Vill enn fá milljarða til að reisa múr Samúel Karl Ólason skrifar 9. febrúar 2020 22:30 Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun fara fram á að þingið veiti honum milljarða dala til byggingar múrs á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þykir líklegt að sú þróun haldi áfram. Þetta kemur fram í fjárlagatillögum Hvíta hússins sem verða líklegast birtar á morgun. Fjárlagatillögur Hvíta hússins eru að miklu leyti táknrænar og þingið er að engu leyti bundið af þeim. Þær þykja þó til marks um áherslur Trump varðandi annað kjörtímabil hans, nái hann kjöri í nóvember. Fyrir ári síðan fór Trump fram á meira en fimm milljarða dala til að reisa múrinn og leiddu deilur vegna þessa til þess að rekstur alríkisins var stöðvaður í fimm vikur. Síðan þá hefur Trump notast við fé sem þingið veitti til uppbyggingu hernaðarmannvirkja í að skipta út gömlum tálmum á landamærunum fyrir nýjan múr. Árið 2018 fór Trump fram á 18 milljarða dala. Þá er vert að taka fram að enn sem komið er hefur Mexíkó ekki tekið þátt í kostnaði við byggingu múrsins, eins og Trump lofaði ítrekað. Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Athygli vekur að miðað við fyrstu upplýsingarnar um fjárlagatillögurnar ætlar ríkisstjórn Trump ekki að gera tilraun til að ná tökum á fjárlagahalla Bandaríkjanna, þrátt fyrir tiltölulega góða efnahagsstöðu, fyrr en árið 2035, löngu eftir að Trump fer úr Hvíta húsinu þó hann fái annað kjörtímabil. Í fyrstu fjárlagatillögu Trump stóð að fjárlagahallinn yrði um 456 milljarðar árið 2021. Spár gera nú ráð fyrir að hallinn verði rúmlega tvöfalt meiri en það. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar innihalda tillögur Trump margar hæpnar forsendur um hagvöxt og niðurskurði. Til marks um það segir að margar af tillögunum muni „borga sig sjálfar“. Það sagði ríkisstjórn Trump einnig um umdeilda skattalækkun hans árið 2017. Hún átti að borga fyrir sig sjálf en sérfræðingar segja hana eiga stóran þátt í auknum halla á rekstri ríkisins. Staðan virðist sú að lítill pólitískur vilji sé til staðar í Washington DC til að takast á við þennan halla. Hvorki meðal Repúblikana, sem lögðu mikla áherslu á að draga úr honum á meðan Barack Obama var forseti, né Demókrata. Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins styðja margir hverjir mjög kostnaðarsamar aðgerðir varðandi heilbrigðiskerfi ríkisins og loftslagsbreytingar af mannavöldum. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, mun fara fram á að þingið veiti honum milljarða dala til byggingar múrs á landamærunum Bandaríkjanna og Mexíkó. Fjárlagahalli Bandaríkjanna hefur aukist til muna á undanförnum árum og þykir líklegt að sú þróun haldi áfram. Þetta kemur fram í fjárlagatillögum Hvíta hússins sem verða líklegast birtar á morgun. Fjárlagatillögur Hvíta hússins eru að miklu leyti táknrænar og þingið er að engu leyti bundið af þeim. Þær þykja þó til marks um áherslur Trump varðandi annað kjörtímabil hans, nái hann kjöri í nóvember. Fyrir ári síðan fór Trump fram á meira en fimm milljarða dala til að reisa múrinn og leiddu deilur vegna þessa til þess að rekstur alríkisins var stöðvaður í fimm vikur. Síðan þá hefur Trump notast við fé sem þingið veitti til uppbyggingu hernaðarmannvirkja í að skipta út gömlum tálmum á landamærunum fyrir nýjan múr. Árið 2018 fór Trump fram á 18 milljarða dala. Þá er vert að taka fram að enn sem komið er hefur Mexíkó ekki tekið þátt í kostnaði við byggingu múrsins, eins og Trump lofaði ítrekað. Sjá einnig: Fallegi múrinn sem varð að girðingu Athygli vekur að miðað við fyrstu upplýsingarnar um fjárlagatillögurnar ætlar ríkisstjórn Trump ekki að gera tilraun til að ná tökum á fjárlagahalla Bandaríkjanna, þrátt fyrir tiltölulega góða efnahagsstöðu, fyrr en árið 2035, löngu eftir að Trump fer úr Hvíta húsinu þó hann fái annað kjörtímabil. Í fyrstu fjárlagatillögu Trump stóð að fjárlagahallinn yrði um 456 milljarðar árið 2021. Spár gera nú ráð fyrir að hallinn verði rúmlega tvöfalt meiri en það. Sem forsetaframbjóðandi hét Trump því að útrýma fjárlagahalla Bandaríkjanna á tveimur kjörtímabilum sínum og borga allar skuldir Bandaríkjanna. Samkvæmt greiningu AP fréttaveitunnar innihalda tillögur Trump margar hæpnar forsendur um hagvöxt og niðurskurði. Til marks um það segir að margar af tillögunum muni „borga sig sjálfar“. Það sagði ríkisstjórn Trump einnig um umdeilda skattalækkun hans árið 2017. Hún átti að borga fyrir sig sjálf en sérfræðingar segja hana eiga stóran þátt í auknum halla á rekstri ríkisins. Staðan virðist sú að lítill pólitískur vilji sé til staðar í Washington DC til að takast á við þennan halla. Hvorki meðal Repúblikana, sem lögðu mikla áherslu á að draga úr honum á meðan Barack Obama var forseti, né Demókrata. Helstu forsetaframbjóðendur Demókrataflokksins styðja margir hverjir mjög kostnaðarsamar aðgerðir varðandi heilbrigðiskerfi ríkisins og loftslagsbreytingar af mannavöldum.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent Erik Menendez fær ekki reynslulausn Erlent Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Erlent Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Innlent Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Erlent Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Fleiri fréttir Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sjá meira