Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2020 21:42 Rauði bletturinn er beint norður af Grindavík, með fjallið Þorbjörn í miðju. Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða svæðinu. Mynd/Af vef Veðurstofunnar. Mynd, unnin er úr gögnum frá gervitungli, sýnir rauðan blett á Reykjanesi með fjallið Þorbjörn í miðju. Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru einnig inni á rauða svæðinu og byggðin í Grindavík í jaðrinum. Myndin var birt á heimasíðu Veðurstofunnar síðdegis og táknar svæðið þar sem land hefur risið mest síðustu vikuna. Í fréttatilkynningu Veðurstofunnar segir að landrisið sé líklegast vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Með öðrum orðum: Það er undir rauða blettinum sem kvika þrýstir líklegast mest á. Hér er myndin eins og hún er sýnd í fullri stærð á vef Veðurstofunnar. Svarta línan, frá A til B, sýnir prófílinn á myndinni hér fyrir neðan.Mynd/Af vef Veðurstofu Íslands. Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga dagana 18.-24. janúar mældar með InSAR bylgjuvíxlmælingum á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu. Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra, segir Veðurstofan. Myndin sýnir breytingar á fjarlægð til gervitungls í millimetrum en fjarlægðarbreytingin tengist bæði landrisi og láréttum færslum jarðskorpunnar. Svarta línan á myndinni fyrir ofan sýnir staðsetningu prófíls sem sýndur er á myndinni hér fyrir neðan. Örvar á myndinni sýna flugstefnu og sjónarhorn gervitungslins. Úrvinnslu gagnanna annaðist Vincent Drouin, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR. Prófílmyndin sýnir að landrisið teygir sig yfir um tíu kílómetra breitt svæði.Mynd/Af vef Veðurstofu. Á prófílnum má sjá að landrisið teygir sig yfir stærra svæði, sem áætla má 10-12 kílómetra breitt, allt vestur frá Eldvörpum og austur að Borgarhrauni og Nátthaga, norðan Ísólfsskála. Sentinel-1 gervitunglið er á vegum Copernicusaráætlunar Evrópusambandsins, umhverfis- og öryggisvöktunar í Evrópu, sem Ísland er aðili að. Því var skotið á loft árið 2014 en sex Sentinel-gervitungl eru komin á braut umhverfis jörðu. Markmiðið er að þau verði allt að þrjátíu talsins. Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Búið er að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni að sögn upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg. Búið sé að fara yfir helstu verkferla ef til viðbragðs kemur. 26. janúar 2020 20:00 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Mynd, unnin er úr gögnum frá gervitungli, sýnir rauðan blett á Reykjanesi með fjallið Þorbjörn í miðju. Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru einnig inni á rauða svæðinu og byggðin í Grindavík í jaðrinum. Myndin var birt á heimasíðu Veðurstofunnar síðdegis og táknar svæðið þar sem land hefur risið mest síðustu vikuna. Í fréttatilkynningu Veðurstofunnar segir að landrisið sé líklegast vísbending um kvikusöfnun á nokkurra kílómetra dýpi. Með öðrum orðum: Það er undir rauða blettinum sem kvika þrýstir líklegast mest á. Hér er myndin eins og hún er sýnd í fullri stærð á vef Veðurstofunnar. Svarta línan, frá A til B, sýnir prófílinn á myndinni hér fyrir neðan.Mynd/Af vef Veðurstofu Íslands. Myndin sýnir jarðskorpuhreyfingar á Reykjanesskaga dagana 18.-24. janúar mældar með InSAR bylgjuvíxlmælingum á myndum frá Sentinel-1 gervitunglinu. Miðja svæðisins þar sem breytingar greinast í myndinni er við fjallið Þorbjörn. Rauði liturinn táknar breytingar yfir 15 millimetra, segir Veðurstofan. Myndin sýnir breytingar á fjarlægð til gervitungls í millimetrum en fjarlægðarbreytingin tengist bæði landrisi og láréttum færslum jarðskorpunnar. Svarta línan á myndinni fyrir ofan sýnir staðsetningu prófíls sem sýndur er á myndinni hér fyrir neðan. Örvar á myndinni sýna flugstefnu og sjónarhorn gervitungslins. Úrvinnslu gagnanna annaðist Vincent Drouin, jarðeðlisfræðingur hjá ÍSOR. Prófílmyndin sýnir að landrisið teygir sig yfir um tíu kílómetra breitt svæði.Mynd/Af vef Veðurstofu. Á prófílnum má sjá að landrisið teygir sig yfir stærra svæði, sem áætla má 10-12 kílómetra breitt, allt vestur frá Eldvörpum og austur að Borgarhrauni og Nátthaga, norðan Ísólfsskála. Sentinel-1 gervitunglið er á vegum Copernicusaráætlunar Evrópusambandsins, umhverfis- og öryggisvöktunar í Evrópu, sem Ísland er aðili að. Því var skotið á loft árið 2014 en sex Sentinel-gervitungl eru komin á braut umhverfis jörðu. Markmiðið er að þau verði allt að þrjátíu talsins.
Almannavarnir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06 Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33 Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16 Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18 Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Búið er að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni að sögn upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg. Búið sé að fara yfir helstu verkferla ef til viðbragðs kemur. 26. janúar 2020 20:00 Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Sjá meira
Áslaug Arna: „Mikilvægt að fólk sé vel upplýst“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn í Grindavík, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 19:06
Versta sviðsmynd gerir ráð fyrir hraungosi sem yrði þó minna en Holuhraun Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir líklegast að landrisið rétt fyrir vestan Þorbjörn stafi af kvikuhreyfingum. 26. janúar 2020 18:33
Bæjarstjóri Grindavíkur: „Menn vilja vera viðbúnir hinu versta“ Fannar Jónasson segir að þó að menn voni það besta þá verði yfirvöld að vera viðbúin hinu versta, en óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar undir Þorbirni. 26. janúar 2020 18:16
Óvissustigi lýst yfir vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn Landris hefur mælst frá 21. janúar og virðist miðja þess vera á Reykjanessskaganum rétt vestan við fjallið Þorbjörn. 26. janúar 2020 17:18
Almannavarnakerfið samræmir viðbragð vegna óvissustigsins Búið er að slípa til viðbragð almannavarnakerfisins í heild sinni að sögn upplýsingafulltrúa hjá Landsbjörg. Búið sé að fara yfir helstu verkferla ef til viðbragðs kemur. 26. janúar 2020 20:00
Gul eldgosaviðvörun á flug aðeins tólf kílómetra frá Keflavíkurflugvelli Litakóði alþjóðaflugs fyrir eldfjöll á Reykjanesskaga hefur verið færður yfir á gult. Svæðið er aðeins í tólf kílómetra loftlínu frá flugbrautum Keflavíkurflugvallar, stærsta og mikilvægasta alþjóðaflugvallar landsins. 26. janúar 2020 18:13
„Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30