Búið að reka þjálfara Börsunga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2020 22:34 Setién mun ekki stýra liði Barcelona í fleiri leikjum. EPA-EFE/Rafael Marchante Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. Þetta staðfesti Josep Bartomeu forseti félagsins nú í kvöld. Talið er að Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands sé líklegastur til að taka við. Quique Setien is OUT as Barcelona coach, according to club president Josep Bartomeu. pic.twitter.com/af0VaVQaPd— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 16, 2020 Setien var ráðinn í janúar á þessu ári þegar Ernesto Valverde var látinn fara. Sá hafði skilað liðinu spænska meistaratitlinum tvö ár í röð og var liðið í efsta sæti deildarinnar þegar Setién tók við. Síðan hinn 61 árs gamli Setién tók við liðinu hefur allt gengið á afturfótunum. Lionel Messi – argentíski snillingurinn í röðum Börsunga – ku hafa fengið nóg af vanhæfni stjórnarmanna félagsins og vill yfirgefa félagið. Messi hefur allan sinn feril leikið fyrir Barcelona og slegið hvert metið á fætur öðru. Liðinu tókst að glutra niður forystu sinni á Spáni og leyfði erkifjendum sínum í Real Madrid að landa titlinum. Þá tapaði liðið 8-2 fyrir Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Eitthvað sem á ekki að geta komið fyrir félag af þeirri stærðargráðu og Barcelona er. Mögulega tekur Koeman við á morgun en það er ljóst að hann þarf að hafa hraðar hendur þar sem undirbúningstímabil Börsunga hefst eftir aðeins tvær vikur og það er deginum ljósara að það þarf að taka til hendinni í leikmannahóp liðsins. Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Spænska stórveldið Barcelona hefur rekið Quique Setién, þjálfara sinn, eftir aðeins átta mánuði í starfi. Þetta staðfesti Josep Bartomeu forseti félagsins nú í kvöld. Talið er að Ronald Koeman, fyrrum leikmaður Barcelona og núverandi landsliðsþjálfari Hollands sé líklegastur til að taka við. Quique Setien is OUT as Barcelona coach, according to club president Josep Bartomeu. pic.twitter.com/af0VaVQaPd— FOX Soccer (@FOXSoccer) August 16, 2020 Setien var ráðinn í janúar á þessu ári þegar Ernesto Valverde var látinn fara. Sá hafði skilað liðinu spænska meistaratitlinum tvö ár í röð og var liðið í efsta sæti deildarinnar þegar Setién tók við. Síðan hinn 61 árs gamli Setién tók við liðinu hefur allt gengið á afturfótunum. Lionel Messi – argentíski snillingurinn í röðum Börsunga – ku hafa fengið nóg af vanhæfni stjórnarmanna félagsins og vill yfirgefa félagið. Messi hefur allan sinn feril leikið fyrir Barcelona og slegið hvert metið á fætur öðru. Liðinu tókst að glutra niður forystu sinni á Spáni og leyfði erkifjendum sínum í Real Madrid að landa titlinum. Þá tapaði liðið 8-2 fyrir Bayern Munich í Meistaradeild Evrópu. Eitthvað sem á ekki að geta komið fyrir félag af þeirri stærðargráðu og Barcelona er. Mögulega tekur Koeman við á morgun en það er ljóst að hann þarf að hafa hraðar hendur þar sem undirbúningstímabil Börsunga hefst eftir aðeins tvær vikur og það er deginum ljósara að það þarf að taka til hendinni í leikmannahóp liðsins.
Fótbolti Spænski boltinn Tengdar fréttir Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15 Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Fótbolti Fleiri fréttir Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Sjá meira
Koeman gæti tekið við Börsungum Ronald Koeman – landsliðsþjálfari Hollands – gæti orðið næsti þjálfari spænska knattspyrnufélagsins Barcelona. 16. ágúst 2020 21:15
Segir að Messi ætli sér að yfirgefa Barcelona Lionel Messi ku hafa fengið nóg af ruglinu bakvið tjöldin sem og inn á vellinum hjá Barcelona og vill fara frá félaginu. 16. ágúst 2020 19:15