Erlent

Þrír létu lífið þegar Herkú­les-vél fórst við slökkvi­störf í Ástralíu

Atli Ísleifsson skrifar
Flugvélinn var af gerðinni C-130 Herkúles.
Flugvélinn var af gerðinni C-130 Herkúles. AP

Herkúles-flutningavél af gerðinni C-130, sem sérstaklega var útbúin til slökkvistarfs, hrapaði til jarðar og sprakk í loft upp í Ástralíu í nótt. Miklir gróðureldar geisa enn víðs vegar um landið.

Þrír voru um borð í vélinni og létust þeir allir en vélin var í eigu kanadísks fyrirtækis. Vélin hrapaði á svæði þar sem eldar brenna suður af höfuðborginni Canberra, á fjallsvæði sem kallast í Snowy Mountains, en flugmennirnir voru allir búsettir í Bandaríkjunum.

Gróðureldarnir í Ástralíu hafa nú brunnið síðan í september og hafa 33 látið lífið af þeirra völdum. Brunasvæðið er nú um tíu milljarðar hektara eða á stærð við England.

Um áttatíu eldar brenna enn víðs vegar um Nýju Suður-Wales.

Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, hefur sent aðstandendum hinna látnu samúðarkveðjur.


Tengdar fréttir

Íbúar orðnir þreyttir á langvarandi hamförum

Mannskæðir skógareldar geisa enn í Ástralíu. Átján hafa farist síðan í september og í vikunni bættust sautján við í hóp þeirra sem er saknað. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Nýja-Suður Wales. Íslendingur, búsettur á svæðinu, segir fólk orðið þreytt á ástandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×