Vill jarða orðróminn um að Keikó sé ekki grafinn í fjörunni í Norðurmæri Atli Ísleifsson skrifar 3. febrúar 2020 14:18 Frá staðnum við Halsa þar sem Keikó rak á land árið 2003. Getty Norski bóndinn Arve Henden ákvað nýverið að grafa niður að líkamsleifum háhyrningsins Keikó sem hvíla við ströndina nærri bænum Halsa í Norðurmæri. Tilgangurinn var að jarða endanlega þær sögusagnir sem eru á kreiki um að Keikó hvíli í raun ekki í gröfinni. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu, en fréttin er unnin í tengslum við hlaðvarpsþátt um þennan merka háhyrning, þjóðerni hvers hefur lengi verið deilt um. Í fréttinni segir að bæði á Íslandi og í Halsa, með sína tæplega 1.600 íbúa, gangi orðrómur um að eftir að Keikó drapst og rak á land hafi hræið verið dregið á haf út og sprengt líkt og venja er með dauða háhyrninga. Allt í skjóli nætur. Að Keikó hvíli því í raun ekki í gröfinni þarna í Halsa, heldur á hafsbotni. Stóra vörðu er nú að finna á þeim stað þar sem Keikó er sagður hvíla. Keikó.Getty Bóndinn segist vera orðinn langþreyttur á orðrómnum og ákvað því að grípa til sinna ráða og leita sönnunargagna, en gröfina og vörðuna er að finna á landi hans. Í frétt NRK segir að bóndinn hafi grafið niður, tekið sýni og er niðurstöðu að vænta um hvort að þar hvíli í raun hvalur fyrir lok þessa mánaðar. Keikó kom í heiminn árið 1976 eða 1977 og var veiddur við Íslands strendur í nóvember 1979. Var hann þá kallaður Siggi. Siggi, sem síðar hlaut nafnið Keikó var síðar sendur til Kanada árið 1982 og svo Mexíkó 1986. Árið 1993 var hann fenginn til að „leika“ í Hollywood-myndinni Free Willy og síðar framhaldsmyndinni. Keikó í Eyjum árið 1998.Getty Árið 1998 var flogið með hvalinn til Vestmannaeyja, en honum var svo sleppt 2002 og synti þá til Færeyja og loks Noregs. Vel var fylgst með honum, en árið 2003 var hann orðinn lystarlítill og fór svo að hann drapst í desember sama ár. Free Willy/Keiko- stofnunin stóð fyrir jarðsetningunni. Hún fór þó fram í skjóli nætur þar sem fjölmiðlum var ekki boðið fyrr en morguninn eftir þegar verkinu var lokið. Þúsundir ferðamanna heimsækja vörðuna í Halsa á ári hverju. Bíó og sjónvarp Noregur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira
Norski bóndinn Arve Henden ákvað nýverið að grafa niður að líkamsleifum háhyrningsins Keikó sem hvíla við ströndina nærri bænum Halsa í Norðurmæri. Tilgangurinn var að jarða endanlega þær sögusagnir sem eru á kreiki um að Keikó hvíli í raun ekki í gröfinni. Norska ríkisútvarpið segir frá þessu, en fréttin er unnin í tengslum við hlaðvarpsþátt um þennan merka háhyrning, þjóðerni hvers hefur lengi verið deilt um. Í fréttinni segir að bæði á Íslandi og í Halsa, með sína tæplega 1.600 íbúa, gangi orðrómur um að eftir að Keikó drapst og rak á land hafi hræið verið dregið á haf út og sprengt líkt og venja er með dauða háhyrninga. Allt í skjóli nætur. Að Keikó hvíli því í raun ekki í gröfinni þarna í Halsa, heldur á hafsbotni. Stóra vörðu er nú að finna á þeim stað þar sem Keikó er sagður hvíla. Keikó.Getty Bóndinn segist vera orðinn langþreyttur á orðrómnum og ákvað því að grípa til sinna ráða og leita sönnunargagna, en gröfina og vörðuna er að finna á landi hans. Í frétt NRK segir að bóndinn hafi grafið niður, tekið sýni og er niðurstöðu að vænta um hvort að þar hvíli í raun hvalur fyrir lok þessa mánaðar. Keikó kom í heiminn árið 1976 eða 1977 og var veiddur við Íslands strendur í nóvember 1979. Var hann þá kallaður Siggi. Siggi, sem síðar hlaut nafnið Keikó var síðar sendur til Kanada árið 1982 og svo Mexíkó 1986. Árið 1993 var hann fenginn til að „leika“ í Hollywood-myndinni Free Willy og síðar framhaldsmyndinni. Keikó í Eyjum árið 1998.Getty Árið 1998 var flogið með hvalinn til Vestmannaeyja, en honum var svo sleppt 2002 og synti þá til Færeyja og loks Noregs. Vel var fylgst með honum, en árið 2003 var hann orðinn lystarlítill og fór svo að hann drapst í desember sama ár. Free Willy/Keiko- stofnunin stóð fyrir jarðsetningunni. Hún fór þó fram í skjóli nætur þar sem fjölmiðlum var ekki boðið fyrr en morguninn eftir þegar verkinu var lokið. Þúsundir ferðamanna heimsækja vörðuna í Halsa á ári hverju.
Bíó og sjónvarp Noregur Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Innlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Innlent Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Keyrði aftan á strætisvagn Innlent Fleiri fréttir Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Sjá meira