Telur það ekki góða lögmannshætti að mæta á slysstað og bjóða þjónustu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. febrúar 2020 19:00 Ferðamennirnir sem lentu í hrakningum á Langjökli í janúar sjást hér koma til Reykjavíkur þar sem lögmenn biðu þeirra til að bjóða fram þjónustu sína. vísir/vilhelm Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki telja að það séu almennt góðir lögmannshættir að mæta á slysstað eða sjúkrahús og bjóða fram þjónustu sína. Lögmönnum sé vissulega heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa hana en það sé sérstaklega tekið fram í siðareglum lögmanna að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti. Rætt var við þau Þór Þorsteinsson, formann Landsbjargar, og Brynhildi Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða kross Íslands, í Kastljósi í vikunni og þau spurð út í það að lögmenn væru að sitja fyrir ferðamönnum sem lentu í ógöngum. Í Viðskiptablaðinu í liðinni viku var greint frá því að lögmaður hefði mætt í hjálparmiðstöðina að Gullfosskaffi sem komið var upp fyrir 39 ferðamenn sem lentu í hrakningum í janúar. Ekki æskileg þróun Þór sagði í Kastljósi að lögmenn hefðu haft samband við Landsbjörg og beðið um farþegalista. „Við vitum af því að í Gullfosskaffi þar voru komnir einhverjir lögmenn bara þegar fólkið var að koma þar inn. Aftur þegar fólkið kom með rútum til Reykjavíkur þá voru lögmenn sem sátu fyrir þeim sömuleiðis og ég veit að það var haft samband við Landsbjörg og bara beðið um farþegalista sem við auðvitað veittum ekki,“ sagði Þór og bætti við að honum þætti þetta leiðinleg þróun. Brynhildur tók undir það og sagði það einmitt eitt af hlutverkum Rauða krossins að hlúa að þolendum í svona aðstæðum og verja þá fyrir áreiti, til dæmis af þessum toga. Formaður Lögmannafélagsins ræddi svo málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún þetta ekki æskilega þróun. „Nei, það held ég að geti nú ekki talist nein æskileg þróun. Ég get reyndar ekki tjáð mig neitt sérstaklega um þetta tiltekna mál, ég veit ekkert meira um það en það sem hefur komið fram, þekki ekki aðstæður að öðru leyti en almennt verður maður að telja að það sé ekki í samræmi við góða lögmannshætti að mæta á slysstað, mæta á sjúkrahús, mæta á viðlíka staði þar sem fólk er kannski í mismunandi ástandi. Lögmönnum er alveg heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa en það er sérstaklega tekið fram í siðareglunum að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti og ég tel þetta ekki vera góða lögmannshætti,“ sagði Berglind. Unnið að breytingum á siðareglum lögmanna Hún kvaðst vona að þetta ætti sér eðlilegar skýringar og að aðstæður hefðu verið eitthvað öðruvísi heldur en virðist vera samkvæmt fréttum. Þá sagði Berglind að unnið væri að breytingum á siðareglum lögmanna og það yrði sannarlega tekið upp innan félagsins hvort setja þurfi sérstakt ákvæði um svona lagað í reglurnar. Hingað til hefði ekki verið talin ástæða til að hafa ákvæði annað en það að auglýsingar og boð á þjónustu samræmist góðum lögmannsháttum. Hins vegar væri það svo í bresku siðareglunum að þar væri sérstakt ákvæði um að svona framkoma væri bönnuð.Viðtalið við Berglindi má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Berglind Svavarsdóttir, formaður Lögmannafélagsins, segist ekki telja að það séu almennt góðir lögmannshættir að mæta á slysstað eða sjúkrahús og bjóða fram þjónustu sína. Lögmönnum sé vissulega heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa hana en það sé sérstaklega tekið fram í siðareglum lögmanna að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti. Rætt var við þau Þór Þorsteinsson, formann Landsbjargar, og Brynhildi Bolladóttur, upplýsingafulltrúa Rauða kross Íslands, í Kastljósi í vikunni og þau spurð út í það að lögmenn væru að sitja fyrir ferðamönnum sem lentu í ógöngum. Í Viðskiptablaðinu í liðinni viku var greint frá því að lögmaður hefði mætt í hjálparmiðstöðina að Gullfosskaffi sem komið var upp fyrir 39 ferðamenn sem lentu í hrakningum í janúar. Ekki æskileg þróun Þór sagði í Kastljósi að lögmenn hefðu haft samband við Landsbjörg og beðið um farþegalista. „Við vitum af því að í Gullfosskaffi þar voru komnir einhverjir lögmenn bara þegar fólkið var að koma þar inn. Aftur þegar fólkið kom með rútum til Reykjavíkur þá voru lögmenn sem sátu fyrir þeim sömuleiðis og ég veit að það var haft samband við Landsbjörg og bara beðið um farþegalista sem við auðvitað veittum ekki,“ sagði Þór og bætti við að honum þætti þetta leiðinleg þróun. Brynhildur tók undir það og sagði það einmitt eitt af hlutverkum Rauða krossins að hlúa að þolendum í svona aðstæðum og verja þá fyrir áreiti, til dæmis af þessum toga. Formaður Lögmannafélagsins ræddi svo málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í gær. Þar sagði hún þetta ekki æskilega þróun. „Nei, það held ég að geti nú ekki talist nein æskileg þróun. Ég get reyndar ekki tjáð mig neitt sérstaklega um þetta tiltekna mál, ég veit ekkert meira um það en það sem hefur komið fram, þekki ekki aðstæður að öðru leyti en almennt verður maður að telja að það sé ekki í samræmi við góða lögmannshætti að mæta á slysstað, mæta á sjúkrahús, mæta á viðlíka staði þar sem fólk er kannski í mismunandi ástandi. Lögmönnum er alveg heimilt að bjóða fram sína þjónustu og auglýsa en það er sérstaklega tekið fram í siðareglunum að það verði að vera í samræmi við góða lögmannshætti og ég tel þetta ekki vera góða lögmannshætti,“ sagði Berglind. Unnið að breytingum á siðareglum lögmanna Hún kvaðst vona að þetta ætti sér eðlilegar skýringar og að aðstæður hefðu verið eitthvað öðruvísi heldur en virðist vera samkvæmt fréttum. Þá sagði Berglind að unnið væri að breytingum á siðareglum lögmanna og það yrði sannarlega tekið upp innan félagsins hvort setja þurfi sérstakt ákvæði um svona lagað í reglurnar. Hingað til hefði ekki verið talin ástæða til að hafa ákvæði annað en það að auglýsingar og boð á þjónustu samræmist góðum lögmannsháttum. Hins vegar væri það svo í bresku siðareglunum að þar væri sérstakt ákvæði um að svona framkoma væri bönnuð.Viðtalið við Berglindi má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
39 bjargað á Langjökli Ferðamennska á Íslandi Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira