Nauðlenti í Madríd með sprungið dekk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. febrúar 2020 17:37 Hér sést hvernig vélin hefur sveimað yfir Madríd. Boeing 767-300 vél kanadíska flugfélagsins Air Canada nauðlenti heilu á höldnu á Barajas-flugvelli í Madríd laust eftir klukkan 19 í kvöld að staðartíma, eða skömmu eftir klukkan 18 að íslenskum tíma. Vélin, sem var á leið frá Madríd til Toronto, tók á loft í dag klukkan 14:30 að spænskum tíma. Um hálftíma eftir flugtak komu í ljós vandræði með vélarbúnað og óskaði flugstjóri vélarinnar þá eftir því að fá að koma aftur inn til Madríd til nauðlendingar. Flugvélin var hins vegar full af eldsneyti sem þurfti að brenna áður en hægt var að lenda vélinni. Hún sveimaði því yfir Madríd í nokkra klukkutíma áður en hún lenti skömmu eftir klukkan sjö. Eitt af tíu dekkjum vélarinnar eyðilagðist við flugtak, sprakk að því er virðist, auk þess sem upp komu vandamál með vinstri hreyfil vélarinnar. Alls voru 128 farþegar um borð. Að því er fram kemur á vef spænska dagblaðsins El País hélt flugstjórinn farþegum vel upplýstum á meðan sveimað var um yfir Madríd. Þá fullvissaði hann þá um að ekkert vandamál yrði að lenda þar sem það vantaði ekki fleiri hjól undir vélina en eitt.Fréttin var uppfærð klukkan 18:32. We’ve seen visual confirmation that #AC837 has touched down safely in Madrid. We’re continuing to resolve the issue affecting some user’s access to our services. We apologize for the inconvenience and appreciate your patience.— Flightradar24 (@flightradar24) February 3, 2020 An Air Canada 767-300 bound for Toronto has been circling its departure airport in Madrid for more than 2 hours, burning fuel as it prepares to land again. The pilot has reportedly told passengers there is a mechanical issue. AC837 is said to have 130 people on board. pic.twitter.com/QM6p8razud— CBC News Alerts (@CBCAlerts) February 3, 2020 Flight #AC837 has been holding for more than 3 hours in order to reduce landing weight. According to @ENAIRE to aircraft plan to land at Madrid Barajas Airport around 19:30 local timehttps://t.co/d1lAaHTqNzpic.twitter.com/0j0rDaiP9o— Flightradar24 (@flightradar24) February 3, 2020 Fréttir af flugi Kanada Spánn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira
Boeing 767-300 vél kanadíska flugfélagsins Air Canada nauðlenti heilu á höldnu á Barajas-flugvelli í Madríd laust eftir klukkan 19 í kvöld að staðartíma, eða skömmu eftir klukkan 18 að íslenskum tíma. Vélin, sem var á leið frá Madríd til Toronto, tók á loft í dag klukkan 14:30 að spænskum tíma. Um hálftíma eftir flugtak komu í ljós vandræði með vélarbúnað og óskaði flugstjóri vélarinnar þá eftir því að fá að koma aftur inn til Madríd til nauðlendingar. Flugvélin var hins vegar full af eldsneyti sem þurfti að brenna áður en hægt var að lenda vélinni. Hún sveimaði því yfir Madríd í nokkra klukkutíma áður en hún lenti skömmu eftir klukkan sjö. Eitt af tíu dekkjum vélarinnar eyðilagðist við flugtak, sprakk að því er virðist, auk þess sem upp komu vandamál með vinstri hreyfil vélarinnar. Alls voru 128 farþegar um borð. Að því er fram kemur á vef spænska dagblaðsins El País hélt flugstjórinn farþegum vel upplýstum á meðan sveimað var um yfir Madríd. Þá fullvissaði hann þá um að ekkert vandamál yrði að lenda þar sem það vantaði ekki fleiri hjól undir vélina en eitt.Fréttin var uppfærð klukkan 18:32. We’ve seen visual confirmation that #AC837 has touched down safely in Madrid. We’re continuing to resolve the issue affecting some user’s access to our services. We apologize for the inconvenience and appreciate your patience.— Flightradar24 (@flightradar24) February 3, 2020 An Air Canada 767-300 bound for Toronto has been circling its departure airport in Madrid for more than 2 hours, burning fuel as it prepares to land again. The pilot has reportedly told passengers there is a mechanical issue. AC837 is said to have 130 people on board. pic.twitter.com/QM6p8razud— CBC News Alerts (@CBCAlerts) February 3, 2020 Flight #AC837 has been holding for more than 3 hours in order to reduce landing weight. According to @ENAIRE to aircraft plan to land at Madrid Barajas Airport around 19:30 local timehttps://t.co/d1lAaHTqNzpic.twitter.com/0j0rDaiP9o— Flightradar24 (@flightradar24) February 3, 2020
Fréttir af flugi Kanada Spánn Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Flugferðum aflýst Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Hvalveiðilögin barn síns tíma Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Fleiri fréttir Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Sjá meira