Stólpagrín gert að kortaleikfimi ráðherrans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2020 10:45 Seth Meyers var ekki hrifinn af framgöngu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mynd/NBC Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. Í viðtalinu var Pompeo þráspurður út í málefni Úkraínu í tengslum við ákærur á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hlusta má á viðtalið hér. Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á Pompeo en Kelly hefur sagt að eftir viðtalið hafi Pompeo öskrað á hana, blótað hennig og beðið hana um að benda á Úkraínu á landakorti þar sem ríkjaheitin voru ekki merkt inn á kortið. Í yfirlýsingu frá Pompeo kom fram að Kelly hafi ekki getað bent á Úkraínu en í grein í New York Times heldur hún því fram að hún hafi sannarlega getað bent á Úkraínu á kortinu, sem hún hafi gert. Kortið sem Pompeo dró upp er sagt hafa verið án ríkjaheita, ólíkt þessu.Vísir/Getty Málið var tekið fyrir hjá spjallþáttastjórnendum í Bandaríkjunum í gær sem gerðu miskunnarlaust grín að Pompeo vegna málsins. „Í fyrsta lagi, af hverju er Mike Pompeo með ómerkt landakort við hendina. Er hann utanríkisráðherra eða grunnskólakennari í landafræði?“ spurði Stephen Colbert sem stýrir The Late Show with Stephen Colbert. Seth Meyers, sem stýrir Late Night with Seth Meyers benti hins vegar á að ef litið væri til menntunar væri Kelly líklega hæfari utanríkisráðherra en Pompeo sjálfur. „Heldurðu að þú getir látið hana líta út fyrir að vera heimska með því að biðja hana um að benda á eitthvað ríki á korti? Hún gekk í Cambridge og Harvard og er með mastersgráðu í Evrópufræðum. Hún er ekki bara hæf í eigið starf hún er hæfari en þú í þitt starf. Mary Louise Kelly getur bent á Úkraínu á korti og hún getur örugglega sagt þér hver séu fimm bestu hótelin,“ sagði Meyers er hann beindi orðum sínum að Pompeo. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. Í viðtalinu var Pompeo þráspurður út í málefni Úkraínu í tengslum við ákærur á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hlusta má á viðtalið hér. Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á Pompeo en Kelly hefur sagt að eftir viðtalið hafi Pompeo öskrað á hana, blótað hennig og beðið hana um að benda á Úkraínu á landakorti þar sem ríkjaheitin voru ekki merkt inn á kortið. Í yfirlýsingu frá Pompeo kom fram að Kelly hafi ekki getað bent á Úkraínu en í grein í New York Times heldur hún því fram að hún hafi sannarlega getað bent á Úkraínu á kortinu, sem hún hafi gert. Kortið sem Pompeo dró upp er sagt hafa verið án ríkjaheita, ólíkt þessu.Vísir/Getty Málið var tekið fyrir hjá spjallþáttastjórnendum í Bandaríkjunum í gær sem gerðu miskunnarlaust grín að Pompeo vegna málsins. „Í fyrsta lagi, af hverju er Mike Pompeo með ómerkt landakort við hendina. Er hann utanríkisráðherra eða grunnskólakennari í landafræði?“ spurði Stephen Colbert sem stýrir The Late Show with Stephen Colbert. Seth Meyers, sem stýrir Late Night with Seth Meyers benti hins vegar á að ef litið væri til menntunar væri Kelly líklega hæfari utanríkisráðherra en Pompeo sjálfur. „Heldurðu að þú getir látið hana líta út fyrir að vera heimska með því að biðja hana um að benda á eitthvað ríki á korti? Hún gekk í Cambridge og Harvard og er með mastersgráðu í Evrópufræðum. Hún er ekki bara hæf í eigið starf hún er hæfari en þú í þitt starf. Mary Louise Kelly getur bent á Úkraínu á korti og hún getur örugglega sagt þér hver séu fimm bestu hótelin,“ sagði Meyers er hann beindi orðum sínum að Pompeo.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Tónlist Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið Fleiri fréttir Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sviti, mjólk og hóstakast eftir að hafa manað hvor annan Yfir 170 góðgerðafélög hlutu styrk í áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Sigurjón og Sóley gjörbreyttu eldhúsinu með einstakri útkomu „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Eitt glæsilegasta hús Reykjavíkur til sölu „Þetta er það fallegasta sem einhver hefur sagt um mig“ Hvað þýðir „six-seven“? Smáforrit til að deila heimilisverkum: „Fæ þrjú stig fyrir að þurrka af á heimilinu“ Kynslóðabilið kom í ljós þegar umræðan beindist að blautbolakeppni Ljúffengar banana- og kakóbollakökur í nestisboxið Sjá meira
Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40