Fór frjálslega með staðreyndir Samúel Karl Ólason skrifar 5. febrúar 2020 11:38 Donald Trump í fulltrúadeildinni í nótt. Mike Pence, varaforseti, stendur fyrir aftan forsetann og klappar fyrir honum. AP/Leah Millis Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína þriðju stefnuræðu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt. Þar dásamaði Trump eigin störf og var ræðan að miklu leiti eins og lágstemmd útgáfa af kosningafundum hans. Þá fór forsetinn heldur frjálslega með staðreyndir eins og hann hefur svo oft áður gert. Meðal annars sagði Trump ósatt um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, niðurfellingu skatta, olíuframleiðslu, innflytjendur og fleira. Hér að neðan verður stiklað á stóru varðandi ósannindi Trump. Eignar sér áragamla áfanga í efnahagi Trump varði miklum tíma í ræðu sinni í að stæra sig af góðum gangi efnahags Bandaríkjanna. Hann sagði til dæmis að þökk sé ríkisstjórn hans, og viðleitni hennar til að fækka reglugerðum, væru Bandaríkin orðin lang stærsti framleiðandi olíu og gass í heiminum. Hið rétta er að Bandaríkin urðu stærsti orkuframleiðandi heimsins, heilt yfir, árið 2012, þegar Barack Obama var forseti. Bandaríkin tóku fram úr Rússlandi varðandi framleiðslu gass árið 2009 og stærsti olíuframleiðandinn árið 2013 þegar Bandaríkin tóku fram úr Sádi-Arabíu. Another false claim in the SOTU excerpts: "Thanks to our bold regulatory reduction campaign, the United States has become the #1 producer of oil and natural gas in the world, by far." The US became #1 in 2012, under Obama, though its advantage has grown under Trump. pic.twitter.com/sXnukUuOTH— Daniel Dale (@ddale8) February 5, 2020 Trump sagði einni að þökk sé honum, þá hefði atvinnuleysi dregist verulega saman. Það hefði aldrei gerst ef hann hefði ekki kollvarpað „misheppnaðri efnahagsstefnu“ forvera síns. Eignaði hann sér einnig fjölgun starfa í Bandaríkjunum. Það er að miklu leyti satt. Þróunin í lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa hófst þó í forsetatíð Obama og hefur haldið nánast óbreytt áfram. Eins og segir í umfjöllun Slate er auðvelt að sjá hið sanna á línuritum Atvinnumálastofnunar Bandaríkjanna. Þá ýkti Trump verulega hve mikið störfum hefur fjölgað í Bandaríkjunum. Hann sagði einnig að viðskiptasamningur Bandaríkjanna við Kanada og Mexíkó myndi skapa nærri því hundrað þúsund hálaunastörf. Sérfræðingar segja það þó fjarri sannleikanum. Áætlað er að samningurinn gæti skapað um 28 þúsund störf varðandi framleiðslu bíla en ríkisstjórn Trump segir töluna um 76 þúsund. Hæsta áætlun ríkisstjórnar Trump er því ekki nærri hundrað þúsund störfum. Hagfræðingar segja einnig að samningurinn muni auka kostnað bíla og draga þannig bæði úr veltu og framleiðslu. Hefur ekkert gert til að tryggja langveika Varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann muni ávallt standa vörð um fólk með undirliggjandi heilsukvilla og að þau verði tryggð. Það gerði hann einnig í ræðu sinni í nótt, en þessar yfirlýsingar hans eru fjarri sannleikanum. Eitt af fyrstu verkum hans og Repúblikana eftir að Trump tók við embætti var að leggja fram frumvarp um að fella niður heilbrigðiskerfislög Obama, sem kallast Obamacare, sem tryggði fólki með undirliggjandi heilsukvilla sjúkratryggingar og að ekki væri hægt að rukka þau meira en aðra. Repúblikanar lögðu aldrei fram frumvarp sem ætti að koma í stað laga Obama. Frumvarpið var fellt í öldungadeildinni þegar John McCain greiddi atkvæði gegn því. Viðleitni ríkisstjórnar Trump við að ganga frá Obamacare hefur haldið áfram síðan þá og hafa Trump-liðar ítrekað tekið skref til að grafa undan þeim. Meðal annars með lögsóknum sem standa yfir Á engum tímapunkti hafa verið lagðar fram nokkurs konar áætlanir um að hvernig ríkisstjórn Trump sér fyrir sér að sjá um að langveikt fólk missi ekki tryggingar sínar, þrátt fyrir að Trump hafi ítrekað haldið því fram að slíkt standi til. Again, Trump has very much not protected patients with pre-existing conditions. pic.twitter.com/B2wpRLlF0j— Daniel Dale (@ddale8) February 5, 2020 Trump hélt því fram í ræðu sinni í nótt að enginn forseti hefði tilnefnt fleiri alríkisdómara í embætti en hann, alls 187, og að þessir dómarar ættu að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er ekki rétt að enginn hafi tilnefnt fleiri dómara. Jimmy Carter gerði það til dæmis á sama tímabili en hann hafði tilnefnt 197 alríkisdómara þegar hann var búinn að vera forseti jafn lengi og Trump. Það er þó rétt að Trump hafi tilnefnt flesta dómara í áfrýjunardómstóla alríkisins. Hann hefur tilnefnt 50 en Carter hafði skipað 48. Ein míla af nýjum vegg, ekki 115 Varðandi ólöglega innflytjendur í Bandaríkjunum fór Trump með ýmsar ýkjur og ósannindi. Hann hélt því meðal annars fram að búið væri að reisa „langan, háan og mjög öflugan“ múr á rúmlega hundrað mílum af landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem eru rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng. Hið rétta er að þó Landamæraeftirlit Bandaríkjanna segi „nýjan múr“ hafa verið reistan á 115 mílna kafla landamæranna hefur múr einungis verið reistur á einni mílu, þar sem enginn múr eða tálmar voru áður. Annars hefur einungis verið um endurbætur að ræða. Chad Wolf, starfandi yfirmaður Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, staðhæfði í janúar að einungis væri um nýja múra að ræða, sama hvað gagnrýnendur ríkisstjórnar Trump héldu fram. Þá er vert að benda á að múrinn sem hefur verið reistur er alls ekki óumdeildur. Í síðustu viku hrundi kafi múrsins vegna vinds. Þá hafa fregnir borist af því að smyglarar hafi sagað fjölda gata á múrinn og víða hafi smyglarar notast við stór op á múrnum sem þurfa að vera opin vegna skyndiflóða. Trump gagnrýndi það einnig að ólöglegum innflytjendum væri sleppt innan landamæra Bandaríkjanna, eftir að þau væru gómuð af yfirvöldum. Sagði hann að fá þeirra mættu svo fyrir dómstóla þegar hælisumsóknir þeirra væru teknar fyrir. Opinber gögn sýna þó að mikill meirihluti þeirra mæta fyrir dómstóla. Gögn frá Dómsmálaráðuneytinu sína að árið 2016 voru það níu prósent sem mættu ekki og ellefu prósent árið 2017. Það þýðir að um 90 prósent innflytjenda mættu fyrir dómstóla á þeim árum, í stað þess að fara í felur innan Bandaríkjanna eins og Trump sagði. Trump stærði sig einnig af því að hafa fækkað komum ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna verulega. Þeim hefði fækkað um 75 prósent frá því í maí. Þar hefur forsetinn rétt fyrir sér en gaf hann þó ranga mynd af stöðu mála. Maí í fyrra var sá mánuður forsetatíðar Trump þar sem flestar tilraunir voru gerðar meðal ólöglegra innflytjenda til að komast til Bandaríkjanna. Heilt yfir hefur tilraununum fjölgað frá því Trump tók við embætti. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnuræða Trump: Forsetinn dásamaði efnahagslífið en Pelosi reif ræðuna Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. 5. febrúar 2020 07:21 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt sína þriðju stefnuræðu í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í nótt. Þar dásamaði Trump eigin störf og var ræðan að miklu leiti eins og lágstemmd útgáfa af kosningafundum hans. Þá fór forsetinn heldur frjálslega með staðreyndir eins og hann hefur svo oft áður gert. Meðal annars sagði Trump ósatt um heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, niðurfellingu skatta, olíuframleiðslu, innflytjendur og fleira. Hér að neðan verður stiklað á stóru varðandi ósannindi Trump. Eignar sér áragamla áfanga í efnahagi Trump varði miklum tíma í ræðu sinni í að stæra sig af góðum gangi efnahags Bandaríkjanna. Hann sagði til dæmis að þökk sé ríkisstjórn hans, og viðleitni hennar til að fækka reglugerðum, væru Bandaríkin orðin lang stærsti framleiðandi olíu og gass í heiminum. Hið rétta er að Bandaríkin urðu stærsti orkuframleiðandi heimsins, heilt yfir, árið 2012, þegar Barack Obama var forseti. Bandaríkin tóku fram úr Rússlandi varðandi framleiðslu gass árið 2009 og stærsti olíuframleiðandinn árið 2013 þegar Bandaríkin tóku fram úr Sádi-Arabíu. Another false claim in the SOTU excerpts: "Thanks to our bold regulatory reduction campaign, the United States has become the #1 producer of oil and natural gas in the world, by far." The US became #1 in 2012, under Obama, though its advantage has grown under Trump. pic.twitter.com/sXnukUuOTH— Daniel Dale (@ddale8) February 5, 2020 Trump sagði einni að þökk sé honum, þá hefði atvinnuleysi dregist verulega saman. Það hefði aldrei gerst ef hann hefði ekki kollvarpað „misheppnaðri efnahagsstefnu“ forvera síns. Eignaði hann sér einnig fjölgun starfa í Bandaríkjunum. Það er að miklu leyti satt. Þróunin í lækkun atvinnuleysis og fjölgun starfa hófst þó í forsetatíð Obama og hefur haldið nánast óbreytt áfram. Eins og segir í umfjöllun Slate er auðvelt að sjá hið sanna á línuritum Atvinnumálastofnunar Bandaríkjanna. Þá ýkti Trump verulega hve mikið störfum hefur fjölgað í Bandaríkjunum. Hann sagði einnig að viðskiptasamningur Bandaríkjanna við Kanada og Mexíkó myndi skapa nærri því hundrað þúsund hálaunastörf. Sérfræðingar segja það þó fjarri sannleikanum. Áætlað er að samningurinn gæti skapað um 28 þúsund störf varðandi framleiðslu bíla en ríkisstjórn Trump segir töluna um 76 þúsund. Hæsta áætlun ríkisstjórnar Trump er því ekki nærri hundrað þúsund störfum. Hagfræðingar segja einnig að samningurinn muni auka kostnað bíla og draga þannig bæði úr veltu og framleiðslu. Hefur ekkert gert til að tryggja langveika Varðandi heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna, hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann muni ávallt standa vörð um fólk með undirliggjandi heilsukvilla og að þau verði tryggð. Það gerði hann einnig í ræðu sinni í nótt, en þessar yfirlýsingar hans eru fjarri sannleikanum. Eitt af fyrstu verkum hans og Repúblikana eftir að Trump tók við embætti var að leggja fram frumvarp um að fella niður heilbrigðiskerfislög Obama, sem kallast Obamacare, sem tryggði fólki með undirliggjandi heilsukvilla sjúkratryggingar og að ekki væri hægt að rukka þau meira en aðra. Repúblikanar lögðu aldrei fram frumvarp sem ætti að koma í stað laga Obama. Frumvarpið var fellt í öldungadeildinni þegar John McCain greiddi atkvæði gegn því. Viðleitni ríkisstjórnar Trump við að ganga frá Obamacare hefur haldið áfram síðan þá og hafa Trump-liðar ítrekað tekið skref til að grafa undan þeim. Meðal annars með lögsóknum sem standa yfir Á engum tímapunkti hafa verið lagðar fram nokkurs konar áætlanir um að hvernig ríkisstjórn Trump sér fyrir sér að sjá um að langveikt fólk missi ekki tryggingar sínar, þrátt fyrir að Trump hafi ítrekað haldið því fram að slíkt standi til. Again, Trump has very much not protected patients with pre-existing conditions. pic.twitter.com/B2wpRLlF0j— Daniel Dale (@ddale8) February 5, 2020 Trump hélt því fram í ræðu sinni í nótt að enginn forseti hefði tilnefnt fleiri alríkisdómara í embætti en hann, alls 187, og að þessir dómarar ættu að standa vörð um stjórnarskrá Bandaríkjanna. Það er ekki rétt að enginn hafi tilnefnt fleiri dómara. Jimmy Carter gerði það til dæmis á sama tímabili en hann hafði tilnefnt 197 alríkisdómara þegar hann var búinn að vera forseti jafn lengi og Trump. Það er þó rétt að Trump hafi tilnefnt flesta dómara í áfrýjunardómstóla alríkisins. Hann hefur tilnefnt 50 en Carter hafði skipað 48. Ein míla af nýjum vegg, ekki 115 Varðandi ólöglega innflytjendur í Bandaríkjunum fór Trump með ýmsar ýkjur og ósannindi. Hann hélt því meðal annars fram að búið væri að reisa „langan, háan og mjög öflugan“ múr á rúmlega hundrað mílum af landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó, sem eru rúmlega þrjú þúsund kílómetra löng. Hið rétta er að þó Landamæraeftirlit Bandaríkjanna segi „nýjan múr“ hafa verið reistan á 115 mílna kafla landamæranna hefur múr einungis verið reistur á einni mílu, þar sem enginn múr eða tálmar voru áður. Annars hefur einungis verið um endurbætur að ræða. Chad Wolf, starfandi yfirmaður Heimavarnaráðuneytis Bandaríkjanna, staðhæfði í janúar að einungis væri um nýja múra að ræða, sama hvað gagnrýnendur ríkisstjórnar Trump héldu fram. Þá er vert að benda á að múrinn sem hefur verið reistur er alls ekki óumdeildur. Í síðustu viku hrundi kafi múrsins vegna vinds. Þá hafa fregnir borist af því að smyglarar hafi sagað fjölda gata á múrinn og víða hafi smyglarar notast við stór op á múrnum sem þurfa að vera opin vegna skyndiflóða. Trump gagnrýndi það einnig að ólöglegum innflytjendum væri sleppt innan landamæra Bandaríkjanna, eftir að þau væru gómuð af yfirvöldum. Sagði hann að fá þeirra mættu svo fyrir dómstóla þegar hælisumsóknir þeirra væru teknar fyrir. Opinber gögn sýna þó að mikill meirihluti þeirra mæta fyrir dómstóla. Gögn frá Dómsmálaráðuneytinu sína að árið 2016 voru það níu prósent sem mættu ekki og ellefu prósent árið 2017. Það þýðir að um 90 prósent innflytjenda mættu fyrir dómstóla á þeim árum, í stað þess að fara í felur innan Bandaríkjanna eins og Trump sagði. Trump stærði sig einnig af því að hafa fækkað komum ólöglegra innflytjenda til Bandaríkjanna verulega. Þeim hefði fækkað um 75 prósent frá því í maí. Þar hefur forsetinn rétt fyrir sér en gaf hann þó ranga mynd af stöðu mála. Maí í fyrra var sá mánuður forsetatíðar Trump þar sem flestar tilraunir voru gerðar meðal ólöglegra innflytjenda til að komast til Bandaríkjanna. Heilt yfir hefur tilraununum fjölgað frá því Trump tók við embætti.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Stefnuræða Trump: Forsetinn dásamaði efnahagslífið en Pelosi reif ræðuna Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. 5. febrúar 2020 07:21 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Sjá meira
Stefnuræða Trump: Forsetinn dásamaði efnahagslífið en Pelosi reif ræðuna Donald Trump Bandaríkjaforseti hélt í nótt stefnuræðu sína á Bandaríkjaþingi þar sem hann lagði línurnar fyrir komandi kjörtímabil en hann sækist eftir endurkjöri. 5. febrúar 2020 07:21