Krufning bendir til þess að ferðamennirnir hafi orðið úti á Sólheimasandi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2020 11:31 Líkin fundust á Sólheimasandi í síðustu viku. Vísir/Landmælingar Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir jafnframt að ekki séu merki um utanaðkomandi aðila og að ekki sé grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Þá verði áfram unnið úr þeim gögnum sem aflað hefur verið til að varpa frekari ljósi á ferðir fólksins á þessum slóðum. Endanleg niðurstaða krufningar mun svo liggja fyrir að einhverjum vikum liðnum. Karlmaðurinn sem lést var fæddur árið 1997 og konan árið 1999. Þau voru vinir og stunduðu nám í Bretlandi. Aðstandendur þeirra komu til landsins á sunnudaginn og átti lögregla fund með þeim og fulltrúum kínverska sendiráðsins á mánudag. Tilkynningu lögreglu lesa má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna, karlmanns sem fæddur var 1997 og konu sem fædd var 1999, sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar s.l. bendir til þess að fólkið hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir dagana þar á undan.Ekki eru merki um aðkomu utanaðkomandi aðila og ekki er grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Áfram verður unnið úr þeim gögnum sem aflað hefur verið til að varpa frekari ljósi á ferðir þeirra á þessum slóðum. Endanleg niðurstaða krufningar mun liggja fyrir að einhverjum vikum liðnum.Aðstandendur fólksins komu til landsins s.l sunnudag og fundaði lögregla með þeim og fulltrúum kínverksa sendiráðsins á mánudag.Fréttin hefur verið uppfærð. Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hin látnu kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. 17. janúar 2020 11:45 Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar síðastliðinn bendir til þess að þau hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir þar dagana á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Þar segir jafnframt að ekki séu merki um utanaðkomandi aðila og að ekki sé grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Þá verði áfram unnið úr þeim gögnum sem aflað hefur verið til að varpa frekari ljósi á ferðir fólksins á þessum slóðum. Endanleg niðurstaða krufningar mun svo liggja fyrir að einhverjum vikum liðnum. Karlmaðurinn sem lést var fæddur árið 1997 og konan árið 1999. Þau voru vinir og stunduðu nám í Bretlandi. Aðstandendur þeirra komu til landsins á sunnudaginn og átti lögregla fund með þeim og fulltrúum kínverska sendiráðsins á mánudag. Tilkynningu lögreglu lesa má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líkum tveggja kínverskra ferðamanna, karlmanns sem fæddur var 1997 og konu sem fædd var 1999, sem fundust á Sólheimasandi þann 16. janúar s.l. bendir til þess að fólkið hafi orðið úti í óveðri sem gekk yfir dagana þar á undan.Ekki eru merki um aðkomu utanaðkomandi aðila og ekki er grunur um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað. Áfram verður unnið úr þeim gögnum sem aflað hefur verið til að varpa frekari ljósi á ferðir þeirra á þessum slóðum. Endanleg niðurstaða krufningar mun liggja fyrir að einhverjum vikum liðnum.Aðstandendur fólksins komu til landsins s.l sunnudag og fundaði lögregla með þeim og fulltrúum kínverksa sendiráðsins á mánudag.Fréttin hefur verið uppfærð.
Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Hin látnu kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. 17. janúar 2020 11:45 Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19 150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Hin látnu kínverskir námsmenn búsettir í Bretlandi Ung kona og maður sem fundust látin á Sólheimasandi í gær voru bæði námsmenn í Bretlandi. 17. janúar 2020 11:45
Tvö lík fundust á Sólheimasandi Lík tveggja ferðamanna fundust á Sólheimasandi í dag og er talið að um par sé að ræða. 16. janúar 2020 15:19
150 metrar á milli kínverska parsins sem fannst látið á Sólheimasandi Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir líkfund á Sólheimasandi í dag óvenjulegan. 16. janúar 2020 18:01