrum úrlausnarefnum. Þegar Bretland gengur úr ESB verða þó engar breytingar á sambandi okkar við Bretland fyrst um sinn þar sem aðlögunartímabil tekur gildi til loka 2020. Ísland mun hefja samningaviðræður við Bretland um framtíðarsamband ríkjanna fljótlega eftir útgöngu. Markmið Íslands og Bretlands er að viðhalda nánu og góðu framtíðarsambandi og nýta best þau tækifæri sem kunna að skapast.
Bretland Brexit Liechtenstein Noregur Utanríkismál Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira