Sigurganga Liverpool heldur áfram | Komnir með 22 stiga forskot Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. febrúar 2020 15:00 Mo Salah skoraði tvívegis er Liverpool vann enn einn leikinn. Vísir/Getty Liverpool hefur nú unnið 24 af 25 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann Southampton 4-0 á Anfield í dag. Alls hefur liðið unnið 15 leiki í röð og hefur nú ekki tapað í síðustu 42 deildarleikjum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá settu verðandi Englandsmeistarar Liverpool í fluggírinn. Strax á 47. mínútu kom Alex Oxlade-Chamberlain heimamönnum yfir með frábæru skoti. Þegar klukkutími var liðinn var það svo fyrirliðinn Jordan Henderson sem tvöfaldaði forystu Liverpool eftir frábæran undirbúning Roberto Firmino. Mo Salah bætti svo við tveimur mörkum á 72. og 90. mínútu. Fyrra markið kom eftir góða sendingu Henderson og snyrtilega afgreiðslu Egyptans, það síðara böðlaði Salah svo yfir línuna eftir góða skyndisókn. Lokatölur 4-0 og forysta Liverpool orðin 22 stig. Enski boltinn
Liverpool hefur nú unnið 24 af 25 leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann Southampton 4-0 á Anfield í dag. Alls hefur liðið unnið 15 leiki í röð og hefur nú ekki tapað í síðustu 42 deildarleikjum. Eftir markalausan fyrri hálfleik þá settu verðandi Englandsmeistarar Liverpool í fluggírinn. Strax á 47. mínútu kom Alex Oxlade-Chamberlain heimamönnum yfir með frábæru skoti. Þegar klukkutími var liðinn var það svo fyrirliðinn Jordan Henderson sem tvöfaldaði forystu Liverpool eftir frábæran undirbúning Roberto Firmino. Mo Salah bætti svo við tveimur mörkum á 72. og 90. mínútu. Fyrra markið kom eftir góða sendingu Henderson og snyrtilega afgreiðslu Egyptans, það síðara böðlaði Salah svo yfir línuna eftir góða skyndisókn. Lokatölur 4-0 og forysta Liverpool orðin 22 stig.