Áframhaldandi starfsemi Lýðskólans á Flateyri verði tryggð Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. janúar 2020 14:59 Flateyri við Önundarfjörð. Vísir/Egill Áframhaldandi starfsemi Lýðskólans á Flateyri verður tryggð og gert er ráð fyrir fjármagni til reksturs lýðskóla í landinu í fjármálaáætlun. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvort það stæði til að semja um áframhaldandi rekstur Lýðskólans á Flateyri. „Nú er það svo að í fyrsta sinn er búið að setja lög um lýðskóla á Íslandi. Það var gert hjá þessari ríkisstjórn vegna þess að þessi ríkisstjórn hún hefur trú á þeirri hugmyndafræði sem lýðskólar standa fyrir og það er ljóst að áhugi á lýðskólum og hann hefur verið talsverður á Íslandi síðustu 100 árin,“ sagði Lilja er hún svaraði fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Þá sé gert ráð fyrir töluverðum fjármunum í ríkisfjármálaáætlun til starfsemi lýðskóla. „Ég hef átt samtal við skólastjórann í Lýðskólunum á Flateyri og sagt henni að það sé ljóst að framtíð skólans sé tryggð. Meðan eru nemendur sem hafa áhuga á því að læra og skólinn er vel starfræktur þá að sjálfsögðu munum við styðja við bakið á lýðskólunum á Flateyri,“ sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/vilhelm Þessi svör þóttu Þorgerði Katrínu ekki fullnægjandi svo hún spurði aftur. „Ég saknaði þess í máli ráðherra að við fáum ekki hér skýrt hvort það verði samið við lýðskólann eða ekki. Það er gott að öryggi verði tryggt en hvað þýðir það? Þýðir það til eins árs, þýðir það til tveggja ára, þriggja ára. Hvaða fjárhæðir verða, verður samið? Þetta er einföld spurning: Verður samið núna á allra næstu dögum við lýðskólann til að eyða óvissu?“ sagði Þorgerður Katrín. Ráðherra svaraði á þá leið að það kæmi henni á óvart að Þorgerður Katrín hafi ekki meðtekið upplýsingarnar. „Það er alveg ljóst í samtölum sem ráðherrann, og ég hef sem sagt sem ráðherra, átt við skólastjórnendur og Flateyri þá hef ég gefið þeim fullvissu mína fyrir því að það verði samið,“ sagði Lilja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm Alþingi Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira
Áframhaldandi starfsemi Lýðskólans á Flateyri verður tryggð og gert er ráð fyrir fjármagni til reksturs lýðskóla í landinu í fjármálaáætlun. Þetta segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, en hún var spurð í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi hvort það stæði til að semja um áframhaldandi rekstur Lýðskólans á Flateyri. „Nú er það svo að í fyrsta sinn er búið að setja lög um lýðskóla á Íslandi. Það var gert hjá þessari ríkisstjórn vegna þess að þessi ríkisstjórn hún hefur trú á þeirri hugmyndafræði sem lýðskólar standa fyrir og það er ljóst að áhugi á lýðskólum og hann hefur verið talsverður á Íslandi síðustu 100 árin,“ sagði Lilja er hún svaraði fyrirspurn Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, formanns Viðreisnar. Þá sé gert ráð fyrir töluverðum fjármunum í ríkisfjármálaáætlun til starfsemi lýðskóla. „Ég hef átt samtal við skólastjórann í Lýðskólunum á Flateyri og sagt henni að það sé ljóst að framtíð skólans sé tryggð. Meðan eru nemendur sem hafa áhuga á því að læra og skólinn er vel starfræktur þá að sjálfsögðu munum við styðja við bakið á lýðskólunum á Flateyri,“ sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.Vísir/vilhelm Þessi svör þóttu Þorgerði Katrínu ekki fullnægjandi svo hún spurði aftur. „Ég saknaði þess í máli ráðherra að við fáum ekki hér skýrt hvort það verði samið við lýðskólann eða ekki. Það er gott að öryggi verði tryggt en hvað þýðir það? Þýðir það til eins árs, þýðir það til tveggja ára, þriggja ára. Hvaða fjárhæðir verða, verður samið? Þetta er einföld spurning: Verður samið núna á allra næstu dögum við lýðskólann til að eyða óvissu?“ sagði Þorgerður Katrín. Ráðherra svaraði á þá leið að það kæmi henni á óvart að Þorgerður Katrín hafi ekki meðtekið upplýsingarnar. „Það er alveg ljóst í samtölum sem ráðherrann, og ég hef sem sagt sem ráðherra, átt við skólastjórnendur og Flateyri þá hef ég gefið þeim fullvissu mína fyrir því að það verði samið,“ sagði Lilja. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.Vísir/Vilhelm
Alþingi Ísafjarðarbær Skóla - og menntamál Snjóflóð á Flateyri og Suðureyri Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Innlent Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent „Mál að linni“ Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Fleiri fréttir Þjóni engum tilgangi að slíta sambandi við Ísrael Bara einn sagt af sér og það sé Úlfar 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín að Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Sjá meira