Apple sektað fyrir að hægja á símum Sylvía Hall skrifar 7. febrúar 2020 23:38 Apple segir það hafa verið nauðsynlegt að hægja á símum þegar rafhlaðan fór að eldast. Vísir/Getty Tæknirisinn Apple hefur verið sektaður um 25 milljónir evra, sem samsvarar tæplega þremur og hálfum milljörðum íslenskra króna, af franska samkeppniseftirlitinu fyrir að hægja viljandi á eldri gerðum iPhone snjallsíma með nýjum hugbúnaðaruppfærslum. Sektin kemur til þar sem fyrirtækið er ekki sagt hafa gert viðskiptavinum sínum það nægilega ljóst að hægt hafði verið á símum þeirra.BBC greinir frá þessu en tæknirisinn hefur þó gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirtækið sé búið að leysa úr sínum málum í sambandi við samkeppniseftirlitið. Þeir hafi jafnframt greitt sektina. Eigendum iPhone snjallsíma hafði lengi grunað að símar þeirra yrðu hægari með tímanum og tengdu margir það við tímann sem nýr sími væri kynntur á markaðinn. Töldu þeir það vera gert í því skyni að fá fólk til þess að kaupa nýjustu útgáfu símana í hvert skipti sem ný útgáfa kæmi út. Árið 2017 staðfesti Apple að það hægði á símum en einungis í því skyni að lengja líftíma þeirra. Rafhlöður símanna ættu erfiðara með að mæta kröfum notenda með aukinni þróun símanna og orkuþörf nýrra uppfærslna og það gæti leitt til þess að síminn færi að slökkva skyndilega á sér til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Samkeppniseftirlitið segir neytendur ekki hafa verið upplýsta um það að ný hugbúnaðaruppfærsla gæti hægt á símum þeirra. Í samkomulagi Apple og eftirlitsins sé gerð krafa um það að fyrirtækið birti tilkynningu um það á frönsku heimasíðu sinni og hún standi þar í heilan mánuði. Apple Frakkland Tækni Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Sjá meira
Tæknirisinn Apple hefur verið sektaður um 25 milljónir evra, sem samsvarar tæplega þremur og hálfum milljörðum íslenskra króna, af franska samkeppniseftirlitinu fyrir að hægja viljandi á eldri gerðum iPhone snjallsíma með nýjum hugbúnaðaruppfærslum. Sektin kemur til þar sem fyrirtækið er ekki sagt hafa gert viðskiptavinum sínum það nægilega ljóst að hægt hafði verið á símum þeirra.BBC greinir frá þessu en tæknirisinn hefur þó gefið frá sér yfirlýsingu þar sem segir að fyrirtækið sé búið að leysa úr sínum málum í sambandi við samkeppniseftirlitið. Þeir hafi jafnframt greitt sektina. Eigendum iPhone snjallsíma hafði lengi grunað að símar þeirra yrðu hægari með tímanum og tengdu margir það við tímann sem nýr sími væri kynntur á markaðinn. Töldu þeir það vera gert í því skyni að fá fólk til þess að kaupa nýjustu útgáfu símana í hvert skipti sem ný útgáfa kæmi út. Árið 2017 staðfesti Apple að það hægði á símum en einungis í því skyni að lengja líftíma þeirra. Rafhlöður símanna ættu erfiðara með að mæta kröfum notenda með aukinni þróun símanna og orkuþörf nýrra uppfærslna og það gæti leitt til þess að síminn færi að slökkva skyndilega á sér til þess að koma í veg fyrir skemmdir. Samkeppniseftirlitið segir neytendur ekki hafa verið upplýsta um það að ný hugbúnaðaruppfærsla gæti hægt á símum þeirra. Í samkomulagi Apple og eftirlitsins sé gerð krafa um það að fyrirtækið birti tilkynningu um það á frönsku heimasíðu sinni og hún standi þar í heilan mánuði.
Apple Frakkland Tækni Mest lesið Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Fleiri fréttir Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Sjá meira