Norska stjórnin er sprungin Atli Ísleifsson skrifar 20. janúar 2020 13:01 Siv Jensen er formaður norska Framfaraflokksins. Getty Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá ákvörðun flokksins nú fyrir stundu. „Ég fór með okkur inn í ríkisstjórn og nú fer ég með Framfaraflokkinn út úr ríkisstjórn,“ sagði Jensen eftir fund flokksstjórnar í hádeginu. Reiknað er með að ríkisstjórn Ernu Solberg, minnihlutastjórn, muni áfram stýra landinu, þar til að annað kemur í ljós. Mikil óánægja hefur verið innan Framfaraflokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Jensen og Erna Solberg forsætisráðherra funduðu í morgun til að ræða kröfulista sem Jensen lagði fram með skilyrðum fyrir áframhaldandi stjórnarþátttöku. Fundurinn stóð í um klukkustund. Siv Jensen og Erna Solberg eftir myndun ríkisstjórnar Hægriflokksins og Framfaraflokksins árið 2013.EPA Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn frá árinu 2013. Síðustu misserin hafa fjórir flokkar starfað saman í stjórn - Hægriflokkur Solberg, Framfaraflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre. „Að eiga sæti í ríkisstjórn hefur alltaf verið leið til að fá í gegn pólitík okkar, ekki markmið í sjálfu sér,“ sagði Jensen og bætti við að erfiðleikar hafi verið í samstarfinu að undanförnu. Hún segist þó stolt af ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar, meðal annars að hafa náð í gegn hertri innflytjendalöggjöf. Málamiðlanirnar í stjórnarsamstarfinu hafi hins vegar orðið of miklar til að hægt væri að réttlæta áframhaldandi veru flokksins í stjórn, sagði Jensen. Konan og börnum hennar var haldið í al-Hol búðunum í norðausturhluta Sýrlands, ásamt þúsundum annarra fjölskyldumeðlima ISIS-liða. Aðstæður þar hafa lengi verið verulega slæmar og var annað barna konunnar orðið verulega veikt. Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Ríkisstjórn Noregs hafði stungið upp á því að veika barnið yrði eitt flutt til Noregs en því hafði konan neitað alfarið. Forsvarsmenn Framfaraflokksins hafa sagst vilja barnið til Noregs en ekki konuna og segja hana hafa nýtt sér veikt barnið til að komast til aftur til Noregs. Noregur Tengdar fréttir Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Stjórn Ernu Solberg forsætisráðherra Noregs er sprungin. Þetta varð ljóst eftir að tilkynnt var að Framfaraflokkurinn hafði ákveðið að ganga út úr stjórnarsamstarfinu. Siv Jensen, formaður Framfaraflokksins og fjármálaráðherra, greindi frá ákvörðun flokksins nú fyrir stundu. „Ég fór með okkur inn í ríkisstjórn og nú fer ég með Framfaraflokkinn út úr ríkisstjórn,“ sagði Jensen eftir fund flokksstjórnar í hádeginu. Reiknað er með að ríkisstjórn Ernu Solberg, minnihlutastjórn, muni áfram stýra landinu, þar til að annað kemur í ljós. Mikil óánægja hefur verið innan Framfaraflokksins eftir að norsk stjórnvöld ákváðu að sækja norsk-pakistanska konu, sem hafði verið virk innan hryðjuverkasamtakanna ISIS, til Sýrlands ásamt tveimur börnum hennar. Jensen og Erna Solberg forsætisráðherra funduðu í morgun til að ræða kröfulista sem Jensen lagði fram með skilyrðum fyrir áframhaldandi stjórnarþátttöku. Fundurinn stóð í um klukkustund. Siv Jensen og Erna Solberg eftir myndun ríkisstjórnar Hægriflokksins og Framfaraflokksins árið 2013.EPA Framfaraflokkurinn og Hægriflokkurinn hafa starfað saman í ríkisstjórn frá árinu 2013. Síðustu misserin hafa fjórir flokkar starfað saman í stjórn - Hægriflokkur Solberg, Framfaraflokkurinn, Kristilegi þjóðarflokkurinn og Venstre. „Að eiga sæti í ríkisstjórn hefur alltaf verið leið til að fá í gegn pólitík okkar, ekki markmið í sjálfu sér,“ sagði Jensen og bætti við að erfiðleikar hafi verið í samstarfinu að undanförnu. Hún segist þó stolt af ýmsum verkum ríkisstjórnarinnar, meðal annars að hafa náð í gegn hertri innflytjendalöggjöf. Málamiðlanirnar í stjórnarsamstarfinu hafi hins vegar orðið of miklar til að hægt væri að réttlæta áframhaldandi veru flokksins í stjórn, sagði Jensen. Konan og börnum hennar var haldið í al-Hol búðunum í norðausturhluta Sýrlands, ásamt þúsundum annarra fjölskyldumeðlima ISIS-liða. Aðstæður þar hafa lengi verið verulega slæmar og var annað barna konunnar orðið verulega veikt. Sjá einnig: Kalífadæmið lifir áfram meðal kvenna ISIS Ríkisstjórn Noregs hafði stungið upp á því að veika barnið yrði eitt flutt til Noregs en því hafði konan neitað alfarið. Forsvarsmenn Framfaraflokksins hafa sagst vilja barnið til Noregs en ekki konuna og segja hana hafa nýtt sér veikt barnið til að komast til aftur til Noregs.
Noregur Tengdar fréttir Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32 Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Örlagadagur í norskri pólitík Ekki er útilokað að Framfaraflokkurinn sprengi norsku ríkisstjórnina í dag. 20. janúar 2020 07:32