Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 13:15 Virkjun HS Orku í Svartsengi er skammt frá fjallinu Þorbirni. vísir/vilhelm Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna þessa. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið en Þorbjörn er skammt frá Grindavík og virkjun HS Orku í Svartsengi. „Við erum í góðu sambandi við yfirvöld almannavarna, höfum sótt fundi þeirra og fylgst vel með. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að langmestar líkur eru á því að þessar jarðhræringar hafi ekki teljandi áhrif á svæðinu en vegna staðsetningar og nálægðar við byggð þá er eftirlit aukið. Við höfum okkar viðbragðsáætlanir innanhúss og höfum farið yfir þær. Við höldum samt áfram okkar venjulega rekstri en eigum okkar viðbragðsáætlanir ef eitthvað kemur í ljós,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku.aðsend Vísindamenn hafa talað um að versta sviðsmyndin geri ráð fyrir hraungosi á svæðinu á allt að tíu kílómetra langri sprungu, en gosið yrði minna en í Holuhrauni. Önnur sviðsmynd sem vísindamenn hafa nefnt er að það myndist gangur og innskot sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Spurður út í verstu sviðsmyndina sem HS Orka vinni út frá segir Tómas allar mögulegar sviðsmyndir skoðaðar. „Og við erum með áætlanir við því sem getur komið upp. Það er erfitt að svara þessu nákvæmlega því mestu líkurnar eru, eins og vísindamenn segja, að engin þessara sviðsmynda hafi einhver teljandi áhrif. En við höfum okkar áætlanir og metum jafnharðan hvað kemur upp og bregðumst við eins og viðeigandi er.“En gæti orðið rafmagnslaust á öllu Reykjanesinu eða jafnvel vatnslaust? „Við teljum engar líkur á því og teljum líka að kerfið gæti vel brugðist við rafmagnsleysi. Við erum með tvær virkjanir, Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun. Þessar jarðhræringar eru nálægt Svartsengi en ekki Reykjanesi. Svo erum við náttúrulega líka að framleiða heitt og kalt vatn en eins og sakir standa þá er algjörlega óábyrgt að vera að velta upp einhverjum mismunandi kostum. Við erum með okkar áætlanir ef eitthvað kemur upp og teljum okkur geta brugðist við í flestum tilfellum,“ segir Tómas. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna þessa. Vísindamenn telja kvikusöfnun vera undir svæðinu við fjallið en Þorbjörn er skammt frá Grindavík og virkjun HS Orku í Svartsengi. „Við erum í góðu sambandi við yfirvöld almannavarna, höfum sótt fundi þeirra og fylgst vel með. Við gerum okkur hins vegar grein fyrir því að langmestar líkur eru á því að þessar jarðhræringar hafi ekki teljandi áhrif á svæðinu en vegna staðsetningar og nálægðar við byggð þá er eftirlit aukið. Við höfum okkar viðbragðsáætlanir innanhúss og höfum farið yfir þær. Við höldum samt áfram okkar venjulega rekstri en eigum okkar viðbragðsáætlanir ef eitthvað kemur í ljós,“ segir Tómas í samtali við Vísi. Tómas Már Sigurðsson er forstjóri HS Orku.aðsend Vísindamenn hafa talað um að versta sviðsmyndin geri ráð fyrir hraungosi á svæðinu á allt að tíu kílómetra langri sprungu, en gosið yrði minna en í Holuhrauni. Önnur sviðsmynd sem vísindamenn hafa nefnt er að það myndist gangur og innskot sem gæti valdið skemmdum á vegum, lögnum og öðrum innviðum. Spurður út í verstu sviðsmyndina sem HS Orka vinni út frá segir Tómas allar mögulegar sviðsmyndir skoðaðar. „Og við erum með áætlanir við því sem getur komið upp. Það er erfitt að svara þessu nákvæmlega því mestu líkurnar eru, eins og vísindamenn segja, að engin þessara sviðsmynda hafi einhver teljandi áhrif. En við höfum okkar áætlanir og metum jafnharðan hvað kemur upp og bregðumst við eins og viðeigandi er.“En gæti orðið rafmagnslaust á öllu Reykjanesinu eða jafnvel vatnslaust? „Við teljum engar líkur á því og teljum líka að kerfið gæti vel brugðist við rafmagnsleysi. Við erum með tvær virkjanir, Reykjanesvirkjun og Svartsengisvirkjun. Þessar jarðhræringar eru nálægt Svartsengi en ekki Reykjanesi. Svo erum við náttúrulega líka að framleiða heitt og kalt vatn en eins og sakir standa þá er algjörlega óábyrgt að vera að velta upp einhverjum mismunandi kostum. Við erum með okkar áætlanir ef eitthvað kemur upp og teljum okkur geta brugðist við í flestum tilfellum,“ segir Tómas.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir „Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 09:58
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Grindvíkingar gantast með hugsanlegt eldgos Jón Gauti Dagbjartsson strandveiðihetja er pollrólegur vegna hugsanlegs eldgoss 27. janúar 2020 11:57