Meðferð almannafjár Brynjar Níelsson skrifar 4. febrúar 2020 10:00 Mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að tryggja að vel sé farið með almannafé. Ábyrgðin er mikil og getur verið dýrkeypt ef óvarlega er farið. Í umræðu um fjárlagafrumvarpið á hverju hausti eru þingmenn staddir í einhvers konar hringleikahúsi þar sem hver og einn leikhópur fær sinn leikþátt. Þar býður hver leikhópur upp á tugmilljarða viðbótarútgjöld frá árinu á undan. Þekkt eru þau sjónarmið að nóg sé til af peningum og það þurfi bara að sækja þá, sem þýðir á mannamáli að hækka eigi skatta. Sumir halda að þær skattahækkanir komi ekkert við almenning heldur séu þær bundnar við einhverja auðmenn, sem munu vera um 1% landsmanna ef marka má forsprakka íslenskra sósíalista. Einnig að skattahækkanir hafi engin áhrif á samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjárfestingar og efnahagslega velferð okkar. Sumir stjórnmálamenn trúa því meira að segja að hægt sé að auka velferð með hærri sköttum og minni hagvexti. Frumlegri verða stjórnmálamenn ekki. Má líkja þessari útgjaldaþörf við fyllerí þar sem menn geti ekki hætt að drekka af ótta við að fá timburmenn. En það kemst enginn alki hjá því að fá timburmenn fyrr eða síðar. Mikil aukning útgjalda Aðspurð segjum við öll að það þurfi að leggja miklu meira fé í heilbrigðiskerfið, almannatryggingar og menntakerfið þrátt fyrir að nánast allur hagvöxtur frá 2013 hafi farið í þessa málaflokka. Kannski vita ekki margir að útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um tæplega 70% að raunvirði síðasta áratuginn. Ýmsir stjórnmálamenn halda því samt blákalt fram að það hafi verið niðurskurður til heilbrigðismála, jafnvel blóðugur. Útgjöld til almannatrygginga hafa næstum því tvöfaldast að raungildi á sama tíma, sem er í engu samræmi við umræðuna í samfélaginu. Í raun hefur verið aukning útgjalda til allra málaflokka en þrátt fyrir það er ákallið og kröfurnar um meiri útgjöld sem aldrei fyrr. Og þrátt fyrir alla þessa aukningu útgjalda virðist enginn upplifa að við séum að fá eitthvað fyrir peninginn. Betri nýting fjármuna Fáir velta því fyrir sér hvort nýting á skattfé sé góð og hvort hagræða megi í ríkisrekstri. Ríkisrekstur blæs út með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning því að við stjórnmálamenn þurfum að vera með puttana í öllu og treystum engum öðrum en ríkisstarfsmönnum fyrir rekstri. Á meðan hafa nauðsynlegar fjárfestingar í raforkuflutningi og samgöngum setið á hakanum – fjárfestingar sem alltaf munu borga sig fjárhagslega fyrir utan að vera mikið öryggismál. Svo má alls ekki losa skattgreiðendur undan áhætturekstri og gagnslausri eignasöfnun og nota þá fjármuni til þessara góðu og gagnlegu verkefna. Virðist óttinn við að einhverjir hagnist ráði þar mestu. Það er ekki eftir neinu að bíða með að selja eignarhlut ríkisins í bönkunum áður en þeir verða verðlausir í okkar höndum, að minnst kosti í öðrum þeirra. Einhverjir hljóta nú að vera glaðir yfir því að skattgreiðendur keyptu ekki Arion banka á sínum tíma eins og hávær krafa var um. Geðþótti og gæluverkefni En það er ekki bara við gerð fjárlaga sem stjórnmálamenn fara fram úr sér í útgjaldagleðinni. Reglulega eru þeir að taka ákvarðanir um að greiða bætur úr ríkissjóði upp á tugi og hundruð milljóna til einstaklinga í fordæmalausum málum án þess að dómsvaldið hafi haft nokkuð um réttmæti krafnanna að segja. Svo spreða stjórnmálamenn skattfé út og suður í mál sem vekja áhuga þeirra án nokkurrar kröfu um skyldur eða endurgjald á móti, jafnvel til einstaklinga og félaga sem eru í samkeppnisrekstri við aðra. Þar eru borgaryfirvöld duglegri en aðrir. Þá má ekki gleyma að flestir stjórnmálamenn telja rétt að skattgreiðendur fjármagni alla fjölmiðlun í landinu og því þurfi að efla Fjölmiðlanefnd til muna til að fylgjast með fjölmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Það er víst betra í hugum margra en að leyfa þessum fjölmiðlum að keppa við ríkismiðilinn og erlenda miðla á jafnréttisgrundvelli. Svona meðferð á almannafé truflar ekki góða og sanngjarna stjórnmálamenn með ríka réttlætiskennd. Í þeirra huga eru skattgreiðendur eins og hvert annað ávaxtatré sem tínt er af eftir þörfum. Ísland er háskattaland Hlutfall skatttekna hins opinbera af landsframleiðslu á Íslandi er næst hæst í Evrópu. Að teknu tilliti til lögbundinna iðgjalda í lífeyrissjóði og almannatrygginga, svo ekki séu nefnd öll þau aukagjöld sem lögð eru á almenning fyrir minnstu viðvik, er skattbyrðin hæst í OECD löndunum. Þá sjaldan sem næst einhver skattalækkun á almenning er hún jafnharðan tekin til baka með nýjum sköttum, hvort sem þeir heita kolefnisgjald eða urðunarskattur eða enn furðulegri nöfnum. Ísland er því sannanlega háskattaland í öllum samanburði þótt mörgum finnist ekki nóg að gert í skattheimtu. Ef svo heldur fram sem horfir verðum við undir í samkeppninni við önnur lönd því við erum ekki eyland þótt við búum á eyju. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Brynjar Níelsson Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Mikilvægasta verkefni stjórnmálamanna er að tryggja að vel sé farið með almannafé. Ábyrgðin er mikil og getur verið dýrkeypt ef óvarlega er farið. Í umræðu um fjárlagafrumvarpið á hverju hausti eru þingmenn staddir í einhvers konar hringleikahúsi þar sem hver og einn leikhópur fær sinn leikþátt. Þar býður hver leikhópur upp á tugmilljarða viðbótarútgjöld frá árinu á undan. Þekkt eru þau sjónarmið að nóg sé til af peningum og það þurfi bara að sækja þá, sem þýðir á mannamáli að hækka eigi skatta. Sumir halda að þær skattahækkanir komi ekkert við almenning heldur séu þær bundnar við einhverja auðmenn, sem munu vera um 1% landsmanna ef marka má forsprakka íslenskra sósíalista. Einnig að skattahækkanir hafi engin áhrif á samkeppnishæfni atvinnulífsins, fjárfestingar og efnahagslega velferð okkar. Sumir stjórnmálamenn trúa því meira að segja að hægt sé að auka velferð með hærri sköttum og minni hagvexti. Frumlegri verða stjórnmálamenn ekki. Má líkja þessari útgjaldaþörf við fyllerí þar sem menn geti ekki hætt að drekka af ótta við að fá timburmenn. En það kemst enginn alki hjá því að fá timburmenn fyrr eða síðar. Mikil aukning útgjalda Aðspurð segjum við öll að það þurfi að leggja miklu meira fé í heilbrigðiskerfið, almannatryggingar og menntakerfið þrátt fyrir að nánast allur hagvöxtur frá 2013 hafi farið í þessa málaflokka. Kannski vita ekki margir að útgjöld til heilbrigðismála hafa aukist um tæplega 70% að raunvirði síðasta áratuginn. Ýmsir stjórnmálamenn halda því samt blákalt fram að það hafi verið niðurskurður til heilbrigðismála, jafnvel blóðugur. Útgjöld til almannatrygginga hafa næstum því tvöfaldast að raungildi á sama tíma, sem er í engu samræmi við umræðuna í samfélaginu. Í raun hefur verið aukning útgjalda til allra málaflokka en þrátt fyrir það er ákallið og kröfurnar um meiri útgjöld sem aldrei fyrr. Og þrátt fyrir alla þessa aukningu útgjalda virðist enginn upplifa að við séum að fá eitthvað fyrir peninginn. Betri nýting fjármuna Fáir velta því fyrir sér hvort nýting á skattfé sé góð og hvort hagræða megi í ríkisrekstri. Ríkisrekstur blæs út með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning því að við stjórnmálamenn þurfum að vera með puttana í öllu og treystum engum öðrum en ríkisstarfsmönnum fyrir rekstri. Á meðan hafa nauðsynlegar fjárfestingar í raforkuflutningi og samgöngum setið á hakanum – fjárfestingar sem alltaf munu borga sig fjárhagslega fyrir utan að vera mikið öryggismál. Svo má alls ekki losa skattgreiðendur undan áhætturekstri og gagnslausri eignasöfnun og nota þá fjármuni til þessara góðu og gagnlegu verkefna. Virðist óttinn við að einhverjir hagnist ráði þar mestu. Það er ekki eftir neinu að bíða með að selja eignarhlut ríkisins í bönkunum áður en þeir verða verðlausir í okkar höndum, að minnst kosti í öðrum þeirra. Einhverjir hljóta nú að vera glaðir yfir því að skattgreiðendur keyptu ekki Arion banka á sínum tíma eins og hávær krafa var um. Geðþótti og gæluverkefni En það er ekki bara við gerð fjárlaga sem stjórnmálamenn fara fram úr sér í útgjaldagleðinni. Reglulega eru þeir að taka ákvarðanir um að greiða bætur úr ríkissjóði upp á tugi og hundruð milljóna til einstaklinga í fordæmalausum málum án þess að dómsvaldið hafi haft nokkuð um réttmæti krafnanna að segja. Svo spreða stjórnmálamenn skattfé út og suður í mál sem vekja áhuga þeirra án nokkurrar kröfu um skyldur eða endurgjald á móti, jafnvel til einstaklinga og félaga sem eru í samkeppnisrekstri við aðra. Þar eru borgaryfirvöld duglegri en aðrir. Þá má ekki gleyma að flestir stjórnmálamenn telja rétt að skattgreiðendur fjármagni alla fjölmiðlun í landinu og því þurfi að efla Fjölmiðlanefnd til muna til að fylgjast með fjölmiðlum með tilheyrandi kostnaði. Það er víst betra í hugum margra en að leyfa þessum fjölmiðlum að keppa við ríkismiðilinn og erlenda miðla á jafnréttisgrundvelli. Svona meðferð á almannafé truflar ekki góða og sanngjarna stjórnmálamenn með ríka réttlætiskennd. Í þeirra huga eru skattgreiðendur eins og hvert annað ávaxtatré sem tínt er af eftir þörfum. Ísland er háskattaland Hlutfall skatttekna hins opinbera af landsframleiðslu á Íslandi er næst hæst í Evrópu. Að teknu tilliti til lögbundinna iðgjalda í lífeyrissjóði og almannatrygginga, svo ekki séu nefnd öll þau aukagjöld sem lögð eru á almenning fyrir minnstu viðvik, er skattbyrðin hæst í OECD löndunum. Þá sjaldan sem næst einhver skattalækkun á almenning er hún jafnharðan tekin til baka með nýjum sköttum, hvort sem þeir heita kolefnisgjald eða urðunarskattur eða enn furðulegri nöfnum. Ísland er því sannanlega háskattaland í öllum samanburði þótt mörgum finnist ekki nóg að gert í skattheimtu. Ef svo heldur fram sem horfir verðum við undir í samkeppninni við önnur lönd því við erum ekki eyland þótt við búum á eyju. Höfundur er þingmaður.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun