Umboðsmaður krefur dómsmálaráðherra um svör Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2020 18:52 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um hvort ráðuneyti hennar hafi eða ætli sér að grípa til aðgerða til að bregðast við „þeim vanda er lýtur að meðferð fjölskyldumála hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“Í tilkynningu á vef umboðsmanns kemur fram að tilefni fyrirspurnarinnar sé kvörtun sem embættinu hafi borist vegna máls sem hefur verið til meðferðar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í meira ein tvö og hálft ár. „Að mati sýslumannsembættisins sjálfs er óviðunandi bið eftir því að ágreiningsmál fái umfjöllun þar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að í bréfi umboðsmanns til ráðherra sé meðal annars bent á að málaflokkurinn varði mannréttindi og verulega persónulega hagsmuni barna og foreldra. Tafir á málum sem slíkum geti, eftir atvikum, falið í sér brot á réttinum til fjölskyldulífs, en sá réttur er stjórnarskrárvarinn. „Hyggist ráðuneytið ekki grípa til einhverra aðgerða vegna stöðu mála óskar umboðsmaður eftir að það skýri ástæður þess og lýsi afstöðu sinni til þess hvort það samrýmist yfirstjórnar- og eftirlitshlutverki ráðherra gagnvart sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir einnig í tilkynningunni að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytið upplýsi um hvort brugðist hafi verið við kvörtunum vegna tafa á þinglýsingum og skráningu skjala hjá sama sýslumannsembætti. Beiðnin er sett fram til þess að geta metið hvort tilefni sé til þess að taka fyrrnefnda þætti í stjórnsýslu sýslumannsembættisins til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar umboðsmanns. Svara frá ráðuneytinu er óskað eigi síðar en 7. febrúar næstkomandi.Hér má nálgast bréf umboðsmanns til dómsmálaráðherra í heild sinni. Fjölskyldumál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir upplýsingum frá Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra um hvort ráðuneyti hennar hafi eða ætli sér að grípa til aðgerða til að bregðast við „þeim vanda er lýtur að meðferð fjölskyldumála hjá embætti sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu.“Í tilkynningu á vef umboðsmanns kemur fram að tilefni fyrirspurnarinnar sé kvörtun sem embættinu hafi borist vegna máls sem hefur verið til meðferðar hjá sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu í meira ein tvö og hálft ár. „Að mati sýslumannsembættisins sjálfs er óviðunandi bið eftir því að ágreiningsmál fái umfjöllun þar,“ segir í tilkynningunni. Þar kemur einnig fram að í bréfi umboðsmanns til ráðherra sé meðal annars bent á að málaflokkurinn varði mannréttindi og verulega persónulega hagsmuni barna og foreldra. Tafir á málum sem slíkum geti, eftir atvikum, falið í sér brot á réttinum til fjölskyldulífs, en sá réttur er stjórnarskrárvarinn. „Hyggist ráðuneytið ekki grípa til einhverra aðgerða vegna stöðu mála óskar umboðsmaður eftir að það skýri ástæður þess og lýsi afstöðu sinni til þess hvort það samrýmist yfirstjórnar- og eftirlitshlutverki ráðherra gagnvart sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu.“ Þá segir einnig í tilkynningunni að óskað hafi verið eftir því að ráðuneytið upplýsi um hvort brugðist hafi verið við kvörtunum vegna tafa á þinglýsingum og skráningu skjala hjá sama sýslumannsembætti. Beiðnin er sett fram til þess að geta metið hvort tilefni sé til þess að taka fyrrnefnda þætti í stjórnsýslu sýslumannsembættisins til athugunar á grundvelli frumkvæðisheimildar umboðsmanns. Svara frá ráðuneytinu er óskað eigi síðar en 7. febrúar næstkomandi.Hér má nálgast bréf umboðsmanns til dómsmálaráðherra í heild sinni.
Fjölskyldumál Stjórnsýsla Umboðsmaður Alþingis Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Sjá meira