Vill enn fá milljarða til að reisa múr Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 22:30 Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun fara fram á að þingið veiti honum milljarða dala til byggingar múrs á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þykir líklegt að sú þróun haldi áfram. Þetta kemur fram í fjárlagatillögum Hvíta hússins sem verða líklegast birtar á morgun. Fjárlagatillögur Hvíta hússins eru að miklu leyti táknrænar og þingið er að engu leyti bundið af þeim. Þær þykja þó til marks um áherslur Trump varðandi annað kjörtímabil hans, nái hann kjöri í nóvember. Fyrir ári síðan fór Trump fram á meira en fimm milljarða dala til að reisa múrinn og leiddu deilur vegna þessa til þess að rekstur alríkisins var stöðvaður í fimm vikur. Síðan þá hefur Trump notast við fé sem þingið veitti til uppbyggingu hernaðarmannvirkja í að skipta út gömlum tálmum á landamærunum fyrir nýjan múr. Árið 2018 fór Trump fram á 18 milljarða dala. Þá er vert að taka fram að enn sem komið er hefur Mexíkó ekki tekið þátt í kostnaði við byggingu múrsins, eins og Trump lofaði ítrekað. Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Athygli vekur að miðað við fyrstu upplýsingarnar um fjárlagatillögurnar ætlar ríkisstjórn Trump ekki að gera tilraun til að ná tökum á fjárlagahalla Bandaríkjanna, þrátt fyrir tiltölulega góða efnahagsstöðu, fyrr en árið 2035, löngu eftir að Trump fer úr Hvíta húsinu þó hann fái annað kjörtímabil. Í fyrstu fjárlagatillögu Trump stóð að fjárlagahallinn yrði um 456 milljarðar árið 2021. Spár gera nú ráð fyrir að hallinn verði rúmlega tvöfalt meiri en það. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar innihalda tillögur Trump margar hæpnar forsendur um hagvöxt og niðurskurði. Til marks um það segir að margar af tillögunum muni „borga sig sjálfar“. Það sagði ríkisstjórn Trump einnig um umdeilda skattalækkun hans árið 2017. Hún átti að borga fyrir sig sjálf en sérfræðingar segja hana eiga stóran þátt í auknum halla á rekstri ríkisins. Staðan virðist sú að lítill pólitískur vilji sé til staðar í Washington DC til að takast á við þennan halla. Hvorki meðal Repúblikana, sem lögðu mikla áherslu á að draga úr honum á meðan Barack Obama var forseti, né Demókrata. Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins styðja margir hverjir mjög kostnaðarsamar aðgerðir varðandi heilbrigðiskerfi ríkisins og loftslagsbreytingar af mannavöldum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun fara fram á að þingið veiti honum milljarða dala til byggingar múrs á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þykir líklegt að sú þróun haldi áfram. Þetta kemur fram í fjárlagatillögum Hvíta hússins sem verða líklegast birtar á morgun. Fjárlagatillögur Hvíta hússins eru að miklu leyti táknrænar og þingið er að engu leyti bundið af þeim. Þær þykja þó til marks um áherslur Trump varðandi annað kjörtímabil hans, nái hann kjöri í nóvember. Fyrir ári síðan fór Trump fram á meira en fimm milljarða dala til að reisa múrinn og leiddu deilur vegna þessa til þess að rekstur alríkisins var stöðvaður í fimm vikur. Síðan þá hefur Trump notast við fé sem þingið veitti til uppbyggingu hernaðarmannvirkja í að skipta út gömlum tálmum á landamærunum fyrir nýjan múr. Árið 2018 fór Trump fram á 18 milljarða dala. Þá er vert að taka fram að enn sem komið er hefur Mexíkó ekki tekið þátt í kostnaði við byggingu múrsins, eins og Trump lofaði ítrekað. Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Athygli vekur að miðað við fyrstu upplýsingarnar um fjárlagatillögurnar ætlar ríkisstjórn Trump ekki að gera tilraun til að ná tökum á fjárlagahalla Bandaríkjanna, þrátt fyrir tiltölulega góða efnahagsstöðu, fyrr en árið 2035, löngu eftir að Trump fer úr Hvíta húsinu þó hann fái annað kjörtímabil. Í fyrstu fjárlagatillögu Trump stóð að fjárlagahallinn yrði um 456 milljarðar árið 2021. Spár gera nú ráð fyrir að hallinn verði rúmlega tvöfalt meiri en það. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar innihalda tillögur Trump margar hæpnar forsendur um hagvöxt og niðurskurði. Til marks um það segir að margar af tillögunum muni „borga sig sjálfar“. Það sagði ríkisstjórn Trump einnig um umdeilda skattalækkun hans árið 2017. Hún átti að borga fyrir sig sjálf en sérfræðingar segja hana eiga stóran þátt í auknum halla á rekstri ríkisins. Staðan virðist sú að lítill pólitískur vilji sé til staðar í Washington DC til að takast á við þennan halla. Hvorki meðal Repúblikana, sem lögðu mikla áherslu á að draga úr honum á meðan Barack Obama var forseti, né Demókrata. Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins styðja margir hverjir mjög kostnaðarsamar aðgerðir varðandi heilbrigðiskerfi ríkisins og loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira