Vísbendingar um að hópar vasaþjófa frá Rúmeníu herji á ferðamenn Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. febrúar 2020 10:02 Ferðamenn við Geysi. Vísir/vilhelm Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir vísbendingar um að hópar vasaþjófa séu gerðir út frá Rúmeníu og seilist í vasa ferðamanna. Töluvert hefur verið tilkynnt um vasaþjófnað á fjölförnum ferðamannastöðum á Suðurlandi síðustu vikur. Greint var frá því í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi í gær að tvö mál hefðu komið upp í liðinni viku þar sem tilkynnt var um vasaþjófnað við Geysi. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að 20 þúsund krónum hefði verið stolið af ferðamanni í gær, einnig við Geysi. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti einnig um sambærilegt atvik í lok janúar þar sem pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna hafði verið stolið úr bíl erlendra ferðamanna á sama stað. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann frá því að tilkynningar um vasaþjófnað hefðu ítrekað borist lögreglu á Suðurlandi frá því í fyrra. „[…] einhverjar örfáar á Þingvöllum en aðallega í kringum Gullfoss og Geysi. Einhvers staðar á bilinu 20 til 30 mál samanlagt í umdæminu,“ sagði Oddur. „En vandinn við þessi mál er að þú kannski stelur veski af einhverjum og tínir úr því aurana. Síðan hendirðu því frá þér strax og þá er ekkert sem tengir þig við brotið ef það er ekki hreint og klárt vitni sem sér þig gera hlutina eða einhverjar eftirlitsmyndavélar sem ná mynd af því.“ Handtekið einn hópinn tvisvar Í þeim málum sem komið hafa inn á borð lögreglu eru tilkynnendur eingöngu erlendir ferðamenn. Oddur benti á að lögregla hefði handtekið einstaklinga í tengslum við eitt málanna í fyrrasumar. Fréttastofa greindi einmitt frá því í maí síðastliðnum að erlent par, sem kom til landsins sem ferðamenn, hefði verið handtekið fyrir að stela töluverðum fjármunum af ferðamönnum við Gullfoss og Geysi. „Við höfum vísbendingar um að það séu gerðir út hópar, einn hóp höfum við handtekið í tvígang, frá Rúmeníu sem koma gagngert hér, að því er virðist, til landsins og eru að seilast í vasa fólks,“ sagði Oddur. Þá athöfnuðu þjófarnir sig yfirleitt þannig að einhver úr hópnum fangaði athygli ferðamannanna og á meðan hefðu hinir fjármuni á brott. Í mörgum tilvikum væri um að ræða töluverð verðmæti. „Þetta eru töluverðir peningar sem eru að hverfa og ég tala nú ekki um þegar einstaklingur tapar fjárhæðum, kannski 50 til 70 þúsund krónum eða eitthvað svoleiðis. Fyrir mig og þig, þá munar okkur um það.“ Oddur sagði bestu forvörnina vera að hvetja fólk til að ganga þannig frá eigum sínum að erfitt væri að komast að þeim. Þá komi lögregla varúðarskilaboðum áleiðis til ferðamannana í gegnum leiðsögumenn, sem væru duglegir að upplýsa skjólstæðinga sína. Viðtalið við Odd má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan. Bítið Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45 Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir vísbendingar um að hópar vasaþjófa séu gerðir út frá Rúmeníu og seilist í vasa ferðamanna. Töluvert hefur verið tilkynnt um vasaþjófnað á fjölförnum ferðamannastöðum á Suðurlandi síðustu vikur. Greint var frá því í tilkynningu frá lögreglu á Suðurlandi í gær að tvö mál hefðu komið upp í liðinni viku þar sem tilkynnt var um vasaþjófnað við Geysi. Þá var vakin athygli á því í Facebook-hópnum Baklandi ferðaþjónustunnar að 20 þúsund krónum hefði verið stolið af ferðamanni í gær, einnig við Geysi. Lögreglan á Suðurnesjum tilkynnti einnig um sambærilegt atvik í lok janúar þar sem pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna hafði verið stolið úr bíl erlendra ferðamanna á sama stað. Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi.Vísir/vilhelm Oddur Árnason yfirlögregluþjónn á Suðurlandi ræddi málið í útvarpsþættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann frá því að tilkynningar um vasaþjófnað hefðu ítrekað borist lögreglu á Suðurlandi frá því í fyrra. „[…] einhverjar örfáar á Þingvöllum en aðallega í kringum Gullfoss og Geysi. Einhvers staðar á bilinu 20 til 30 mál samanlagt í umdæminu,“ sagði Oddur. „En vandinn við þessi mál er að þú kannski stelur veski af einhverjum og tínir úr því aurana. Síðan hendirðu því frá þér strax og þá er ekkert sem tengir þig við brotið ef það er ekki hreint og klárt vitni sem sér þig gera hlutina eða einhverjar eftirlitsmyndavélar sem ná mynd af því.“ Handtekið einn hópinn tvisvar Í þeim málum sem komið hafa inn á borð lögreglu eru tilkynnendur eingöngu erlendir ferðamenn. Oddur benti á að lögregla hefði handtekið einstaklinga í tengslum við eitt málanna í fyrrasumar. Fréttastofa greindi einmitt frá því í maí síðastliðnum að erlent par, sem kom til landsins sem ferðamenn, hefði verið handtekið fyrir að stela töluverðum fjármunum af ferðamönnum við Gullfoss og Geysi. „Við höfum vísbendingar um að það séu gerðir út hópar, einn hóp höfum við handtekið í tvígang, frá Rúmeníu sem koma gagngert hér, að því er virðist, til landsins og eru að seilast í vasa fólks,“ sagði Oddur. Þá athöfnuðu þjófarnir sig yfirleitt þannig að einhver úr hópnum fangaði athygli ferðamannanna og á meðan hefðu hinir fjármuni á brott. Í mörgum tilvikum væri um að ræða töluverð verðmæti. „Þetta eru töluverðir peningar sem eru að hverfa og ég tala nú ekki um þegar einstaklingur tapar fjárhæðum, kannski 50 til 70 þúsund krónum eða eitthvað svoleiðis. Fyrir mig og þig, þá munar okkur um það.“ Oddur sagði bestu forvörnina vera að hvetja fólk til að ganga þannig frá eigum sínum að erfitt væri að komast að þeim. Þá komi lögregla varúðarskilaboðum áleiðis til ferðamannana í gegnum leiðsögumenn, sem væru duglegir að upplýsa skjólstæðinga sína. Viðtalið við Odd má hlusta á í heild í spilaranum hér að neðan.
Bítið Bláskógabyggð Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Tengdar fréttir Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45 Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Stálu úr vösum ferðamanna við Gullfoss og Geysi Erlent þjófapar hefur herjað á ferðamenn í uppsveitum Árnessýslu að undanförnu og stolið töluverðum fjármunum. Fólkið kom hingað sem ferðamenn en þau voru handtekin vegna málsins. 30. maí 2019 11:45
Rannsaka þjófnað á hundruðum þúsunda úr bíl ferðamanna Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar þjófnað á pundum og evrum að verðmæti rúmlega 300 þúsund króna úr bíl erlendra ferðamanna við Geysi. 25. janúar 2020 08:51