Mótherjar Víkings senda stjórnvöldum tóninn - Úr sóttkví skömmu fyrir leik Sindri Sverrisson skrifar 17. ágúst 2020 14:30 Víkingar eiga erfitt verkefni fyrir höndum í Slóveníu. VÍSIR/HAG Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðin eiga að mætast í Slóveníu fimmtudaginn 27. ágúst. Eftir að tveir leikmenn Olimpija og sjúkraþjálfari greindust með kórónuveirusmit var allur leikmannahópurinn sendur í sóttkví til og með 22. ágúst. Leikmenn Olimpija geta því ekki æft saman fyrr en fjóra síðustu dagana fram að leiknum við Víking, og ekki spilað leiki, nema að eitthvað breytist. Upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu var frestað til 22. ágúst. Í yfirlýsingu frá Olimpija í dag er biðlað til heilbrigðisyfirvalda og knattspyrnusambands Evrópu um að félagið fái að senda leikmenn aftur til æfinga að undangengnum smitprófum. Afar mikið sé undir fyrir félagið og slóvenskan fótbolta, og æfingar séu nauðsynlegar til undirbúnings fyrir Evrópuleikinn, ekki síst þar sem að fjöldi nýrra leikmanna sé kominn til liðsins. Varlega farið verði æfingar leyfðar Forráðamenn Olimpija benda á að tuttugu leikmenn hafi greinst með neikvætt próf, þeir verði í einangrun utan æfinga og öllum öðrum sóttvarnaráðum fylgt fái æfingar að hefjast að nýju. Í öðrum löndum fái lið að halda áfram að æfa þó að einstaka leikmenn greinist með smit. Ljóst sé að fjöldasamkomur séu enn leyfðar þar sem „ómögulegt sé að viðhalda sóttvarnareglum“ og að verslunarmiðstöðvar, veitingastaðir og knæpur séu áfram opnar almenningi. Hvort yfirlýsingin skilar einhverju verður að koma í ljós. Ef af leiknum verður, eins og útlit er enn fyrir, er sömuleiðis enn óljóst hvort að leikmenn Víkings þurfa að fara í sóttkví hér á landi við komuna aftur til landsins. KR-ingar eru í sömu sporum en þeir fara til Skotlands í dag. Verið er að skoða hvort að knattspyrnulið geti fengið undanþágu frá íslensku reglunum. Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8. júní 2020 20:36 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana harmar það að allir leikmenn liðsins þurfi að vera í tveggja vikna sóttkví nánast alveg fram að leiknum mikilvæga við Víking R. í forkeppni Evrópudeildarinnar. Liðin eiga að mætast í Slóveníu fimmtudaginn 27. ágúst. Eftir að tveir leikmenn Olimpija og sjúkraþjálfari greindust með kórónuveirusmit var allur leikmannahópurinn sendur í sóttkví til og með 22. ágúst. Leikmenn Olimpija geta því ekki æft saman fyrr en fjóra síðustu dagana fram að leiknum við Víking, og ekki spilað leiki, nema að eitthvað breytist. Upphafi keppnistímabilsins í Slóveníu var frestað til 22. ágúst. Í yfirlýsingu frá Olimpija í dag er biðlað til heilbrigðisyfirvalda og knattspyrnusambands Evrópu um að félagið fái að senda leikmenn aftur til æfinga að undangengnum smitprófum. Afar mikið sé undir fyrir félagið og slóvenskan fótbolta, og æfingar séu nauðsynlegar til undirbúnings fyrir Evrópuleikinn, ekki síst þar sem að fjöldi nýrra leikmanna sé kominn til liðsins. Varlega farið verði æfingar leyfðar Forráðamenn Olimpija benda á að tuttugu leikmenn hafi greinst með neikvætt próf, þeir verði í einangrun utan æfinga og öllum öðrum sóttvarnaráðum fylgt fái æfingar að hefjast að nýju. Í öðrum löndum fái lið að halda áfram að æfa þó að einstaka leikmenn greinist með smit. Ljóst sé að fjöldasamkomur séu enn leyfðar þar sem „ómögulegt sé að viðhalda sóttvarnareglum“ og að verslunarmiðstöðvar, veitingastaðir og knæpur séu áfram opnar almenningi. Hvort yfirlýsingin skilar einhverju verður að koma í ljós. Ef af leiknum verður, eins og útlit er enn fyrir, er sömuleiðis enn óljóst hvort að leikmenn Víkings þurfa að fara í sóttkví hér á landi við komuna aftur til landsins. KR-ingar eru í sömu sporum en þeir fara til Skotlands í dag. Verið er að skoða hvort að knattspyrnulið geti fengið undanþágu frá íslensku reglunum.
Víkingur Reykjavík Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla Meistaradeild Evrópu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30 Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28 Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8. júní 2020 20:36 FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15 Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Fleiri fréttir Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Sjá meira
Óvíst hvort KR fái undanþágu frá sóttkví KR-ingar fljúga nú eftir hádegi til Skotlands þar sem þeir keppa við meistara Celtic annað kvöld í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Óvíst er hvort þeir þurfi að fara í sóttkví við komuna aftur til Íslands. 17. ágúst 2020 11:30
Andstæðingar Víkings í sóttkví Olimpija Ljubljana þarf að fara í sóttkví eftir að þrír leikmenn liðsins greindust með kórónuveiruna. Liðið á að mæta Víkingi síðar í mánuðinum. 11. ágúst 2020 21:28
Slóvenar opna landamærin fyrir Íslendingum Yfirvöld í Slóveníu hafa tekið ákvörðun um að opna landamæri ríkisins fyrir ferðafólki frá fjórtán ríkjum, þar á meðal Íslandi. 8. júní 2020 20:36
FH fær heimaleik í Evrópukeppninni og Breiðablik mætir Rosenborg Búið er að draga í næstu umferðir Evrópukeppnnanna tveggja. 10. ágúst 2020 11:15