Stólpagrín gert að kortaleikfimi ráðherrans Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. janúar 2020 10:45 Seth Meyers var ekki hrifinn af framgöngu Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Mynd/NBC Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. Í viðtalinu var Pompeo þráspurður út í málefni Úkraínu í tengslum við ákærur á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hlusta má á viðtalið hér. Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á Pompeo en Kelly hefur sagt að eftir viðtalið hafi Pompeo öskrað á hana, blótað hennig og beðið hana um að benda á Úkraínu á landakorti þar sem ríkjaheitin voru ekki merkt inn á kortið. Í yfirlýsingu frá Pompeo kom fram að Kelly hafi ekki getað bent á Úkraínu en í grein í New York Times heldur hún því fram að hún hafi sannarlega getað bent á Úkraínu á kortinu, sem hún hafi gert. Kortið sem Pompeo dró upp er sagt hafa verið án ríkjaheita, ólíkt þessu.Vísir/Getty Málið var tekið fyrir hjá spjallþáttastjórnendum í Bandaríkjunum í gær sem gerðu miskunnarlaust grín að Pompeo vegna málsins. „Í fyrsta lagi, af hverju er Mike Pompeo með ómerkt landakort við hendina. Er hann utanríkisráðherra eða grunnskólakennari í landafræði?“ spurði Stephen Colbert sem stýrir The Late Show with Stephen Colbert. Seth Meyers, sem stýrir Late Night with Seth Meyers benti hins vegar á að ef litið væri til menntunar væri Kelly líklega hæfari utanríkisráðherra en Pompeo sjálfur. „Heldurðu að þú getir látið hana líta út fyrir að vera heimska með því að biðja hana um að benda á eitthvað ríki á korti? Hún gekk í Cambridge og Harvard og er með mastersgráðu í Evrópufræðum. Hún er ekki bara hæf í eigið starf hún er hæfari en þú í þitt starf. Mary Louise Kelly getur bent á Úkraínu á korti og hún getur örugglega sagt þér hver séu fimm bestu hótelin,“ sagði Meyers er hann beindi orðum sínum að Pompeo. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er sagður hafa hellt sér yfir Mary Louis Kelly, dagskrárgerðarmann hjá NPR, eftir útvarpsviðtal á dögunum. Spjallþáttastjórnendur í Bandaríkjunum gerðu stólpagrín að Pompeo vegna málsins í gær. Í viðtalinu var Pompeo þráspurður út í málefni Úkraínu í tengslum við ákærur á hendur Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir embættisbrot. Hlusta má á viðtalið hér. Eitthvað virðist það hafa farið í taugarnar á Pompeo en Kelly hefur sagt að eftir viðtalið hafi Pompeo öskrað á hana, blótað hennig og beðið hana um að benda á Úkraínu á landakorti þar sem ríkjaheitin voru ekki merkt inn á kortið. Í yfirlýsingu frá Pompeo kom fram að Kelly hafi ekki getað bent á Úkraínu en í grein í New York Times heldur hún því fram að hún hafi sannarlega getað bent á Úkraínu á kortinu, sem hún hafi gert. Kortið sem Pompeo dró upp er sagt hafa verið án ríkjaheita, ólíkt þessu.Vísir/Getty Málið var tekið fyrir hjá spjallþáttastjórnendum í Bandaríkjunum í gær sem gerðu miskunnarlaust grín að Pompeo vegna málsins. „Í fyrsta lagi, af hverju er Mike Pompeo með ómerkt landakort við hendina. Er hann utanríkisráðherra eða grunnskólakennari í landafræði?“ spurði Stephen Colbert sem stýrir The Late Show with Stephen Colbert. Seth Meyers, sem stýrir Late Night with Seth Meyers benti hins vegar á að ef litið væri til menntunar væri Kelly líklega hæfari utanríkisráðherra en Pompeo sjálfur. „Heldurðu að þú getir látið hana líta út fyrir að vera heimska með því að biðja hana um að benda á eitthvað ríki á korti? Hún gekk í Cambridge og Harvard og er með mastersgráðu í Evrópufræðum. Hún er ekki bara hæf í eigið starf hún er hæfari en þú í þitt starf. Mary Louise Kelly getur bent á Úkraínu á korti og hún getur örugglega sagt þér hver séu fimm bestu hótelin,“ sagði Meyers er hann beindi orðum sínum að Pompeo.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Úkraína Tengdar fréttir Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menning Fleiri fréttir Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Sjá meira
Öskraði á fréttakonu og bað hana um að finna Úkraínu á korti Utanríkisráðherra Bandaríkjanna mislíkaði spurningar fréttakonu um starfsmenn ráðuneytis hans sem hafa lent í hringiðu atburða sem leiddu til þess að Trump forseti var kærður fyrir embættisbrot. 24. janúar 2020 23:40