Keppanda í sænsku undankeppni Eurovision óvænt vikið úr keppni vegna dómsmáls Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 11:50 Thorsten Flinck fær ekki að taka þátt í Melodifestivalen. Vísir/Getty Sænska leikaranum Thorsten Flinck, sem ætlaði að taka þátt í sænsku undankeppni Eurovision, var um síðustu helgi vikið úr keppni vegna kæru á hendur honum um hótanir og skemmdarverk. Um er að ræða nær ársgamalt mál en sænska ríkissjónvarpið kveðst ekki hafa verið meðvitað um það fyrr en nú. Flinck er landsþekktur leikari, söngvari og listamaður í Svíþjóð. Hann hugðist stíga á stokk í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Gautaborg næsta laugardag og flytja lagið Miraklernas tid, eða Tími kraftaverkanna upp á íslensku. Draumar Flinck um að verða fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision urðu hins vegar að engu um helgina þegar Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur undankeppnina, tilkynnti að honum hefði verið vikið úr keppni. DV greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Í yfirlýsingu frá SVT segir að skipuleggjendur hafi ekki verið meðvitaðir um að dómsmál væri nú rekið á hendur Flinck fyrr en þeim var bent á það um síðustu helgi. Segir konuna hafa flautað tíu sinnum Kona stefndi Flinck í fyrra og sakaði hann um að hafa hótað sér og unnið skemmdarverk á bíl hennar í miðbæ Varberg í maí síðastliðnum. Hún heldur því fram að bíll, í hverjum Flinck var farþegi, hafi tekið fram úr henni þar sem hún ók eftir þröngri götu. Hún hafi flautað á bílinn og Flinck hafi þá rokið út, lamið fast í vélarhlíf á bílnum hennar svo skemmdir urðu á honum og haft í hótunum við hana. Finck hefur gengist við því að hafa valdið tjóni á bíl konunnar. Hann heldur því þó fram að konan hafi flautað tíu sinnum á sig og samferðamann sinn, auk þess sem hún og maður sem hún var með hafi verið afar ókurteis. Hann á yfir höfði sér sekt verði hann fundinn sekur í málinu. Flinck ræddi málið við sænska dagblaðið Expressen í vikunni og kvaðst hafa verið afar vonsvikin með ákvörðun SVT. Hann hefði varið miklum tíma í æfingar á laginu og sá fram á að skila af sér flottu atriði í Melodifestivalen á laugardag. Strax á mánudag var nýr flytjandi fenginn til að flytja lag Flinck, Miraklernas tid, í undankeppninni. Sá útvaldi er Jan Johansen, tónlistarmaður og gömul Eurovisionkempa. Hann hefur alls tekið fjórum sinnum þátt í undankeppninni og var valinn fulltrúi Svíþjóðar í aðalkeppninni árið 1995 með lagið Look at Me. Hann hafnaði í þriðja sæti, á eftir framlagi Noregs og Spánar. Vefsíðan Eurovision World er ekki bjartsýn á gott gengi Johansen í Melodifestivalen og spáir honum 23. sæti af alls 25 framlögum. Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira
Sænska leikaranum Thorsten Flinck, sem ætlaði að taka þátt í sænsku undankeppni Eurovision, var um síðustu helgi vikið úr keppni vegna kæru á hendur honum um hótanir og skemmdarverk. Um er að ræða nær ársgamalt mál en sænska ríkissjónvarpið kveðst ekki hafa verið meðvitað um það fyrr en nú. Flinck er landsþekktur leikari, söngvari og listamaður í Svíþjóð. Hann hugðist stíga á stokk í Melodifestivalen, sænsku undankeppninni fyrir Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, í Gautaborg næsta laugardag og flytja lagið Miraklernas tid, eða Tími kraftaverkanna upp á íslensku. Draumar Flinck um að verða fulltrúi Svíþjóðar í Eurovision urðu hins vegar að engu um helgina þegar Sænska ríkissjónvarpið, sem heldur undankeppnina, tilkynnti að honum hefði verið vikið úr keppni. DV greindi fyrst íslenskra miðla frá málinu. Í yfirlýsingu frá SVT segir að skipuleggjendur hafi ekki verið meðvitaðir um að dómsmál væri nú rekið á hendur Flinck fyrr en þeim var bent á það um síðustu helgi. Segir konuna hafa flautað tíu sinnum Kona stefndi Flinck í fyrra og sakaði hann um að hafa hótað sér og unnið skemmdarverk á bíl hennar í miðbæ Varberg í maí síðastliðnum. Hún heldur því fram að bíll, í hverjum Flinck var farþegi, hafi tekið fram úr henni þar sem hún ók eftir þröngri götu. Hún hafi flautað á bílinn og Flinck hafi þá rokið út, lamið fast í vélarhlíf á bílnum hennar svo skemmdir urðu á honum og haft í hótunum við hana. Finck hefur gengist við því að hafa valdið tjóni á bíl konunnar. Hann heldur því þó fram að konan hafi flautað tíu sinnum á sig og samferðamann sinn, auk þess sem hún og maður sem hún var með hafi verið afar ókurteis. Hann á yfir höfði sér sekt verði hann fundinn sekur í málinu. Flinck ræddi málið við sænska dagblaðið Expressen í vikunni og kvaðst hafa verið afar vonsvikin með ákvörðun SVT. Hann hefði varið miklum tíma í æfingar á laginu og sá fram á að skila af sér flottu atriði í Melodifestivalen á laugardag. Strax á mánudag var nýr flytjandi fenginn til að flytja lag Flinck, Miraklernas tid, í undankeppninni. Sá útvaldi er Jan Johansen, tónlistarmaður og gömul Eurovisionkempa. Hann hefur alls tekið fjórum sinnum þátt í undankeppninni og var valinn fulltrúi Svíþjóðar í aðalkeppninni árið 1995 með lagið Look at Me. Hann hafnaði í þriðja sæti, á eftir framlagi Noregs og Spánar. Vefsíðan Eurovision World er ekki bjartsýn á gott gengi Johansen í Melodifestivalen og spáir honum 23. sæti af alls 25 framlögum.
Eurovision Svíþjóð Tónlist Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Robert Wilson er látinn Lífið Fleiri fréttir „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Sjá meira