Mjög sérstök gangtegund hesta í Puerto Rico Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. janúar 2020 19:45 Katrín Ólína á Skeiðvöllunum með Ólínu, sem er 10 vetra mögnuð klárhryssa. Magnús Hlynur Hreiðarsson. Það var mikil upplifun fyrir hestahjón úr Holta og Landsveit að heimsækja hestabúgarða í Puerto Rico á dögunum en þar fengu þau að kynnast gangtegund sem þau hafa aldrei séð áður. Á meðan íslenskir hestamenn vilja hafa hestana sína stórskrefa þá vilja hestamenn í Puerto Rico hafa skrefin eins stutt og mögulegt er. Það er nóg að gera hjá hestamönnum landsins að æfa fyrir allskonar mót í vetur og ekki síður fyrir landsmót hestamanna sem fer fram á Hellu í sumar. Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum í Holta í Landsveit, sem er í Rangárþingi ytra er einn af þessum hestamönnum. Katrín og maður hennar, Davíð Jónsson, eru nýkomin heim frá Puerto Rico þar sem þau heimsóttu nokkra hestabúgarða þar sem þau hitti eigendur og þjálfara hestanna og fengum að kynnast mismunandi gangtegundum hestana. Ein gangtegund vakti sérstaka athygli, eitthvað sem íslenski hesturinn gerir ekki, þrátt fyrir að vera með fimm gangtegundir. "Þetta eru sem sagt Paso fino hestar og þessir hestar sem við fengum að prófa eru einstaklega vel þjálfaðir keppnis og sýningahestar, mjög ólíkt því sem við erum með hjá okkur. Við viljum hafa skrefið stórt og mikið en þarna þykir það flottara þeimur styttra sem það er“, segir Katrín og bætir við hlægjandi. „Já, það er ótrúlega fyndið að sjá þetta, ég myndi ekki vilja fara á fjall á svona hesti“. Davíð Jónsson, eiginmaður Katrínar á Paso fino hesti.Katrín Ólína. En hvernig fannst Katrínu að fara á bak svona hesti? „Það var öðruvísi en ég átti von á, mér fannst þessir hestar frekar líkir okkar hestum að sitja á, fyrir utan það að skrefið var mjög stutt. Þeir voru taumléttir, léttari en ég átti vona á og maður þurfti voðalega lítið að gera, það var eiginlega bara að sitja og hvetja, þeir fóru bara svona á sjálfum sér, þetta virtist vera mjög náttúrlegt hjá þeim“. Katrín segir að það sé keppt mikið á þessum hesti og þar gildir af þeimur styttra sem skrefið er þeimur betra. Katrín segir mjög gaman að kynna sér önnur hestakyn í útlöndum. „Það er bara æðislegt og það sem mér fannst líka gaman í Puerto Rico er að þau eru alveg eins og við, þau eru mjög stolt af sínum hesti og fannst mjög gaman að geta sýnt okkur svona mikið af góðum hestum, mjög skemmtilegt. En íslenski hesturinn stendur alltaf upp úr, hann er lang bestur“. Hestar Landbúnaður Púertó Ríkó Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira
Það var mikil upplifun fyrir hestahjón úr Holta og Landsveit að heimsækja hestabúgarða í Puerto Rico á dögunum en þar fengu þau að kynnast gangtegund sem þau hafa aldrei séð áður. Á meðan íslenskir hestamenn vilja hafa hestana sína stórskrefa þá vilja hestamenn í Puerto Rico hafa skrefin eins stutt og mögulegt er. Það er nóg að gera hjá hestamönnum landsins að æfa fyrir allskonar mót í vetur og ekki síður fyrir landsmót hestamanna sem fer fram á Hellu í sumar. Katrín Ólína Sigurðardóttir á Skeiðvöllum í Holta í Landsveit, sem er í Rangárþingi ytra er einn af þessum hestamönnum. Katrín og maður hennar, Davíð Jónsson, eru nýkomin heim frá Puerto Rico þar sem þau heimsóttu nokkra hestabúgarða þar sem þau hitti eigendur og þjálfara hestanna og fengum að kynnast mismunandi gangtegundum hestana. Ein gangtegund vakti sérstaka athygli, eitthvað sem íslenski hesturinn gerir ekki, þrátt fyrir að vera með fimm gangtegundir. "Þetta eru sem sagt Paso fino hestar og þessir hestar sem við fengum að prófa eru einstaklega vel þjálfaðir keppnis og sýningahestar, mjög ólíkt því sem við erum með hjá okkur. Við viljum hafa skrefið stórt og mikið en þarna þykir það flottara þeimur styttra sem það er“, segir Katrín og bætir við hlægjandi. „Já, það er ótrúlega fyndið að sjá þetta, ég myndi ekki vilja fara á fjall á svona hesti“. Davíð Jónsson, eiginmaður Katrínar á Paso fino hesti.Katrín Ólína. En hvernig fannst Katrínu að fara á bak svona hesti? „Það var öðruvísi en ég átti von á, mér fannst þessir hestar frekar líkir okkar hestum að sitja á, fyrir utan það að skrefið var mjög stutt. Þeir voru taumléttir, léttari en ég átti vona á og maður þurfti voðalega lítið að gera, það var eiginlega bara að sitja og hvetja, þeir fóru bara svona á sjálfum sér, þetta virtist vera mjög náttúrlegt hjá þeim“. Katrín segir að það sé keppt mikið á þessum hesti og þar gildir af þeimur styttra sem skrefið er þeimur betra. Katrín segir mjög gaman að kynna sér önnur hestakyn í útlöndum. „Það er bara æðislegt og það sem mér fannst líka gaman í Puerto Rico er að þau eru alveg eins og við, þau eru mjög stolt af sínum hesti og fannst mjög gaman að geta sýnt okkur svona mikið af góðum hestum, mjög skemmtilegt. En íslenski hesturinn stendur alltaf upp úr, hann er lang bestur“.
Hestar Landbúnaður Púertó Ríkó Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Sjá meira