Vill enn fá milljarða til að reisa múr Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 22:30 Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun fara fram á að þingið veiti honum milljarða dala til byggingar múrs á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þykir líklegt að sú þróun haldi áfram. Þetta kemur fram í fjárlagatillögum Hvíta hússins sem verða líklegast birtar á morgun. Fjárlagatillögur Hvíta hússins eru að miklu leyti táknrænar og þingið er að engu leyti bundið af þeim. Þær þykja þó til marks um áherslur Trump varðandi annað kjörtímabil hans, nái hann kjöri í nóvember. Fyrir ári síðan fór Trump fram á meira en fimm milljarða dala til að reisa múrinn og leiddu deilur vegna þessa til þess að rekstur alríkisins var stöðvaður í fimm vikur. Síðan þá hefur Trump notast við fé sem þingið veitti til uppbyggingu hernaðarmannvirkja í að skipta út gömlum tálmum á landamærunum fyrir nýjan múr. Árið 2018 fór Trump fram á 18 milljarða dala. Þá er vert að taka fram að enn sem komið er hefur Mexíkó ekki tekið þátt í kostnaði við byggingu múrsins, eins og Trump lofaði ítrekað. Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Athygli vekur að miðað við fyrstu upplýsingarnar um fjárlagatillögurnar ætlar ríkisstjórn Trump ekki að gera tilraun til að ná tökum á fjárlagahalla Bandaríkjanna, þrátt fyrir tiltölulega góða efnahagsstöðu, fyrr en árið 2035, löngu eftir að Trump fer úr Hvíta húsinu þó hann fái annað kjörtímabil. Í fyrstu fjárlagatillögu Trump stóð að fjárlagahallinn yrði um 456 milljarðar árið 2021. Spár gera nú ráð fyrir að hallinn verði rúmlega tvöfalt meiri en það. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar innihalda tillögur Trump margar hæpnar forsendur um hagvöxt og niðurskurði. Til marks um það segir að margar af tillögunum muni „borga sig sjálfar“. Það sagði ríkisstjórn Trump einnig um umdeilda skattalækkun hans árið 2017. Hún átti að borga fyrir sig sjálf en sérfræðingar segja hana eiga stóran þátt í auknum halla á rekstri ríkisins. Staðan virðist sú að lítill pólitískur vilji sé til staðar í Washington DC til að takast á við þennan halla. Hvorki meðal Repúblikana, sem lögðu mikla áherslu á að draga úr honum á meðan Barack Obama var forseti, né Demókrata. Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins styðja margir hverjir mjög kostnaðarsamar aðgerðir varðandi heilbrigðiskerfi ríkisins og loftslagsbreytingar af mannavöldum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun fara fram á að þingið veiti honum milljarða dala til byggingar múrs á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þykir líklegt að sú þróun haldi áfram. Þetta kemur fram í fjárlagatillögum Hvíta hússins sem verða líklegast birtar á morgun. Fjárlagatillögur Hvíta hússins eru að miklu leyti táknrænar og þingið er að engu leyti bundið af þeim. Þær þykja þó til marks um áherslur Trump varðandi annað kjörtímabil hans, nái hann kjöri í nóvember. Fyrir ári síðan fór Trump fram á meira en fimm milljarða dala til að reisa múrinn og leiddu deilur vegna þessa til þess að rekstur alríkisins var stöðvaður í fimm vikur. Síðan þá hefur Trump notast við fé sem þingið veitti til uppbyggingu hernaðarmannvirkja í að skipta út gömlum tálmum á landamærunum fyrir nýjan múr. Árið 2018 fór Trump fram á 18 milljarða dala. Þá er vert að taka fram að enn sem komið er hefur Mexíkó ekki tekið þátt í kostnaði við byggingu múrsins, eins og Trump lofaði ítrekað. Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Athygli vekur að miðað við fyrstu upplýsingarnar um fjárlagatillögurnar ætlar ríkisstjórn Trump ekki að gera tilraun til að ná tökum á fjárlagahalla Bandaríkjanna, þrátt fyrir tiltölulega góða efnahagsstöðu, fyrr en árið 2035, löngu eftir að Trump fer úr Hvíta húsinu þó hann fái annað kjörtímabil. Í fyrstu fjárlagatillögu Trump stóð að fjárlagahallinn yrði um 456 milljarðar árið 2021. Spár gera nú ráð fyrir að hallinn verði rúmlega tvöfalt meiri en það. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar innihalda tillögur Trump margar hæpnar forsendur um hagvöxt og niðurskurði. Til marks um það segir að margar af tillögunum muni „borga sig sjálfar“. Það sagði ríkisstjórn Trump einnig um umdeilda skattalækkun hans árið 2017. Hún átti að borga fyrir sig sjálf en sérfræðingar segja hana eiga stóran þátt í auknum halla á rekstri ríkisins. Staðan virðist sú að lítill pólitískur vilji sé til staðar í Washington DC til að takast á við þennan halla. Hvorki meðal Repúblikana, sem lögðu mikla áherslu á að draga úr honum á meðan Barack Obama var forseti, né Demókrata. Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins styðja margir hverjir mjög kostnaðarsamar aðgerðir varðandi heilbrigðiskerfi ríkisins og loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Innlent Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Innlent Fleiri fréttir Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Sjá meira