Segir of mikið gert úr gulri viðvörun Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2020 07:46 Frá vettvangi við Langjökul þann 7. janúar síðastliðinn. Landsbjörg Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland, segir að of mikið hafi verið gert úr því að Veðurstofan hafi gefið út gula viðvörun daginn sem farið var með hóp ferðamanna á vélsleðum við Langjökul. Þann 7. janúar voru björgunarsveitir kallaðar út til að koma 39 ferðamönnum til byggða. „Það er ekkert í gulri viðvörun sem gefur til kynna að það skuli afdráttarlaust aflýsa öllum ferðum, þótt vissulega sé tekið fram að slík veður krefjist árvekni við skipulagningu ferða milli landshluta,“ segir Haukur í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Við vorum meðvitaðir um veðrið og ætluðum að vera farnir af svæðinu áður en það kæmi vont veður.“ Upprunalega átti ferðinni að ljúka áður en veðrið skall á. Hún hafi þó dregist. Henni átti að ljúka klukkan tvö en það var ekki fyrr en 15:20 sem leiðsögumaður sagði að tafirnar kölluðu hugsanlega á aðgerðir. Þá var hópurinn lagður af stað frá Íshellinum við Langjökul að Geldingarfelli, þar sem bækistöðvar Mountaineers of Iceland eru. Haukur segir einnig að hugsanlega hefði átt að hringja fyrr eftir aðstoð. Starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki séð fyrir sér að þörf væri á því. Snjótroðari sem fyrirtækið á hafi þó bilað og bíll þar að auki. Þá þurfti jarðýtu til að ryðja leiðina að fólkinu fyrir þá jeppa sem voru eftir. „Við töldum okkur hafa allan þann tækjabúnað og mannskap á svæðinu sem þyrfti til að koma fólkinu sem fyrst í öruggt skjól í bækistöð okkar. Við tölum alltaf að við hefðum besta tækifærið til að skila fólkinu sem fyrst.“ Mountaineers tókst að koma jarðýtu og tveimur jeppum að fólkinu og þriðja jeppanum nokkrum klukkustundum eftir það. Skömmu seinna voru björgunarsveitarmenn komnir að hópnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa rætt við flesta sem voru í ferðinni og byrjuðu þeir strax daginn eftir umrædda ferð. „Við erum gjörsamlega miður okkar yfir þessu atviki. Okkur þykir mjög fyrir því að viðskiptavinir okkar hafi þurft að upplifa þetta og að þeir hafi lent í þessum vandræðum með okkur,“ segir Haukur. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira
Haukur Herbertsson, rekstrarstjóri Mountaineers of Iceland, segir að of mikið hafi verið gert úr því að Veðurstofan hafi gefið út gula viðvörun daginn sem farið var með hóp ferðamanna á vélsleðum við Langjökul. Þann 7. janúar voru björgunarsveitir kallaðar út til að koma 39 ferðamönnum til byggða. „Það er ekkert í gulri viðvörun sem gefur til kynna að það skuli afdráttarlaust aflýsa öllum ferðum, þótt vissulega sé tekið fram að slík veður krefjist árvekni við skipulagningu ferða milli landshluta,“ segir Haukur í viðtali í Morgunblaðinu í dag. „Við vorum meðvitaðir um veðrið og ætluðum að vera farnir af svæðinu áður en það kæmi vont veður.“ Upprunalega átti ferðinni að ljúka áður en veðrið skall á. Hún hafi þó dregist. Henni átti að ljúka klukkan tvö en það var ekki fyrr en 15:20 sem leiðsögumaður sagði að tafirnar kölluðu hugsanlega á aðgerðir. Þá var hópurinn lagður af stað frá Íshellinum við Langjökul að Geldingarfelli, þar sem bækistöðvar Mountaineers of Iceland eru. Haukur segir einnig að hugsanlega hefði átt að hringja fyrr eftir aðstoð. Starfsmenn fyrirtækisins hafi ekki séð fyrir sér að þörf væri á því. Snjótroðari sem fyrirtækið á hafi þó bilað og bíll þar að auki. Þá þurfti jarðýtu til að ryðja leiðina að fólkinu fyrir þá jeppa sem voru eftir. „Við töldum okkur hafa allan þann tækjabúnað og mannskap á svæðinu sem þyrfti til að koma fólkinu sem fyrst í öruggt skjól í bækistöð okkar. Við tölum alltaf að við hefðum besta tækifærið til að skila fólkinu sem fyrst.“ Mountaineers tókst að koma jarðýtu og tveimur jeppum að fólkinu og þriðja jeppanum nokkrum klukkustundum eftir það. Skömmu seinna voru björgunarsveitarmenn komnir að hópnum. Forsvarsmenn fyrirtækisins hafa rætt við flesta sem voru í ferðinni og byrjuðu þeir strax daginn eftir umrædda ferð. „Við erum gjörsamlega miður okkar yfir þessu atviki. Okkur þykir mjög fyrir því að viðskiptavinir okkar hafi þurft að upplifa þetta og að þeir hafi lent í þessum vandræðum með okkur,“ segir Haukur.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Fleiri fréttir Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjá meira