Hvert er næsta skref hjá Barcelona? Ísak Hallmundarson skrifar 16. ágúst 2020 10:45 Lionel Messi leið ekki vel á föstudaginn. getty/Manu Fernandez Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. Pep Guardiola tók við Barcelona árið 2008 og gerði liðið að deildarmeisturum, bikarmeisturum og Evrópumeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. Þá voru leikmenn eins og Xavi Hernandez, Andres Iniesta, Lionel Messi og Gerard Pique að komast á hátind síns ferils hjá liðinu. Sigurgangan hélt áfram næstu árin, Katalóníuliðið vann spænsku úrvalsdeildina næstu tvö árin og unnu Meistaradeildina í annað skipti á þremur árum árið 2011. Guardiola hætti með liðið árið 2012 eftir að það endaði í öðru sæti spænsku deildarinnar. Liðið vann síðan spænsku úrvalsdeildina þrisvar á næstu fjórum árum og alls fimm sinnum á árunum 2013-2019, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu enn einu sinni árið 2015 þegar Luis Enrique þjálfaði liðið. Leiðin hefur legið niður á við undanfarin ár en 8-2 tapið gegn Bayern Munchen á föstudaginn síðasta var eitt það mest niðurlægjandi í sögu félagsins og skýr skilaboð um að liðið sé komið á endastöð eftir mörg ár af slæmum ákvörðunum. Lionel Messi og Luis Suarez eru 33 ára gamlir og gætu báðir verið á förum. Þá eru Sergio Busquets og Gerard Pique komnir yfir þrítugt. Nokkuð ljóst er að Quique Setién muni ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili. Mauricio Pochettino og Xavi Hernandez hafa verið orðaðir við starfið. Pochettino hefur spilað fyrir og þjálfað Espanyol, erkifjendur Barcelona í Katalóníu. Hann sagði eitt sinn í viðtali að hann myndi frekar vinna á sveitabæ í heimalandi sínu heldur en sem þjálfari Barcelona. Hann hefur þó seinna dregið úr þeirri yfirlýsingu sinni og sagt að það sé aldrei að vita hvað gerist í lífinu. Pochettino er sem stendur atvinnulaus og hefur verið orðaður við mörg af stærstu félagsliðum Evrópu. Xavi hefur lengi verið orðaður sem framtíðarstjóri félagsins en hann er sem stendur þjálfari Al-Sadd í Katar. Það er því ekki víst að það sé raunhæft að hann taki við liðinu á þessum tímapunkti þó líklegt sé að það gerist fyrr eða síðar. Þá gengur einn orðrómurinn um Barcelona út á að Lionel Messi muni yfirgefa liðið eftir niðurlæginguna gegn Bayern og spila fyrir Manchester City á komandi tímabili. Messi hefur aldrei spilað fyrir annað lið en Barcelona á sínum atvinnumannaferli og lengi vel þótti það fjarstæðukennd tilhugsun að sjá hann í öðrum búningi en þeim rauða og bláa. Manchester City hefur lengi haft áhuga á leikmanninum og nú gæti sem aldrei fyrr verið tækifæri fyrir þá að fá Messi í sínar raðir. Hvað tekur við hjá Barcelona á eftir að koma í ljós en ljóst er að ákveðin kaflaskil eru að eiga sér stað hjá Katalóníu stórveldinu. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrr Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira
Eftir að hafa fallið úr leik í Meistaradeild Evrópu á sársaukafullan hátt þriðja árið í röð er orðið ljóst að gullaldarskeið Barcelona er á enda. Pep Guardiola tók við Barcelona árið 2008 og gerði liðið að deildarmeisturum, bikarmeisturum og Evrópumeisturum á sínu fyrsta tímabili með liðið. Þá voru leikmenn eins og Xavi Hernandez, Andres Iniesta, Lionel Messi og Gerard Pique að komast á hátind síns ferils hjá liðinu. Sigurgangan hélt áfram næstu árin, Katalóníuliðið vann spænsku úrvalsdeildina næstu tvö árin og unnu Meistaradeildina í annað skipti á þremur árum árið 2011. Guardiola hætti með liðið árið 2012 eftir að það endaði í öðru sæti spænsku deildarinnar. Liðið vann síðan spænsku úrvalsdeildina þrisvar á næstu fjórum árum og alls fimm sinnum á árunum 2013-2019, auk þess að vinna Meistaradeild Evrópu enn einu sinni árið 2015 þegar Luis Enrique þjálfaði liðið. Leiðin hefur legið niður á við undanfarin ár en 8-2 tapið gegn Bayern Munchen á föstudaginn síðasta var eitt það mest niðurlægjandi í sögu félagsins og skýr skilaboð um að liðið sé komið á endastöð eftir mörg ár af slæmum ákvörðunum. Lionel Messi og Luis Suarez eru 33 ára gamlir og gætu báðir verið á förum. Þá eru Sergio Busquets og Gerard Pique komnir yfir þrítugt. Nokkuð ljóst er að Quique Setién muni ekki halda áfram með liðið á næsta tímabili. Mauricio Pochettino og Xavi Hernandez hafa verið orðaðir við starfið. Pochettino hefur spilað fyrir og þjálfað Espanyol, erkifjendur Barcelona í Katalóníu. Hann sagði eitt sinn í viðtali að hann myndi frekar vinna á sveitabæ í heimalandi sínu heldur en sem þjálfari Barcelona. Hann hefur þó seinna dregið úr þeirri yfirlýsingu sinni og sagt að það sé aldrei að vita hvað gerist í lífinu. Pochettino er sem stendur atvinnulaus og hefur verið orðaður við mörg af stærstu félagsliðum Evrópu. Xavi hefur lengi verið orðaður sem framtíðarstjóri félagsins en hann er sem stendur þjálfari Al-Sadd í Katar. Það er því ekki víst að það sé raunhæft að hann taki við liðinu á þessum tímapunkti þó líklegt sé að það gerist fyrr eða síðar. Þá gengur einn orðrómurinn um Barcelona út á að Lionel Messi muni yfirgefa liðið eftir niðurlæginguna gegn Bayern og spila fyrir Manchester City á komandi tímabili. Messi hefur aldrei spilað fyrir annað lið en Barcelona á sínum atvinnumannaferli og lengi vel þótti það fjarstæðukennd tilhugsun að sjá hann í öðrum búningi en þeim rauða og bláa. Manchester City hefur lengi haft áhuga á leikmanninum og nú gæti sem aldrei fyrr verið tækifæri fyrir þá að fá Messi í sínar raðir. Hvað tekur við hjá Barcelona á eftir að koma í ljós en ljóst er að ákveðin kaflaskil eru að eiga sér stað hjá Katalóníu stórveldinu.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Körfubolti Fleiri fréttir Þrjár þjóðir upp fyrr Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Sjá meira