Erlent

Nær úti­lokað að vitni verði kölluð til í réttar­höldunum yfir Trump

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, verður eflaust sýknaður af ákæru um brot í starfi.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, verður eflaust sýknaður af ákæru um brot í starfi. vísir/epa

Demókratar í öldungadeild Bandaríkjaþings urðu fyrir áfalli í nótt þegar í ljós koma að þeim tækist sennilega ekki að ná nægilega mörgum atvkvæðum til að hægt yrði að kalla til vitni í réttarhöldunum yfir Donald Trump forseta sem nú fara fram.

Demókratar hafa kallað eftir því að vitni verði leidd fyrir öldungadeildina en Repúblikanar hafa flestir verið því mótfallnir og vilja þeir ljúka málinu sem fyrst.

Þó voru nokkrir Repúblikanar hallir undir það að kalla vitni til og þurftu Demókratar aðeins fjögur atkvæði frá Repúblikönum til að svo mætti verða.

Fjórir hafa þótt líklegir, þau Mitt Romney, Susan Collins, Lisa Murkowski og Lamar Alexander, þingmaður frá Tennessee.

Alexender sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu í nótt þar sem hann sagði enga þörf á vitnaleiðslum í málinu heldur ætti að leggja málið í hendur kjósenda í næstu forsetakosningum.

Þar með virðist ljóst að engin vitni verði kölluð til og því stutt í að réttarhöldunum ljúki. Allar líkur eru á því að Trump forseti verði sýknaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×