Heldur einokun Lyon áfram? Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 07:00 Sara Björk og stöllur hennar fagna sigrinum í gær. vísir/getty Franska knattspyrnufélagið Lyon – sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með – hefur unnið Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár. Átta liða úrslit keppninnar hefjast í vikunni. Líkt og hjá körlunum verður aðeins einn leikur á hlutlausum velli til að skera úr um hvaða lið komast áfram. Leikið er í Bilbao og San Sebastián á Spáni. Átta liða úrslitin hefjast næsta föstudag, þann 21. águst, með tveimur leikjum. Úrslitaleikurinn sjálfur er svo þann 30. ágúst, sama dag og hjá körlunum. Fyrrum lið Söru Bjarkar, Wolfsburg, mætir Glasgow City á föstudaginn. Lauren Wade, fyrrum leikmaður Þróttar Reykjavíkur leikur nú með Glasgow City en hún hjálpaði Þrótti að vinna næst efstu deild hér á landi síðasta sumar. Hinn leikur föstudagsins er viðureign bestu liða Spánar. Þegar spænska úrvalsdeildin var flautuð af vegna kórónufaraldursins eftir 21. umferð voru Börsungar á toppi deildarinnar með 59 stig eftir 19 sigra og tvö jafntefli. Atletico Madrid kom þar á eftir með 50 stig. Á laugardaginn eiga Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon leik gegn Bayern Munich. Sömu lið eigast við í undanúrslitum karlamegin en þar eru Bæjarar mun líklegri til að fara áfram. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Lyon að fara nokkuð auðveldlega áfram á laugardaginn. Sara Björk þekkir allavega ekki annað en að leggja Bayern af velli eftir að hafa leikið með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg undanfarin ár. Enska félagið Arsenal mætir franska félaginu Paris Saint-Germain eru svo hin tvö liðin í 8-liða úrslitum. Vert er að fylgjast með hinni mögnuðu Vivianne Miedema í liði Arsenal en hún var valin best í ensku deildinni sem var þó aflýst eftir aðeins fimmtán umferðir vegna kórónufaraldursins. Búið er að draga í undanúrslit en þar mæta Glasgow City eða Wolfsburg öðru hvoru Spánarliðinu. Í hinum leiknum verða það svo Arsenal eða PSG gegn Lyon eða Bayern. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Körfubolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira
Franska knattspyrnufélagið Lyon – sem landsliðsfyrirliðinn Sara Björk Gunnarsdóttir leikur með – hefur unnið Meistaradeild Evrópu undanfarin fjögur ár. Átta liða úrslit keppninnar hefjast í vikunni. Líkt og hjá körlunum verður aðeins einn leikur á hlutlausum velli til að skera úr um hvaða lið komast áfram. Leikið er í Bilbao og San Sebastián á Spáni. Átta liða úrslitin hefjast næsta föstudag, þann 21. águst, með tveimur leikjum. Úrslitaleikurinn sjálfur er svo þann 30. ágúst, sama dag og hjá körlunum. Fyrrum lið Söru Bjarkar, Wolfsburg, mætir Glasgow City á föstudaginn. Lauren Wade, fyrrum leikmaður Þróttar Reykjavíkur leikur nú með Glasgow City en hún hjálpaði Þrótti að vinna næst efstu deild hér á landi síðasta sumar. Hinn leikur föstudagsins er viðureign bestu liða Spánar. Þegar spænska úrvalsdeildin var flautuð af vegna kórónufaraldursins eftir 21. umferð voru Börsungar á toppi deildarinnar með 59 stig eftir 19 sigra og tvö jafntefli. Atletico Madrid kom þar á eftir með 50 stig. Á laugardaginn eiga Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar hennar í Lyon leik gegn Bayern Munich. Sömu lið eigast við í undanúrslitum karlamegin en þar eru Bæjarar mun líklegri til að fara áfram. Undir eðlilegum kringumstæðum ætti Lyon að fara nokkuð auðveldlega áfram á laugardaginn. Sara Björk þekkir allavega ekki annað en að leggja Bayern af velli eftir að hafa leikið með Þýskalandsmeisturum Wolfsburg undanfarin ár. Enska félagið Arsenal mætir franska félaginu Paris Saint-Germain eru svo hin tvö liðin í 8-liða úrslitum. Vert er að fylgjast með hinni mögnuðu Vivianne Miedema í liði Arsenal en hún var valin best í ensku deildinni sem var þó aflýst eftir aðeins fimmtán umferðir vegna kórónufaraldursins. Búið er að draga í undanúrslit en þar mæta Glasgow City eða Wolfsburg öðru hvoru Spánarliðinu. Í hinum leiknum verða það svo Arsenal eða PSG gegn Lyon eða Bayern.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Fótbolti Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Körfubolti Fleiri fréttir Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu „Vonandi færir nýja árið okkur titla“ Ráku annan þjálfarann á tímabilinu Salah, Son og De Bruyne gætu farið frítt næsta sumar Gæti þurft að fylla vörnina af miðjumönnum Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Veit að starfið gæti verið í hættu ef liðið fer ekki að vinna Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Emilía til Leipzig Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Harmur hrokagikksins Haaland Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Sjá meira