Meiri samskipti, meiri vellíðan Guðrún Björnsdóttir skrifar 24. janúar 2020 08:00 Í áhugaverðri tilraun á áttunda áratugnum rannsakaði kanadíski sálfræðingurinn Dr. Bruce Alexander tengsl á milli fíknar og samfélags. Notaði hann rottur sem viðfangsefni og kannaði hvort félagslegar aðstæður hefðu áhrif á neyslu þeirra. Kallaðist tilraunin „Rat Park“. Borin var saman hegðun hjá rottum sem voru einar í búri og rottum sem deildu sérútbúnu rými með öðrum. Allar höfðu þær aðgang að hreinu vatn til drykkjar annars vegar og morfínblönduðu vatni hins vegar. Niðurstaða rannsóknarinn sýndi að á meðan einangruðu rotturnar sóttu í morfínblandaða vatnið þar til þær drápust völdu þær sem höfðu félagsskap frekar hreint vatn. Þar af leiðandi var dregin sú ályktun að félagsskapur og samskipti við aðra gæti spornað gegn því að einstaklingar þróuðu með sér ávanabindandi hegðun. Fyrir 10 árum síðan sótti ég ráðstefnu um uppbyggingu stúdentagarða í Mið-Evrópu. Þar komu fram sláandi niðurstöður könnunar um líðan háskólastúdenta, þar sem talað var um að um 30% þeirra upplifðu kvíða og/eða aðra vanlíðan. Þrátt fyrir að könnunin næði ekki til Íslands reiknaði ég með að við værum engin undantekning eins og síðar kom í ljós. Í framhaldi af því ákváðum við hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) að í allri uppbygging nýrra stúdentagarða yrði lögð áhersla á að hanna húsnæðið þannig að það stuðlaði að auknum samskiptum íbúa sem leið til að minnka líkur á einmanaleika og annarri vanlíðan. Í rannsókn sem gerð var árið 2018 á geðheilsu nemenda við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík kom fram að um þriðjungur þeirra mældist með þunglyndi. Í könnunum á vegum Landlæknis hefur komið fram að sífellt fleiri upplifa sig einmana. Nú í janúar sýndu niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands að líðan unglinga er verri nú en nokkru sinni áður og að hátt í 40% unglinga í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar og um 17% segjast vera oft eða mjög oft einmana. Mér varð hugsað til Rat Park rannsóknarinnar í þessu tilliti, en miðað við hana þá getur steðjað viss hætta að fólki sem þjáist af einmanaleika. Hlutverk FS er að bæta lífskjör stúdenta við Háskóla Íslands. Við tökum þetta hlutverk alvarlega, hvort sem um er að ræða að bjóða leigu á sanngjörnu verði eða með því að reyna að draga úr áhyggjum stúdenta með því að bjóða þjónustu sem þeir þurfa á að halda líkt og leikskólaplássi fyrir börnin þeirra eða næringu yfir daginn. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á uppbyggingu stúdentaíbúða enda ekki vanþörf á sökum langra biðlista, en eftir langa bið getum við loks unnið þá niður og boðið tæplega 300 stúdentum húsnæði á nýjum Stúdentagarði sem verið er að taka í notkun. Markmið okkar er ekki eingöngu að byggja þak yfir höfuðið. Við leggjum áherslu á að búa til samfélag þar sem íbúar komast ekki hjá því að hittast, kynnast og eiga samskipti sín á milli. Auk hefðbundins íbúðaforms bjóðum við á þessum nýja garði búsetu í 8-9 herbergja íbúðum þar sem hver og einn hefur sitt svefnherbergi og baðherbergi en hópurinn deilir fullbúnu sameiginlegu eldhúsi og stofu. Þó við vitum að þetta eitt og sér kemur ekki í veg fyrir einmanaleika, vanlíðan og félagslega einangrun þá teljum við að búseta sem þessi geti haft áhrif. Það getur verið gott að vera einn með sjálfum sér en stundum líka nauðsynlegt að hafa félagsskap og upplifa sig sem part af samfélagi. Þessa dagana erum við að taka á móti umsóknum og úthluta leigueiningum og hvet ég stúdenta til að kynna sér málið og sækja um á www.studentagardar.is. Á meðan nýir íbúar tínast á svæðið fullir eftirvæntingar erum við stolt að geta tekið á móti þeim sem til okkar leita með boð um húsnæði í stað vonbrigða um setu á margra mánaða biðlista. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Sjá meira
Í áhugaverðri tilraun á áttunda áratugnum rannsakaði kanadíski sálfræðingurinn Dr. Bruce Alexander tengsl á milli fíknar og samfélags. Notaði hann rottur sem viðfangsefni og kannaði hvort félagslegar aðstæður hefðu áhrif á neyslu þeirra. Kallaðist tilraunin „Rat Park“. Borin var saman hegðun hjá rottum sem voru einar í búri og rottum sem deildu sérútbúnu rými með öðrum. Allar höfðu þær aðgang að hreinu vatn til drykkjar annars vegar og morfínblönduðu vatni hins vegar. Niðurstaða rannsóknarinn sýndi að á meðan einangruðu rotturnar sóttu í morfínblandaða vatnið þar til þær drápust völdu þær sem höfðu félagsskap frekar hreint vatn. Þar af leiðandi var dregin sú ályktun að félagsskapur og samskipti við aðra gæti spornað gegn því að einstaklingar þróuðu með sér ávanabindandi hegðun. Fyrir 10 árum síðan sótti ég ráðstefnu um uppbyggingu stúdentagarða í Mið-Evrópu. Þar komu fram sláandi niðurstöður könnunar um líðan háskólastúdenta, þar sem talað var um að um 30% þeirra upplifðu kvíða og/eða aðra vanlíðan. Þrátt fyrir að könnunin næði ekki til Íslands reiknaði ég með að við værum engin undantekning eins og síðar kom í ljós. Í framhaldi af því ákváðum við hjá Félagsstofnun stúdenta (FS) að í allri uppbygging nýrra stúdentagarða yrði lögð áhersla á að hanna húsnæðið þannig að það stuðlaði að auknum samskiptum íbúa sem leið til að minnka líkur á einmanaleika og annarri vanlíðan. Í rannsókn sem gerð var árið 2018 á geðheilsu nemenda við Háskóla Íslands, Háskólann á Akureyri og Háskólann í Reykjavík kom fram að um þriðjungur þeirra mældist með þunglyndi. Í könnunum á vegum Landlæknis hefur komið fram að sífellt fleiri upplifa sig einmana. Nú í janúar sýndu niðurstöður rannsóknar á vegum Rannsóknarstofu í tómstundafræðum Háskóla Íslands að líðan unglinga er verri nú en nokkru sinni áður og að hátt í 40% unglinga í 10. bekk finna fyrir depurð vikulega eða oftar og um 17% segjast vera oft eða mjög oft einmana. Mér varð hugsað til Rat Park rannsóknarinnar í þessu tilliti, en miðað við hana þá getur steðjað viss hætta að fólki sem þjáist af einmanaleika. Hlutverk FS er að bæta lífskjör stúdenta við Háskóla Íslands. Við tökum þetta hlutverk alvarlega, hvort sem um er að ræða að bjóða leigu á sanngjörnu verði eða með því að reyna að draga úr áhyggjum stúdenta með því að bjóða þjónustu sem þeir þurfa á að halda líkt og leikskólaplássi fyrir börnin þeirra eða næringu yfir daginn. Undanfarin ár höfum við lagt áherslu á uppbyggingu stúdentaíbúða enda ekki vanþörf á sökum langra biðlista, en eftir langa bið getum við loks unnið þá niður og boðið tæplega 300 stúdentum húsnæði á nýjum Stúdentagarði sem verið er að taka í notkun. Markmið okkar er ekki eingöngu að byggja þak yfir höfuðið. Við leggjum áherslu á að búa til samfélag þar sem íbúar komast ekki hjá því að hittast, kynnast og eiga samskipti sín á milli. Auk hefðbundins íbúðaforms bjóðum við á þessum nýja garði búsetu í 8-9 herbergja íbúðum þar sem hver og einn hefur sitt svefnherbergi og baðherbergi en hópurinn deilir fullbúnu sameiginlegu eldhúsi og stofu. Þó við vitum að þetta eitt og sér kemur ekki í veg fyrir einmanaleika, vanlíðan og félagslega einangrun þá teljum við að búseta sem þessi geti haft áhrif. Það getur verið gott að vera einn með sjálfum sér en stundum líka nauðsynlegt að hafa félagsskap og upplifa sig sem part af samfélagi. Þessa dagana erum við að taka á móti umsóknum og úthluta leigueiningum og hvet ég stúdenta til að kynna sér málið og sækja um á www.studentagardar.is. Á meðan nýir íbúar tínast á svæðið fullir eftirvæntingar erum við stolt að geta tekið á móti þeim sem til okkar leita með boð um húsnæði í stað vonbrigða um setu á margra mánaða biðlista. Höfundur er framkvæmdastjóri Félagsstofnunar stúdenta.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar